Alþingi fagnar því að 100 ár eru liðin frá samningi þess við Dani um fullveldi Íslands Heimir Már Pétursson skrifar 17. júlí 2018 12:30 Forseti Alþingis segir eðlilegt að þingið minnist fullveldis Íslands með hátíðarfundi á Þingvöllum á morgun, enda hafi Alþingi haft veg og vanda að fullveldissamningunum við danska þingið á sínum tíma. Kostnaður við hátíðarfundinn hafi aðallega vaxið vegna kostnaðar við þriggja tíma beina útsendingu frá Þingvöllum. Alþingi kemur saman í dag í Alþingishúsinu til fyrri umræðu um tvær þingsályktunartillögur formanna allra flokka á þingi í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslands. Tillögurnar eru annars vegar um stofnun Barnamenningarsjóðs með fimm hundruð milljóna framlagi sem dreifist á næstu fimm ár og hins vegar um kaup á nýju og fullkomnu rannsóknarskipi fyrir Hafrannsóknarstofnun. Á morgun kemur Alþingi síðan saman til hátíðarfundar á Þingvöllum þar sem seinni umræða um þessar þingsályktanir fer fram. Í Fréttablaðinu í dag segir að kostnaður við þann fund hafi farið langt fram úr áætlunum og muni kosta um 80 milljónir króna. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir þennan kostnaðarauka aðallega hafa orðið til vegna óvænts kostnaðar við mikla og langa beina útsendingu Ríkissjónvarpsins frá fundinum. „En það er lagt í hana og við vinnum það með Sjónvarpinu til að auðvelda þjóðinni að eiga hlutdeild í fundinum með góðri og vandaðri sjónvarpsútsendingu. Það er nú það sem ég er upplýstur um að sé dýrara en menn höfðu gert ráð fyrir. En að öðru leyti er þetta með hefðbundnu og ef eitthvað er látlausara sniði,“ segir Steingrímur. En þótt þjóðin geti fylgst með hátíðarfundinum í sjónvarpi segir Steingrímur langt í frá að fólk sé ekki velkomið til Þingvalla til að minnast fullveldisafmælisins. „Almenningur er velkominn á Þingvöll. Þetta er þingfundur í heyranda hljóði og opinn eins og þeir eru jafnan. Fólk er að sjálfsögðu velkomið og við fögnum því að þeir sem áhuga hafa á komi og fylgist með fundinum og eiga vonandi þá með okkur notarlegan dag á Þingvöllum,“ segir forseti Alþingis. Hins vegar sé þetta ekki skipulagt eins og þjóðhátíð þar sem mikill fjöldi kæmi saman og því töluvert lagt upp úr vandaðri sjónvarpsútsendingu. Steingrímur býst ekki við að þingmenn taki upp önnur mál en sett hafi verið fyrir fundinn enda sé fundurinn unninn í mikilli og góðri samvinnu formanna allra flokka á Alþingi. Það sé aftur á móti full ástæða til að Alþingi fagni þessum merku tímamótum í sögu þjóðarinnar. „Hlutdeild Alþingis í þessu er auðvitað mikil. Vegna þess að það voru þingmenn og það var þingið sem stóð að samningum við Dani á sínum tíma. Það voru danska og íslenska þjóðþingið sem veittu í raun og veru umboðið til samninganna. Þesss vegna er þetta atburður sem Alþingi og reyndar danska þjóðþingið eru tengd mjög sterkum böndum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi Tengdar fréttir Gagnrýna vinnubrögð þingsins við bókastyrk vegna fullveldisafmælis Átta bókaútgefendur gagnrýna styrkveitingu Alþingi til Hins íslenska bókmenntafélags vegna útgáfu tveggja verka í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. 17. júlí 2018 08:48 80 milljónir í Þingvallafund Alþingis Áætlaður kostnaður við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum og hátíðarkvöldverð þingforseta er 70 til 80 milljónir króna. Allt að 78 prósent meira en kostnaðaráætlun hafði gert ráð fyrir. 17. júlí 2018 07:00 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Sjá meira
Forseti Alþingis segir eðlilegt að þingið minnist fullveldis Íslands með hátíðarfundi á Þingvöllum á morgun, enda hafi Alþingi haft veg og vanda að fullveldissamningunum við danska þingið á sínum tíma. Kostnaður við hátíðarfundinn hafi aðallega vaxið vegna kostnaðar við þriggja tíma beina útsendingu frá Þingvöllum. Alþingi kemur saman í dag í Alþingishúsinu til fyrri umræðu um tvær þingsályktunartillögur formanna allra flokka á þingi í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslands. Tillögurnar eru annars vegar um stofnun Barnamenningarsjóðs með fimm hundruð milljóna framlagi sem dreifist á næstu fimm ár og hins vegar um kaup á nýju og fullkomnu rannsóknarskipi fyrir Hafrannsóknarstofnun. Á morgun kemur Alþingi síðan saman til hátíðarfundar á Þingvöllum þar sem seinni umræða um þessar þingsályktanir fer fram. Í Fréttablaðinu í dag segir að kostnaður við þann fund hafi farið langt fram úr áætlunum og muni kosta um 80 milljónir króna. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir þennan kostnaðarauka aðallega hafa orðið til vegna óvænts kostnaðar við mikla og langa beina útsendingu Ríkissjónvarpsins frá fundinum. „En það er lagt í hana og við vinnum það með Sjónvarpinu til að auðvelda þjóðinni að eiga hlutdeild í fundinum með góðri og vandaðri sjónvarpsútsendingu. Það er nú það sem ég er upplýstur um að sé dýrara en menn höfðu gert ráð fyrir. En að öðru leyti er þetta með hefðbundnu og ef eitthvað er látlausara sniði,“ segir Steingrímur. En þótt þjóðin geti fylgst með hátíðarfundinum í sjónvarpi segir Steingrímur langt í frá að fólk sé ekki velkomið til Þingvalla til að minnast fullveldisafmælisins. „Almenningur er velkominn á Þingvöll. Þetta er þingfundur í heyranda hljóði og opinn eins og þeir eru jafnan. Fólk er að sjálfsögðu velkomið og við fögnum því að þeir sem áhuga hafa á komi og fylgist með fundinum og eiga vonandi þá með okkur notarlegan dag á Þingvöllum,“ segir forseti Alþingis. Hins vegar sé þetta ekki skipulagt eins og þjóðhátíð þar sem mikill fjöldi kæmi saman og því töluvert lagt upp úr vandaðri sjónvarpsútsendingu. Steingrímur býst ekki við að þingmenn taki upp önnur mál en sett hafi verið fyrir fundinn enda sé fundurinn unninn í mikilli og góðri samvinnu formanna allra flokka á Alþingi. Það sé aftur á móti full ástæða til að Alþingi fagni þessum merku tímamótum í sögu þjóðarinnar. „Hlutdeild Alþingis í þessu er auðvitað mikil. Vegna þess að það voru þingmenn og það var þingið sem stóð að samningum við Dani á sínum tíma. Það voru danska og íslenska þjóðþingið sem veittu í raun og veru umboðið til samninganna. Þesss vegna er þetta atburður sem Alþingi og reyndar danska þjóðþingið eru tengd mjög sterkum böndum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.
Alþingi Tengdar fréttir Gagnrýna vinnubrögð þingsins við bókastyrk vegna fullveldisafmælis Átta bókaútgefendur gagnrýna styrkveitingu Alþingi til Hins íslenska bókmenntafélags vegna útgáfu tveggja verka í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. 17. júlí 2018 08:48 80 milljónir í Þingvallafund Alþingis Áætlaður kostnaður við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum og hátíðarkvöldverð þingforseta er 70 til 80 milljónir króna. Allt að 78 prósent meira en kostnaðaráætlun hafði gert ráð fyrir. 17. júlí 2018 07:00 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Sjá meira
Gagnrýna vinnubrögð þingsins við bókastyrk vegna fullveldisafmælis Átta bókaútgefendur gagnrýna styrkveitingu Alþingi til Hins íslenska bókmenntafélags vegna útgáfu tveggja verka í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. 17. júlí 2018 08:48
80 milljónir í Þingvallafund Alþingis Áætlaður kostnaður við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum og hátíðarkvöldverð þingforseta er 70 til 80 milljónir króna. Allt að 78 prósent meira en kostnaðaráætlun hafði gert ráð fyrir. 17. júlí 2018 07:00