Kosningabaráttan kostað tugi lífið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. júlí 2018 08:45 Þrátt fyrir mikla öryggisgæslu og reynslu frá síðustu kosningum hefur ekki tekist að fyrirbyggja árásir undanfarinna daga. Nordicphotos/AFP Vísir/EPA Að minnsta kosti 70 fórust í hryðjuverkaárás á kosningafund Lýðflokks Balúkistan (BAP) í bænum Dringarh í Balúkistan í Pakistan í gær. Siraj Raisani, frambjóðandi flokksins, var á meðal þeirra sem létust, að því er bróðir hans staðfesti í samtali við Al Jazeera í gær. Árásin var sú mannskæðasta í Pakistan í rúmt ár og var ekki sú fyrsta sem beindist sérstaklega gegn kosningunum þar í landi. Á þriðjudaginn voru 20 myrt á kosningafundi Almenna lýðflokksins (ANP) í Peshawar, meðal annars Haroon Bilour, frambjóðandi flokksins. Á fimmtudag var svo talsmaður fyrrverandi þingmannsins Alhaj Shah Jee Gul Afridi myrtur í skotárás. Hin mannskæða árás í Dringarh var hins vegar ekki sú eina í gær. Að minnsta kosti fjórir fórust í sprengjuárás á bílalest Akrams Khan Durrani, frambjóðanda Sameinaða aðgerðaráðsins (MMA), í bænum Bannu í Balúkistan. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á þeirri árás en Íslamska ríkið lýsti yfir ábyrgð á árásinni í Dringarh. Talíbanar lýstu svo yfir ábyrgð á árás þriðjudagsins. Árásirnar í gær vekja, samkvæmt Al Jazeera, óhug meðal heimamanna og minna á árásaröðina sem kostaði 158 lífið í aðdraganda kosninga árið 2013. Hryðjuverkamenn tengdir al-Kaída, Íslamska ríkinu og Talíbönum hafa gert vart við sig í Balúkistan. Þá hafa ýmis samtök Balúka barist gegn pakistönsku ríkisstjórninni. Ellefu dagar eru nú til kosninga og er útlit fyrir að Múslimabandalag Pakistans (PML-N) fái flest atkvæði, ef marka má skoðanakönnun sem IPOR birti fyrr í mánuðinum. Flokkurinn myndaði ríkisstjórn undir forsæti Nawaz Sharif. Sá hlaut hins vegar dóm fyrir hæstarétti í umgangsmiklu skattsvikamáli og var sparkað úr sætinu í fyrra. Shehbaz Sharif, bróðir Nawaz, leiðir nú PML-N. Samkeppnin í pakistönskum stjórnmálum er hins vegar hörð og mældist Pakistanska réttlætishreyfingin (PTI), flokkur Imrans Khan, eins helsta andstæðings Sharif-bræðra í stjórnmálum, með 29 prósenta fylgi í fyrrnefndri könnun. Þriðji stærsti flokkurinn er svo Þjóðarflokkur Pakistans (PPP) undir forystu Bilawals Bhutto Zardari, sonar, fyrrverandi forsætisráðherrans Benazhir Bhutto. PML-N stendur fyrir íhaldssemi og þjóðernishyggju og PPP fyrir jafnaðarmennsku á meðan PTI, popúlistaflokkurinn, sem er sá yngsti þessara þriggja turna pakistanskra stjórnmála, stendur fyrir andstöðu gegn ráðandi öflum og auknum umsvifum í velferðarkerfinu. Þrátt fyrir að hafa verið dæmdur í tíu ára fangelsi í síðustu viku sneri fyrrnefndur Nawaz Sharif aftur heim til Pakistans í gær. Mikill fjöldi stuðningsmanna PML-N freistaði þess að hylla leiðtogann fyrrverandi þrátt fyrir bann lögregluyfirvalda þess efnis. Á fimmtudag hafði lögregla í Lahore handtekið hundruð stuðningsmanna hans. thorgnyr@frettabladid.is Pakistan Tengdar fréttir Hæfði innanríkisráðherrann í handlegginn Innanríkisráðherra Pakistan, Ahsan Iqbal, var skotinn á fjöldafundi í gær. 7. maí 2018 06:00 Íbúar Kasmír mótmæla indverskum yfirráðum eftir að lögregla keyrði á hóp mótmælenda Mikil mótmæli brutust út í indverska hluta Kasmír í dag eftir að lögreglujeppi keyrði yfir tvo mótmælendur í gær. Þeir létust af sárum sínum í nótt. 2. júní 2018 14:05 Innanríkisráðherra Pakistan særður eftir morðtilræði Innanríkisráðherra Pakistan var fluttur særður á sjúkrahús en skotið var að honum þar sem hann kom af fundi í Punjab héraði. 6. maí 2018 15:48 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent Fleiri fréttir Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Sjá meira
Að minnsta kosti 70 fórust í hryðjuverkaárás á kosningafund Lýðflokks Balúkistan (BAP) í bænum Dringarh í Balúkistan í Pakistan í gær. Siraj Raisani, frambjóðandi flokksins, var á meðal þeirra sem létust, að því er bróðir hans staðfesti í samtali við Al Jazeera í gær. Árásin var sú mannskæðasta í Pakistan í rúmt ár og var ekki sú fyrsta sem beindist sérstaklega gegn kosningunum þar í landi. Á þriðjudaginn voru 20 myrt á kosningafundi Almenna lýðflokksins (ANP) í Peshawar, meðal annars Haroon Bilour, frambjóðandi flokksins. Á fimmtudag var svo talsmaður fyrrverandi þingmannsins Alhaj Shah Jee Gul Afridi myrtur í skotárás. Hin mannskæða árás í Dringarh var hins vegar ekki sú eina í gær. Að minnsta kosti fjórir fórust í sprengjuárás á bílalest Akrams Khan Durrani, frambjóðanda Sameinaða aðgerðaráðsins (MMA), í bænum Bannu í Balúkistan. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á þeirri árás en Íslamska ríkið lýsti yfir ábyrgð á árásinni í Dringarh. Talíbanar lýstu svo yfir ábyrgð á árás þriðjudagsins. Árásirnar í gær vekja, samkvæmt Al Jazeera, óhug meðal heimamanna og minna á árásaröðina sem kostaði 158 lífið í aðdraganda kosninga árið 2013. Hryðjuverkamenn tengdir al-Kaída, Íslamska ríkinu og Talíbönum hafa gert vart við sig í Balúkistan. Þá hafa ýmis samtök Balúka barist gegn pakistönsku ríkisstjórninni. Ellefu dagar eru nú til kosninga og er útlit fyrir að Múslimabandalag Pakistans (PML-N) fái flest atkvæði, ef marka má skoðanakönnun sem IPOR birti fyrr í mánuðinum. Flokkurinn myndaði ríkisstjórn undir forsæti Nawaz Sharif. Sá hlaut hins vegar dóm fyrir hæstarétti í umgangsmiklu skattsvikamáli og var sparkað úr sætinu í fyrra. Shehbaz Sharif, bróðir Nawaz, leiðir nú PML-N. Samkeppnin í pakistönskum stjórnmálum er hins vegar hörð og mældist Pakistanska réttlætishreyfingin (PTI), flokkur Imrans Khan, eins helsta andstæðings Sharif-bræðra í stjórnmálum, með 29 prósenta fylgi í fyrrnefndri könnun. Þriðji stærsti flokkurinn er svo Þjóðarflokkur Pakistans (PPP) undir forystu Bilawals Bhutto Zardari, sonar, fyrrverandi forsætisráðherrans Benazhir Bhutto. PML-N stendur fyrir íhaldssemi og þjóðernishyggju og PPP fyrir jafnaðarmennsku á meðan PTI, popúlistaflokkurinn, sem er sá yngsti þessara þriggja turna pakistanskra stjórnmála, stendur fyrir andstöðu gegn ráðandi öflum og auknum umsvifum í velferðarkerfinu. Þrátt fyrir að hafa verið dæmdur í tíu ára fangelsi í síðustu viku sneri fyrrnefndur Nawaz Sharif aftur heim til Pakistans í gær. Mikill fjöldi stuðningsmanna PML-N freistaði þess að hylla leiðtogann fyrrverandi þrátt fyrir bann lögregluyfirvalda þess efnis. Á fimmtudag hafði lögregla í Lahore handtekið hundruð stuðningsmanna hans. thorgnyr@frettabladid.is
Pakistan Tengdar fréttir Hæfði innanríkisráðherrann í handlegginn Innanríkisráðherra Pakistan, Ahsan Iqbal, var skotinn á fjöldafundi í gær. 7. maí 2018 06:00 Íbúar Kasmír mótmæla indverskum yfirráðum eftir að lögregla keyrði á hóp mótmælenda Mikil mótmæli brutust út í indverska hluta Kasmír í dag eftir að lögreglujeppi keyrði yfir tvo mótmælendur í gær. Þeir létust af sárum sínum í nótt. 2. júní 2018 14:05 Innanríkisráðherra Pakistan særður eftir morðtilræði Innanríkisráðherra Pakistan var fluttur særður á sjúkrahús en skotið var að honum þar sem hann kom af fundi í Punjab héraði. 6. maí 2018 15:48 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent Fleiri fréttir Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Sjá meira
Hæfði innanríkisráðherrann í handlegginn Innanríkisráðherra Pakistan, Ahsan Iqbal, var skotinn á fjöldafundi í gær. 7. maí 2018 06:00
Íbúar Kasmír mótmæla indverskum yfirráðum eftir að lögregla keyrði á hóp mótmælenda Mikil mótmæli brutust út í indverska hluta Kasmír í dag eftir að lögreglujeppi keyrði yfir tvo mótmælendur í gær. Þeir létust af sárum sínum í nótt. 2. júní 2018 14:05
Innanríkisráðherra Pakistan særður eftir morðtilræði Innanríkisráðherra Pakistan var fluttur særður á sjúkrahús en skotið var að honum þar sem hann kom af fundi í Punjab héraði. 6. maí 2018 15:48