Hilmar Árni um atvinnumennskuna: Markmiðin með Stjörnunni skipta mestu máli akkúrat núna Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. júlí 2018 19:45 Hilmar Árni Halldórsson hefur farið á kostum í liði Stjörnunnar í Pepsi deild karla í sumar. Hann er markahæstur í deildinni með 13 mörk. Síðasta sumar var mikið rætt um markaskorun Andra Rúnars Bjarnasonar í Grindavíkurliðinu en hann kláraði mótið með því að jafna markametið í deildinni sem er 19 mörk. Stjarnan á enn eftir 10 leiki í deildinni svo Hilmar Árni gæti vel bætt metið haldi hann áfram með sama hætti. Andri Rúnar hafði skorað 10 mörk á þessum tíma síðasta sumar. „Það eru margir í kringum mig sem eru að pæla í þessu en ég er með fókusinn á liðið og markmið okkar sem lið. Mér finnst það verðugra en hitt er bara bónus,“ sagði Hilmar Árni við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þetta er ekkert íþyngjandi. Gaman að heyra þegar fólk er að pæla í þessu en það truflar mig ekki neitt.“ Það gengur vel í Garðabænum þessa dagana, liðið er á toppi Pepsi deildarinnar, spilar til undanúrslita í Mjólkurbikarnum og er í góðum séns að að komast áfram í aðra umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudag. „Gott teymi í kringum okkur og þetta er allt vel undirbúið. Frábærir leikmenn og gott lið. Það þarf allt að spila saman ef við ætlum að gera hluti og halda því áfram. Það hefur gengið vel núna en það þýðir ekkert að slaka á.“ Hilmar Árni lék með Leikni frá árunum 2008-2015 og skoraði 31 mark í 115 leikjum. „Frábært félag sem ég elska. Frábærlega staðið að öllu þar og ég fékk virkilega góða þjálfun þar. Við vorum svolítil fjölskylda þar að komast upp í efstu deild í fyrsta skipti og það er eitt af því sem mér finnst hvað skemmtilegast á mínum ferli.“ Mikið hefur verið rætt um það hvort Hilmar Árni gæti farið út í atvinnumennsku. Hann sjálfur stefnir ekki sérstaklega þangað en möguleikinn er fyrir hendi banki rétta tækifærið á dyrnar. „Ég stefndi að því í langan tíma að fá að reyna mig á hærra leveli en akkúrat núna er ég bara ánægður hérna og líður vel. Við erum að spila vel og það eru markmiðin mín hérna sem skipta mig mestu máli,“ sagði Hilmar Árni Halldórsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Sjá meira
Hilmar Árni Halldórsson hefur farið á kostum í liði Stjörnunnar í Pepsi deild karla í sumar. Hann er markahæstur í deildinni með 13 mörk. Síðasta sumar var mikið rætt um markaskorun Andra Rúnars Bjarnasonar í Grindavíkurliðinu en hann kláraði mótið með því að jafna markametið í deildinni sem er 19 mörk. Stjarnan á enn eftir 10 leiki í deildinni svo Hilmar Árni gæti vel bætt metið haldi hann áfram með sama hætti. Andri Rúnar hafði skorað 10 mörk á þessum tíma síðasta sumar. „Það eru margir í kringum mig sem eru að pæla í þessu en ég er með fókusinn á liðið og markmið okkar sem lið. Mér finnst það verðugra en hitt er bara bónus,“ sagði Hilmar Árni við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þetta er ekkert íþyngjandi. Gaman að heyra þegar fólk er að pæla í þessu en það truflar mig ekki neitt.“ Það gengur vel í Garðabænum þessa dagana, liðið er á toppi Pepsi deildarinnar, spilar til undanúrslita í Mjólkurbikarnum og er í góðum séns að að komast áfram í aðra umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudag. „Gott teymi í kringum okkur og þetta er allt vel undirbúið. Frábærir leikmenn og gott lið. Það þarf allt að spila saman ef við ætlum að gera hluti og halda því áfram. Það hefur gengið vel núna en það þýðir ekkert að slaka á.“ Hilmar Árni lék með Leikni frá árunum 2008-2015 og skoraði 31 mark í 115 leikjum. „Frábært félag sem ég elska. Frábærlega staðið að öllu þar og ég fékk virkilega góða þjálfun þar. Við vorum svolítil fjölskylda þar að komast upp í efstu deild í fyrsta skipti og það er eitt af því sem mér finnst hvað skemmtilegast á mínum ferli.“ Mikið hefur verið rætt um það hvort Hilmar Árni gæti farið út í atvinnumennsku. Hann sjálfur stefnir ekki sérstaklega þangað en möguleikinn er fyrir hendi banki rétta tækifærið á dyrnar. „Ég stefndi að því í langan tíma að fá að reyna mig á hærra leveli en akkúrat núna er ég bara ánægður hérna og líður vel. Við erum að spila vel og það eru markmiðin mín hérna sem skipta mig mestu máli,“ sagði Hilmar Árni Halldórsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Sjá meira