Jafnvel fleiri sólskinsdagar á suðvesturhorninu í næstu viku en gert var ráð fyrir Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júlí 2018 23:15 Það ætti að gefast tækifæri til að sóla sig í Hljómskálagarðinum, og á öðrum sambærilegum stöðum höfuðborgarsvæðinu, í næstu viku. Vísir/Sigtryggur Ari Allt lítur út fyrir að sólin ráði ríkjum á suðvesturhorninu í næstu viku og mun góða veðrið jafnvel teygja sig enn lengra inn í vikuna en gert var ráð fyrir í fyrstu. Hlé verður á úrkomu um stund og ef fram fer sem horfir mun ekki byrja aftur að rigna í landshlutanum fyrr en framundir næstu helgi. Páll Bergþórsson veðurfræðingur segir í Facebook-færslu í kvöld að nú líti út fyrir að kalt og rakt loft yfir kuldapollinum úr Suður Grænlands-jökli sleppi takinu af Íslandi um sinn, og þess verði líklega ekki saknað. Þorsteinn V. Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir spána endurspegla þetta. Eftir rigningu í nótt og fram eftir morgundeginum mega íbúar á suðvesturhorninu búast við sjaldséðri sjón sumarið 2018: nokkrum góðvirðisdögum í röð. „Það verður einhver smá væta á morgun en síðan á að létta til. Það gæti verið þokkalegt veður í vikunni, það átti að rigna á miðvikudaginn en nú er ekki víst að rigningin nái alveg inn. Veðrið gæti þannig orðið ágætt á miðvikudag og fimmtudag líka,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. „En svo fer að detta inn úrkoma um næstu helgi.“ Aðspurður segist Þorsteinn halda að dagurinn í dag hafi verið einn besti dagurinn í sumar, allavega í júlímánuði, þó að hann hafi ekki náð að skáka góðviðrisdeginum alræmda, 20. júní síðastliðnum. Ljóst er að íbúar á höfuðborgarsvæðinu og í nærumhverfi þess nutu sín í rigningarhléi dagsins en margir tjáðu sig um veðrið á samfélagsmiðlum.Sólin er í suðurhlíðum Kársnes: https://t.co/vG4wmO2cyp pic.twitter.com/Clxr8G2JOs— Erlendur (@erlendur) July 14, 2018 Í fyrsta skiptið var svona "sólin búin að skína mikið" þungt loft inn í bíl. Geggjað !— Kristján Sigurðsson (@KristjanSigurd1) July 14, 2018 Allir niðri í bæ á svipinn eins og það sé sumardagurinn fyrsti.— Ármann Jakobsson (@ArmannJa) July 14, 2018 Hér að neðan má svo sjá veðurhorfur á landinu næstu daga samkvæmt spá Veðurstofunnar en íbúar á Norður- og Austurlandi mega búast við rigningu.Á mánudag:Norðlæg átt, 3-10 m/s og skýjað að mestu, dálítil væta á N- og A-landi, en léttir smám saman til fyrir sunnan og vestan. Bætir í rigningu á A-fjörðum um kvöldið. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast á S-landi. Á þriðjudag:Hæg breytileg átt og léttskýjað S- og V-lands, en skýjað fyrir norðan og vestan og þokuloft eða súld úti við ströndina. Hiti 10 til 19 stig, hlýjast S-til.Á miðvikudag og fimmtudag:Hægir vindar og skýjað með köflum, en stöku síðdegisskúrir og þoku- eða súldarloft við S- og A-ströndina. Hiti 10 til 17 stig, hlýjst syðra.Á föstudag:Hægviðri og skýjað með köflum, en útlit fyrir vaxandi suðaustanátt með rigningu S- og V-til um kvöldið. Heldur hlýnandi veður.Á laugardag:Útlit fyrir hægan vind með vætu í flestum landshlutum, síst þó NA-til, en áfram milt veður. Veður Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Fleiri fréttir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Sjá meira
Allt lítur út fyrir að sólin ráði ríkjum á suðvesturhorninu í næstu viku og mun góða veðrið jafnvel teygja sig enn lengra inn í vikuna en gert var ráð fyrir í fyrstu. Hlé verður á úrkomu um stund og ef fram fer sem horfir mun ekki byrja aftur að rigna í landshlutanum fyrr en framundir næstu helgi. Páll Bergþórsson veðurfræðingur segir í Facebook-færslu í kvöld að nú líti út fyrir að kalt og rakt loft yfir kuldapollinum úr Suður Grænlands-jökli sleppi takinu af Íslandi um sinn, og þess verði líklega ekki saknað. Þorsteinn V. Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir spána endurspegla þetta. Eftir rigningu í nótt og fram eftir morgundeginum mega íbúar á suðvesturhorninu búast við sjaldséðri sjón sumarið 2018: nokkrum góðvirðisdögum í röð. „Það verður einhver smá væta á morgun en síðan á að létta til. Það gæti verið þokkalegt veður í vikunni, það átti að rigna á miðvikudaginn en nú er ekki víst að rigningin nái alveg inn. Veðrið gæti þannig orðið ágætt á miðvikudag og fimmtudag líka,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. „En svo fer að detta inn úrkoma um næstu helgi.“ Aðspurður segist Þorsteinn halda að dagurinn í dag hafi verið einn besti dagurinn í sumar, allavega í júlímánuði, þó að hann hafi ekki náð að skáka góðviðrisdeginum alræmda, 20. júní síðastliðnum. Ljóst er að íbúar á höfuðborgarsvæðinu og í nærumhverfi þess nutu sín í rigningarhléi dagsins en margir tjáðu sig um veðrið á samfélagsmiðlum.Sólin er í suðurhlíðum Kársnes: https://t.co/vG4wmO2cyp pic.twitter.com/Clxr8G2JOs— Erlendur (@erlendur) July 14, 2018 Í fyrsta skiptið var svona "sólin búin að skína mikið" þungt loft inn í bíl. Geggjað !— Kristján Sigurðsson (@KristjanSigurd1) July 14, 2018 Allir niðri í bæ á svipinn eins og það sé sumardagurinn fyrsti.— Ármann Jakobsson (@ArmannJa) July 14, 2018 Hér að neðan má svo sjá veðurhorfur á landinu næstu daga samkvæmt spá Veðurstofunnar en íbúar á Norður- og Austurlandi mega búast við rigningu.Á mánudag:Norðlæg átt, 3-10 m/s og skýjað að mestu, dálítil væta á N- og A-landi, en léttir smám saman til fyrir sunnan og vestan. Bætir í rigningu á A-fjörðum um kvöldið. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast á S-landi. Á þriðjudag:Hæg breytileg átt og léttskýjað S- og V-lands, en skýjað fyrir norðan og vestan og þokuloft eða súld úti við ströndina. Hiti 10 til 19 stig, hlýjast S-til.Á miðvikudag og fimmtudag:Hægir vindar og skýjað með köflum, en stöku síðdegisskúrir og þoku- eða súldarloft við S- og A-ströndina. Hiti 10 til 17 stig, hlýjst syðra.Á föstudag:Hægviðri og skýjað með köflum, en útlit fyrir vaxandi suðaustanátt með rigningu S- og V-til um kvöldið. Heldur hlýnandi veður.Á laugardag:Útlit fyrir hægan vind með vætu í flestum landshlutum, síst þó NA-til, en áfram milt veður.
Veður Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Fleiri fréttir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda