Lífið

Kim Kardashian setur reglur um símanotkun

Sylvía Hall skrifar
Kim Kardashian á Beautycon ráðstefnunni.
Kim Kardashian á Beautycon ráðstefnunni. Vísir/Getty
Kim Kardashian segist ráðfæra sig við barnasálfræðing varðandi símanotkun barna til að vera vel undirbúin þegar hennar börn ná aldri til að byrja að nota samfélagsmiðla. Þetta kom fram á Beautycon-ráðstefnunni.

Kim, sem er þriggja barna móðir, hefur verið mjög áberandi á samfélagsmiðlum og er dugleg að nota þá í markaðssetningu, en hún hefur gefið út snyrtivörulínuna KKW sem seldi vörur fyrir rúmlega einn og hálfan milljarð á fyrstu klukkutímunum eftir að merkið fór í sölu. 

Þá segir Kim það vera mikilvægt að foreldrar noti ekki símann á matartímum, þar sem börn gætu þá farið að upplifa vinnu eða símtöl mikilvægari en fjölskylduna. 

„Þegar við vorum ung voru alltaf reglur í kringum notkun á heimasímanum og það sama ætti að gilda um snjallsíma. Þú ættir aldrei að sofa með símann við hliðina á þér.“, segir Kim, og mælir með því að foreldrar hafi ákveðin tímaramma fyrir símanotkun. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×