Scarlett Johansson hættir við að leika trans manneskju Sylvía Hall skrifar 13. júlí 2018 21:37 Johansson var gagnrýnd fyrir að taka að sér hlutverkið í upphafi. Hún segist skilja afstöðu fólks sem gagnrýndi valið. Vísir/Getty Leikkonan Scarlett Johansson hefur hætt við hlutverk sitt í myndinni Rub & Tug eftir mikla gagnrýni frá trans samfélaginu, en í myndinni átti hún að leika mann sem fæddist í líkama konu. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum og segir sögu Dante „Tex“ Gill sem fæddist í röngum líkama sem kona. Hann var viðskiptamaður sem opnaði nuddstofur sem hann notaði undir vændisstarfsemi á sjöunda áratugnum. Johansson tilkynnti í síðustu viku að hún hugðist taka að sér hlutverkið. Í kjölfarið spratt upp umræða um stöðu transfólks innan Hollywood, og hvers vegna það væri ekki alvöru trans manneskja fengin í hlutverkið og tjáðu margir trans leikarar sig um málið.Oh word?? So you can continue to play us but we can’t play y’all? Hollywood is so fucked... I wouldn’t be as upset if I was getting in the same rooms as Jennifer Lawrence and Scarlett for cis roles, but we know that’s not the case. A mess. https://t.co/s8gBlBI1Sw — Trace Lysette (@tracelysette) July 4, 2018 Í upphafi bentu fjölmiðlafulltrúar leikkonunnar á þá staðreynd að margoft hefði sís-kynja manneskja leikið transfólk í myndum, en sís-kynja einstaklingar eru þeir sem upplifa sig í því kyni sem þeir hlutu við fæðingu. Johansson skipti þó fljótlega um skoðun og tilkynnti að hún hugðist hafna hlutverkinu eftir að hafa kynnt sér málið frekar. „Í ljósi siðferðislegra spurninga sem hafa vaknað í kringum hlutverk mitt sem Dante Tex Gill hef ég ákveðið að draga mig úr verkefninu“, sagði Johansson í yfirlýsingu við tímaritið Out. „Skilningur samfélagsins gagnvart transfólki heldur áfram að þróast í rétta átt, og ég hef lært mikið frá samfélaginu síðan ég tilkynnti að ég ætlaði að taka að mér hlutverkið og séð að það var ónærgætið af mér.“ Aðstandendur myndarinnar hafa ekki tjáð sig um hvort trans leikari verði fenginn í hlutverkið í stað Johansson. Bíó og sjónvarp Mest lesið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Fleiri fréttir Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Sjá meira
Leikkonan Scarlett Johansson hefur hætt við hlutverk sitt í myndinni Rub & Tug eftir mikla gagnrýni frá trans samfélaginu, en í myndinni átti hún að leika mann sem fæddist í líkama konu. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum og segir sögu Dante „Tex“ Gill sem fæddist í röngum líkama sem kona. Hann var viðskiptamaður sem opnaði nuddstofur sem hann notaði undir vændisstarfsemi á sjöunda áratugnum. Johansson tilkynnti í síðustu viku að hún hugðist taka að sér hlutverkið. Í kjölfarið spratt upp umræða um stöðu transfólks innan Hollywood, og hvers vegna það væri ekki alvöru trans manneskja fengin í hlutverkið og tjáðu margir trans leikarar sig um málið.Oh word?? So you can continue to play us but we can’t play y’all? Hollywood is so fucked... I wouldn’t be as upset if I was getting in the same rooms as Jennifer Lawrence and Scarlett for cis roles, but we know that’s not the case. A mess. https://t.co/s8gBlBI1Sw — Trace Lysette (@tracelysette) July 4, 2018 Í upphafi bentu fjölmiðlafulltrúar leikkonunnar á þá staðreynd að margoft hefði sís-kynja manneskja leikið transfólk í myndum, en sís-kynja einstaklingar eru þeir sem upplifa sig í því kyni sem þeir hlutu við fæðingu. Johansson skipti þó fljótlega um skoðun og tilkynnti að hún hugðist hafna hlutverkinu eftir að hafa kynnt sér málið frekar. „Í ljósi siðferðislegra spurninga sem hafa vaknað í kringum hlutverk mitt sem Dante Tex Gill hef ég ákveðið að draga mig úr verkefninu“, sagði Johansson í yfirlýsingu við tímaritið Out. „Skilningur samfélagsins gagnvart transfólki heldur áfram að þróast í rétta átt, og ég hef lært mikið frá samfélaginu síðan ég tilkynnti að ég ætlaði að taka að mér hlutverkið og séð að það var ónærgætið af mér.“ Aðstandendur myndarinnar hafa ekki tjáð sig um hvort trans leikari verði fenginn í hlutverkið í stað Johansson.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Fleiri fréttir Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Sjá meira