Plötusnúður verður forstjóri Goldman Sachs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. júlí 2018 14:13 David Solomon. Vísir/Getty Hinn 56 ára gamli bankamaður David Solomon mun taka við sem forstjóri Goldman Sachs þann 1. október næstkomandi. Solomon er reynslumikill bankamaður en starfar einnig sem plötusnúður. Solomon tekur við af Lloyd Blankfein sem stýrði bankanum bæði inn í og út úr bankakreppunni miklu árið 2008. Töluvert er síðan tilkynnt var um að Blankfein myndi hætta og hafa miklar vangaveltur verið uppi um hver myndi taka við. Solomon hefur undanfarin ár starfað sem framkvæmdastjóri bankans og segist hann vera þakklátur fyrir stöðuhækkunina. Athygli vekur að Solomon er virkur plötusnúður og er alls með 550 þúsund vikulega hlustendur á streymisveitunni Spotify. Solomon gaf nýverið út sitt fyrsta lag, svokallað remix af laginu Don't Stop með Fleetwood Mac. Solomon sérhæfir sig í rafrænni tónlist og spilar reglulega á börum og klúbbum í New York undir nafninu DJ D-Sol. Great to get some time on the decks at #theEMAwards. A post shared by D-Sol (@djdsolmusic) on Sep 23, 2017 at 8:32am PDT Tengdar fréttir Goldman Sachs fjárfestir 54 milljörðum í fyrirtæki rekin af konum Goldman Sachs hefur ákveðið að fjárfesta 500 milljónum bandaríkjadala í fyrirtæki sem eru stjórnað, stofnuð eða í eigu kvenna. 19. júní 2018 23:14 Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Hinn 56 ára gamli bankamaður David Solomon mun taka við sem forstjóri Goldman Sachs þann 1. október næstkomandi. Solomon er reynslumikill bankamaður en starfar einnig sem plötusnúður. Solomon tekur við af Lloyd Blankfein sem stýrði bankanum bæði inn í og út úr bankakreppunni miklu árið 2008. Töluvert er síðan tilkynnt var um að Blankfein myndi hætta og hafa miklar vangaveltur verið uppi um hver myndi taka við. Solomon hefur undanfarin ár starfað sem framkvæmdastjóri bankans og segist hann vera þakklátur fyrir stöðuhækkunina. Athygli vekur að Solomon er virkur plötusnúður og er alls með 550 þúsund vikulega hlustendur á streymisveitunni Spotify. Solomon gaf nýverið út sitt fyrsta lag, svokallað remix af laginu Don't Stop með Fleetwood Mac. Solomon sérhæfir sig í rafrænni tónlist og spilar reglulega á börum og klúbbum í New York undir nafninu DJ D-Sol. Great to get some time on the decks at #theEMAwards. A post shared by D-Sol (@djdsolmusic) on Sep 23, 2017 at 8:32am PDT
Tengdar fréttir Goldman Sachs fjárfestir 54 milljörðum í fyrirtæki rekin af konum Goldman Sachs hefur ákveðið að fjárfesta 500 milljónum bandaríkjadala í fyrirtæki sem eru stjórnað, stofnuð eða í eigu kvenna. 19. júní 2018 23:14 Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Goldman Sachs fjárfestir 54 milljörðum í fyrirtæki rekin af konum Goldman Sachs hefur ákveðið að fjárfesta 500 milljónum bandaríkjadala í fyrirtæki sem eru stjórnað, stofnuð eða í eigu kvenna. 19. júní 2018 23:14