Yfirvinnubann ljósmæðra hafið Sighvatur Arnmundsson og Daníel Freyr Birkisson skrifar 18. júlí 2018 06:00 Mótmælendur komu saman á Austurvelli í gær til stuðnings ljósmæðrum. Þeir hvöttu ríkisstjórnina til að vakna í málinu og gáfu henni rauða spjaldið. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti. Það bætist ofan á það neyðarástand sem verið hefur á Landspítalanum frá því í byrjun mánaðarins þegar fjöldi uppsagna tók gildi. Linda Kristmundsdóttir, deildarstjóri kvenna- og barnasviðs Landspítala, segir að álagstoppur hafi verið í fæðingum í gær og staðan verði bara erfiðari. Þegar blaðið fór í prentun höfðu þrettán börn fæðst á Landspítalanum það sem af var degi. Á síðasta ári og fyrstu fimm mánuði þessa árs fæddust að meðaltali um átta börn á dag. Linda segir að sú neyðaráætlun sem verið hefur í gildi haldist áfram óbreytt. Hins vegar hafi verið unnið að því síðustu daga að fá túlkun á því hvað megi gera og hvað megi ekki gera þegar yfirvinnubannið hefur tekið gildi. „Það gilda ákveðnar reglur og ákveðnir verkferlar. Það er hægt að sækja um undanþágur samkvæmt sérstökum undanþágulista. Við höfum verið að slípa þetta til því við vildum hafa þetta í lagi,“ segir Linda. Hún segir að við þessa vinnu hafi verið haft samráð við lögfræðinga spítalans auk BHM. Fyrst og fremst væru þetta spurningar um vinnurétt. Niðurstöðurnar voru fyrst kynntar stjórnendum á spítalanum og öðru starfsfólki í framhaldi af því.Páll Matthíasson. forstjóri Landspítalans.VísirPáll Matthíasson, forstjóri spítalans, sagði í gær að útlit væri fyrir að spítalinn þyrfti að leita til undanþágunefndar strax á miðnætti, þegar yfirvinnubannið tók gildi. Páll bendir á að yfirvinnubannið taki til allra ljósmæðra, þannig að erfiðara verði að nýta úrræði á öðrum heilbrigðisstofnunum. „Róðurinn mun ábyggilega þyngjast verulega og það er mjög alvarlegt því þetta hefur gengið hingað til með miklum tilfæringum. En þegar þetta þyngist líst okkur ekki á blikuna,“ segir Páll. Boðað var til mótmæla gegn ríkisstjórninni á Austurvelli í gær á meðan fundur stóð yfir á Alþingi. Nokkur hundruð manns mættu til stuðnings ljósmæðrum og gáfu mótmælendur ríkisstjórninni meðal annars rauða spjaldið. Næsti samningafundur í deilunni verður að óbreyttu ekki fyrr en næstkomandi mánudag. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari hefur þó sagt að hún muni flýta þeim fundi sé tilefni til þess. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Hundruð studdu við bakið á ljósmæðrum Deilan virðist í hnút eftir að samningafundur í síðustu viku bar ekki árangur. 17. júlí 2018 19:00 Gáfu ríkisstjórninni rauða spjaldið vegna ljósmæðradeilunnar Nokkur hundruð manns komu saman á Austurvelli klukkan 15 í dag til að mótmæla stöðunni sem upp er komin í kjaradeilu ljósmæðra. 17. júlí 2018 15:45 Segir að ekki megi mikið út af bregða svo hætta skapist á Landspítalanum vegna ljósmæðradeilunnar Alma D. Möller, landlæknir, segir í yfirlýsingu á vef embættisins að staðan í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins sé alvarleg og mikið áhyggjuefni. Hún segir aðstæðurnar sem nú séu uppi á Landspítalanum fordæmalausar. 16. júlí 2018 15:32 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sjá meira
Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti. Það bætist ofan á það neyðarástand sem verið hefur á Landspítalanum frá því í byrjun mánaðarins þegar fjöldi uppsagna tók gildi. Linda Kristmundsdóttir, deildarstjóri kvenna- og barnasviðs Landspítala, segir að álagstoppur hafi verið í fæðingum í gær og staðan verði bara erfiðari. Þegar blaðið fór í prentun höfðu þrettán börn fæðst á Landspítalanum það sem af var degi. Á síðasta ári og fyrstu fimm mánuði þessa árs fæddust að meðaltali um átta börn á dag. Linda segir að sú neyðaráætlun sem verið hefur í gildi haldist áfram óbreytt. Hins vegar hafi verið unnið að því síðustu daga að fá túlkun á því hvað megi gera og hvað megi ekki gera þegar yfirvinnubannið hefur tekið gildi. „Það gilda ákveðnar reglur og ákveðnir verkferlar. Það er hægt að sækja um undanþágur samkvæmt sérstökum undanþágulista. Við höfum verið að slípa þetta til því við vildum hafa þetta í lagi,“ segir Linda. Hún segir að við þessa vinnu hafi verið haft samráð við lögfræðinga spítalans auk BHM. Fyrst og fremst væru þetta spurningar um vinnurétt. Niðurstöðurnar voru fyrst kynntar stjórnendum á spítalanum og öðru starfsfólki í framhaldi af því.Páll Matthíasson. forstjóri Landspítalans.VísirPáll Matthíasson, forstjóri spítalans, sagði í gær að útlit væri fyrir að spítalinn þyrfti að leita til undanþágunefndar strax á miðnætti, þegar yfirvinnubannið tók gildi. Páll bendir á að yfirvinnubannið taki til allra ljósmæðra, þannig að erfiðara verði að nýta úrræði á öðrum heilbrigðisstofnunum. „Róðurinn mun ábyggilega þyngjast verulega og það er mjög alvarlegt því þetta hefur gengið hingað til með miklum tilfæringum. En þegar þetta þyngist líst okkur ekki á blikuna,“ segir Páll. Boðað var til mótmæla gegn ríkisstjórninni á Austurvelli í gær á meðan fundur stóð yfir á Alþingi. Nokkur hundruð manns mættu til stuðnings ljósmæðrum og gáfu mótmælendur ríkisstjórninni meðal annars rauða spjaldið. Næsti samningafundur í deilunni verður að óbreyttu ekki fyrr en næstkomandi mánudag. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari hefur þó sagt að hún muni flýta þeim fundi sé tilefni til þess.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Hundruð studdu við bakið á ljósmæðrum Deilan virðist í hnút eftir að samningafundur í síðustu viku bar ekki árangur. 17. júlí 2018 19:00 Gáfu ríkisstjórninni rauða spjaldið vegna ljósmæðradeilunnar Nokkur hundruð manns komu saman á Austurvelli klukkan 15 í dag til að mótmæla stöðunni sem upp er komin í kjaradeilu ljósmæðra. 17. júlí 2018 15:45 Segir að ekki megi mikið út af bregða svo hætta skapist á Landspítalanum vegna ljósmæðradeilunnar Alma D. Möller, landlæknir, segir í yfirlýsingu á vef embættisins að staðan í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins sé alvarleg og mikið áhyggjuefni. Hún segir aðstæðurnar sem nú séu uppi á Landspítalanum fordæmalausar. 16. júlí 2018 15:32 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sjá meira
Hundruð studdu við bakið á ljósmæðrum Deilan virðist í hnút eftir að samningafundur í síðustu viku bar ekki árangur. 17. júlí 2018 19:00
Gáfu ríkisstjórninni rauða spjaldið vegna ljósmæðradeilunnar Nokkur hundruð manns komu saman á Austurvelli klukkan 15 í dag til að mótmæla stöðunni sem upp er komin í kjaradeilu ljósmæðra. 17. júlí 2018 15:45
Segir að ekki megi mikið út af bregða svo hætta skapist á Landspítalanum vegna ljósmæðradeilunnar Alma D. Möller, landlæknir, segir í yfirlýsingu á vef embættisins að staðan í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins sé alvarleg og mikið áhyggjuefni. Hún segir aðstæðurnar sem nú séu uppi á Landspítalanum fordæmalausar. 16. júlí 2018 15:32