Kærasta Annie Mistar boðið á heimsleikana eftir að keppandi féll á lyfjaprófi Birgir Olgeirsson skrifar 16. júlí 2018 22:53 Annie Mist Thorisdóttir. Vísir Crossfit-drottningin Annie Mist Thorisdóttir greindi frá því í gær að kærasta hennar, Dananum Fredrik Ægidius, hefði verið formlega boðið að taka þátt á heimsleikunum í Crossfit sem fara fram í borginni Madison í Wisconsin-fylki Bandaríkjanna í ágúst næstkomandi. Annie réð sér vart úr kæti þegar hún tilkynnti þetta á samfélagsmiðlinum Instagram í gærkvöldi og sagði þau skötuhjúin fá að keppa aftur á sama tíma á heimsleikunum. Annie hefur unnið heimsleikana í tvígang, 2011 og 2012, og varð um leið fyrsta konan til að gera það.Hún og Fredrik kepptu saman á Crossfit-leikunum árið 2017. Fredrik endaði í sjötta sæti í undankeppni leikanna í Evrópu í Berlín í maí síðastliðnum. Fimm efstu sætin þar gáfu sæti á heimsleikunum.Svo fór að sá sem endaði í fjórða sæti, Rússinn Andrey Ganin, féll á lyfjaprófi og hefur verið dæmdur í fjögurra ára keppnisbann frá Crossfit-keppnum. Reyndust testósterón-gildi í blóði hans of há sem þýddi að hann missti sæti sitt á leikunum og var Fredrik boðið hans sæti í staðinn. Íslendingurinn Björgvin Karl Guðmundsson endaði í fimmta sæti á Evrópuleikunum og fékk því sæti á heimsleikunum.Katrín Tanja Davíðsdóttir verður á meðal keppenda á heimsleikunum í ágúst.Instagram/KatrintanjaÁsamt Fredrik, Annie og Björgvins munu Íslendingarnir Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Eik Gylfadóttir keppa á heimsleikunum.Í júní síðastliðnum tilkynnti alþjóða CrossFit-sambandið að þrír keppendur hefðu verið dæmdir í fjögurra ára keppnisbann fyrir notkun á frammistöðubætandi efnum, en öll kepptu þau í undankeppnum fyrir heimsleikana. Í fyrra hafnaði Ástralinn Ricky Garard í þriðja sæti á heimsleikunum í Madison. Hann var sviptur verðlaununum og dæmdur í fjögurra ára keppnisbann eftir að upp komst að hann hafði notað stera. Fjallað var um mál Ricky Garard í heimildarmyndinni The Redeemed and the Dominant: Fittest on Earth sem fjallar um heimsleikanna árið 2017 þar sem Annie Mist hafnaði til að mynda í þriðja sæti. Þar eru þessar fregnir bornar undir þá sem standa fremst í CrossFit-heiminum í dag. Þar á meðal CrossFit-meistarann Mat Fraser sem hafði minna en ekkert álit á fólki sem notar frammistöðubætandi efni sem eru á bannlista. Fregnirnar voru einnig bornar undir Söru Sigmundsdóttur og Katrínu Tönju. Í myndinni segir Katrín Tanja að hún gæti aldrei hugsað sér að standa á verðlaunapalli vitandi að hún hefði viljandi notað ólögleg frammistöðubætandi efni. „Gæti ég verið stolt af því? Vil ég vinna þannig?,“ spyr Katrín Tanja í myndinni. Heimsleikarnir í CrossFit fara fram í Madison dagana 1. til 5. ágúst næstkomandi.Til mikils er að vinna en keppandi sem vinnur CrossFit-leikanna fær að launum 300 þúsund dollara, eða tæplega 32 milljónir króna. Annað sætið gefur 100 þúsund dollara, eða tæplega 11 milljónir króna, þriðja sætið 75 þúsund dollara, eða tæplega 8 milljónir króna og fjórða sætið 50 þúsund dollara, eða rúmlega 5 milljónir króna. CrossFit Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Sjá meira
Crossfit-drottningin Annie Mist Thorisdóttir greindi frá því í gær að kærasta hennar, Dananum Fredrik Ægidius, hefði verið formlega boðið að taka þátt á heimsleikunum í Crossfit sem fara fram í borginni Madison í Wisconsin-fylki Bandaríkjanna í ágúst næstkomandi. Annie réð sér vart úr kæti þegar hún tilkynnti þetta á samfélagsmiðlinum Instagram í gærkvöldi og sagði þau skötuhjúin fá að keppa aftur á sama tíma á heimsleikunum. Annie hefur unnið heimsleikana í tvígang, 2011 og 2012, og varð um leið fyrsta konan til að gera það.Hún og Fredrik kepptu saman á Crossfit-leikunum árið 2017. Fredrik endaði í sjötta sæti í undankeppni leikanna í Evrópu í Berlín í maí síðastliðnum. Fimm efstu sætin þar gáfu sæti á heimsleikunum.Svo fór að sá sem endaði í fjórða sæti, Rússinn Andrey Ganin, féll á lyfjaprófi og hefur verið dæmdur í fjögurra ára keppnisbann frá Crossfit-keppnum. Reyndust testósterón-gildi í blóði hans of há sem þýddi að hann missti sæti sitt á leikunum og var Fredrik boðið hans sæti í staðinn. Íslendingurinn Björgvin Karl Guðmundsson endaði í fimmta sæti á Evrópuleikunum og fékk því sæti á heimsleikunum.Katrín Tanja Davíðsdóttir verður á meðal keppenda á heimsleikunum í ágúst.Instagram/KatrintanjaÁsamt Fredrik, Annie og Björgvins munu Íslendingarnir Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Eik Gylfadóttir keppa á heimsleikunum.Í júní síðastliðnum tilkynnti alþjóða CrossFit-sambandið að þrír keppendur hefðu verið dæmdir í fjögurra ára keppnisbann fyrir notkun á frammistöðubætandi efnum, en öll kepptu þau í undankeppnum fyrir heimsleikana. Í fyrra hafnaði Ástralinn Ricky Garard í þriðja sæti á heimsleikunum í Madison. Hann var sviptur verðlaununum og dæmdur í fjögurra ára keppnisbann eftir að upp komst að hann hafði notað stera. Fjallað var um mál Ricky Garard í heimildarmyndinni The Redeemed and the Dominant: Fittest on Earth sem fjallar um heimsleikanna árið 2017 þar sem Annie Mist hafnaði til að mynda í þriðja sæti. Þar eru þessar fregnir bornar undir þá sem standa fremst í CrossFit-heiminum í dag. Þar á meðal CrossFit-meistarann Mat Fraser sem hafði minna en ekkert álit á fólki sem notar frammistöðubætandi efni sem eru á bannlista. Fregnirnar voru einnig bornar undir Söru Sigmundsdóttur og Katrínu Tönju. Í myndinni segir Katrín Tanja að hún gæti aldrei hugsað sér að standa á verðlaunapalli vitandi að hún hefði viljandi notað ólögleg frammistöðubætandi efni. „Gæti ég verið stolt af því? Vil ég vinna þannig?,“ spyr Katrín Tanja í myndinni. Heimsleikarnir í CrossFit fara fram í Madison dagana 1. til 5. ágúst næstkomandi.Til mikils er að vinna en keppandi sem vinnur CrossFit-leikanna fær að launum 300 þúsund dollara, eða tæplega 32 milljónir króna. Annað sætið gefur 100 þúsund dollara, eða tæplega 11 milljónir króna, þriðja sætið 75 þúsund dollara, eða tæplega 8 milljónir króna og fjórða sætið 50 þúsund dollara, eða rúmlega 5 milljónir króna.
CrossFit Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Sjá meira