Sennilegast illa mætt til vinnu í París í dag Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. júlí 2018 06:00 Það er allt „geðbilað“ í París segir Friðrika um stemninguna. Vísir/Getty „Það er allt vitlaust hér um allar götur,“ segir Friðrika Benónýsdóttir sem stödd var í París í gær og upplifði fagnaðarlæti Parísarbúa eftir sigur Frakka á Króötum í úrslitaleik Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. „Ég er uppi í fjórtánda hverfi en ekki niðri í miðbæ þar sem allt er vitlaust. En hér er allt gjörsamlega geðbilað og búið að vera svo sem, síðan þremur klukkutímum fyrir leikinn.“ Fréttablaðið náði tali af Friðriku klukkan 23 að staðartíma og segist hún aðspurð ekki eiga von á því að fagnaðarlátum linni á kristilegum tíma. „Ó, nei. Það verður illa mætt í vinnu hér í fyrramálið er ég hrædd um,“ segir hún hlæjandi. Friðrika segir gleðina hafa farið prúðmannlega fram, enn sem komið væri. Friðrika Benónýsdóttir, rithöfundur. Fréttablaðið/Anton Brink „En eftir að þeir unnu undanúrslitaleikinn um daginn þurfti lögreglan að spreyja þá með táragasi. Þeir klifra upp á bíla, hoppa á bílþökum og kasta kínverjum undir bíla bara af einskærri gleði. Þannig að það getur meira en verið að það þurfi að spreyja þá aftur.“ Sjálf vonaðist Friðrika til þess að Englendingar kæmust upp úr undanúrslitum enda eigi hún breskan tengdason. „Svo hef ég sjálf alltaf haldið með Ítölum þannig að ég ætlaði ekki einu sinni að horfa á keppnina. En svo er bara ekki annað hægt en að smitast af þessari fótboltamaníu sem hér ríkir og það er bara dásamlegt að fá að upplifa þessa gleði.“ Friðrika var í fjórtánda hverfi borgarinnar, líkt og áður segir, þegar fagnaðarlætin eftir leikinn brutust út. Hún segir einfaldlega dásamlegt að sjá fólk á öllum aldri gleðjast saman. „Allt frá þriggja mánaða upp í 95 ára fagna saman og allir brostu eyrnanna á milli.“ Mikill fjöldi fólks horfði á leikina á börum og kaffihúsum sem sýndu leiki á stórum útiskjáum víðs vegar um borgina. Að sögn Friðriku var alls staðar troðfullt út úr dyrum og mörg hundruð manns sem ekki fengu sæti stóðu í röðum við hvert einasta kaffihús. Aðspurð um uppáhaldsleikmann Frakka segist Friðrika sjá fólk í fótboltatreyjum með nöfnum ýmissa leikmanna. Í hennar hverfi búi þó mikið af svörtu fólki og það fari ekki fram hjá neinum hve heitt þeir elska hinn nítján ára gamla Kylian Mbappe Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Pussy Riot hljóp inn á völlinn í miðjum úrslitaleik Mótmælendahópurinn Pussy Riot hefur staðfest að meðlimir hópsins hafi hlaupið inn á völlinn þegar Frakkland og Króatía léku til úrslita á heimsmeistaramótinu í dag. 15. júlí 2018 16:59 Frakkar Heimsmeistarar í annað sinn Frakkar eru Heimsmeistarar í knattspyrnu eftir 4-2 sigur á Króötum í mögnuðum úrslitaleik í Moskvu þar sem Pogba, Mbappe og Griezmann skoruðu allir. 15. júlí 2018 17:00 Deschamps: Spiluðum ekki okkar besta leik en skoruðum samt fjögur mörk Frakkar eru heimsmeistarar eftir sigur á Króötum í fjörugum úrslitaleik í Moskvu í dag. Landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps var að vonum í sjöunda himni í leikslok. 15. júlí 2018 17:47 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Fleiri fréttir Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Sjá meira
„Það er allt vitlaust hér um allar götur,“ segir Friðrika Benónýsdóttir sem stödd var í París í gær og upplifði fagnaðarlæti Parísarbúa eftir sigur Frakka á Króötum í úrslitaleik Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. „Ég er uppi í fjórtánda hverfi en ekki niðri í miðbæ þar sem allt er vitlaust. En hér er allt gjörsamlega geðbilað og búið að vera svo sem, síðan þremur klukkutímum fyrir leikinn.“ Fréttablaðið náði tali af Friðriku klukkan 23 að staðartíma og segist hún aðspurð ekki eiga von á því að fagnaðarlátum linni á kristilegum tíma. „Ó, nei. Það verður illa mætt í vinnu hér í fyrramálið er ég hrædd um,“ segir hún hlæjandi. Friðrika segir gleðina hafa farið prúðmannlega fram, enn sem komið væri. Friðrika Benónýsdóttir, rithöfundur. Fréttablaðið/Anton Brink „En eftir að þeir unnu undanúrslitaleikinn um daginn þurfti lögreglan að spreyja þá með táragasi. Þeir klifra upp á bíla, hoppa á bílþökum og kasta kínverjum undir bíla bara af einskærri gleði. Þannig að það getur meira en verið að það þurfi að spreyja þá aftur.“ Sjálf vonaðist Friðrika til þess að Englendingar kæmust upp úr undanúrslitum enda eigi hún breskan tengdason. „Svo hef ég sjálf alltaf haldið með Ítölum þannig að ég ætlaði ekki einu sinni að horfa á keppnina. En svo er bara ekki annað hægt en að smitast af þessari fótboltamaníu sem hér ríkir og það er bara dásamlegt að fá að upplifa þessa gleði.“ Friðrika var í fjórtánda hverfi borgarinnar, líkt og áður segir, þegar fagnaðarlætin eftir leikinn brutust út. Hún segir einfaldlega dásamlegt að sjá fólk á öllum aldri gleðjast saman. „Allt frá þriggja mánaða upp í 95 ára fagna saman og allir brostu eyrnanna á milli.“ Mikill fjöldi fólks horfði á leikina á börum og kaffihúsum sem sýndu leiki á stórum útiskjáum víðs vegar um borgina. Að sögn Friðriku var alls staðar troðfullt út úr dyrum og mörg hundruð manns sem ekki fengu sæti stóðu í röðum við hvert einasta kaffihús. Aðspurð um uppáhaldsleikmann Frakka segist Friðrika sjá fólk í fótboltatreyjum með nöfnum ýmissa leikmanna. Í hennar hverfi búi þó mikið af svörtu fólki og það fari ekki fram hjá neinum hve heitt þeir elska hinn nítján ára gamla Kylian Mbappe
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Pussy Riot hljóp inn á völlinn í miðjum úrslitaleik Mótmælendahópurinn Pussy Riot hefur staðfest að meðlimir hópsins hafi hlaupið inn á völlinn þegar Frakkland og Króatía léku til úrslita á heimsmeistaramótinu í dag. 15. júlí 2018 16:59 Frakkar Heimsmeistarar í annað sinn Frakkar eru Heimsmeistarar í knattspyrnu eftir 4-2 sigur á Króötum í mögnuðum úrslitaleik í Moskvu þar sem Pogba, Mbappe og Griezmann skoruðu allir. 15. júlí 2018 17:00 Deschamps: Spiluðum ekki okkar besta leik en skoruðum samt fjögur mörk Frakkar eru heimsmeistarar eftir sigur á Króötum í fjörugum úrslitaleik í Moskvu í dag. Landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps var að vonum í sjöunda himni í leikslok. 15. júlí 2018 17:47 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Fleiri fréttir Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Sjá meira
Pussy Riot hljóp inn á völlinn í miðjum úrslitaleik Mótmælendahópurinn Pussy Riot hefur staðfest að meðlimir hópsins hafi hlaupið inn á völlinn þegar Frakkland og Króatía léku til úrslita á heimsmeistaramótinu í dag. 15. júlí 2018 16:59
Frakkar Heimsmeistarar í annað sinn Frakkar eru Heimsmeistarar í knattspyrnu eftir 4-2 sigur á Króötum í mögnuðum úrslitaleik í Moskvu þar sem Pogba, Mbappe og Griezmann skoruðu allir. 15. júlí 2018 17:00
Deschamps: Spiluðum ekki okkar besta leik en skoruðum samt fjögur mörk Frakkar eru heimsmeistarar eftir sigur á Króötum í fjörugum úrslitaleik í Moskvu í dag. Landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps var að vonum í sjöunda himni í leikslok. 15. júlí 2018 17:47