ESA krefur íslensk stjórnvöld um svör 18. júlí 2018 06:00 Dómsalur EFTA-dómstólsins sem er í Lúxemborg. ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hefur gefið íslenskum stjórnvöldum þrjá mánuði til þess að svara fyrir það hvers vegna ekki hafi verið gerðar viðeigandi ráðstafanir til að framfylgja dómi EFTA-dómstólsins um innflutningstakmarkanir sem féll í nóvember. EFTA-dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að íslensk löggjöf um innflutningstakmarkanir á fersku kjöti, eggjum og mjólkurvörum væri ólögleg. Ber stjórnvöldum að breyta lögum og reglum til samræmis við niðurstöðuna. Í bréfi sem ESA sendi íslenskum stjórnvöldum í síðustu viku segir að stjórnvöld hafi brotið gegn skyldum sínum með því að hafa ekki enn brugðist við dómnum átta mánuðum síðar. Þar kemur fram að á síðasta fundi fulltrúa stjórnvalda og ESA sem haldinn var 5. júní hafi fulltrúar stjórnvalda greint frá því að frumvarp þess efnis verði líklega lagt fram á næsta þingi. ESA segir í bréfinu að þótt enginn tímafrestur sé settur á breytingar á lögum í samræmi við EES-sáttmálann þurfi hins vegar að ganga til verks og koma breytingunum í gegn eins fljótt og unnt er. Þá geti stjórnvöld ekki borið fyrir sig erfiðar aðstæður heima fyrir eða hátt flækjustig. Telur ESA að íslensk stjórnvöld hafi haft nægan tíma til að uppfylla skyldur sínar og hefur eftirlitsstofnunin því krafist þess að stjórnvöld geri grein fyrir máli sínu innan þriggja mánaða. Verður þá lagt mat á hvort vísa þurfi málinu til EFTAdómstólsins eður ei. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Innleiðingarhallinn ekki mælst minni frá 2010 Umtalsvert hefur dregið úr innleiðingarhalla tilskipana og reglugerða sem falla undir EES-samninginn og hefur hann ekki verið minni frá 2010 í tilviki Íslands. 6. júlí 2018 08:16 Íslenska ríkið sakað um tvískinnung Lögmaður telur brýnt að eftirlitsstofnun EFTA útskýri að hvaða marki stjórnvöld megi, með beitingu innflæðishafta, víkja frá meginreglu EES-samningsins um frjálst flæði fjármagns. 10. maí 2018 07:15 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hefur gefið íslenskum stjórnvöldum þrjá mánuði til þess að svara fyrir það hvers vegna ekki hafi verið gerðar viðeigandi ráðstafanir til að framfylgja dómi EFTA-dómstólsins um innflutningstakmarkanir sem féll í nóvember. EFTA-dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að íslensk löggjöf um innflutningstakmarkanir á fersku kjöti, eggjum og mjólkurvörum væri ólögleg. Ber stjórnvöldum að breyta lögum og reglum til samræmis við niðurstöðuna. Í bréfi sem ESA sendi íslenskum stjórnvöldum í síðustu viku segir að stjórnvöld hafi brotið gegn skyldum sínum með því að hafa ekki enn brugðist við dómnum átta mánuðum síðar. Þar kemur fram að á síðasta fundi fulltrúa stjórnvalda og ESA sem haldinn var 5. júní hafi fulltrúar stjórnvalda greint frá því að frumvarp þess efnis verði líklega lagt fram á næsta þingi. ESA segir í bréfinu að þótt enginn tímafrestur sé settur á breytingar á lögum í samræmi við EES-sáttmálann þurfi hins vegar að ganga til verks og koma breytingunum í gegn eins fljótt og unnt er. Þá geti stjórnvöld ekki borið fyrir sig erfiðar aðstæður heima fyrir eða hátt flækjustig. Telur ESA að íslensk stjórnvöld hafi haft nægan tíma til að uppfylla skyldur sínar og hefur eftirlitsstofnunin því krafist þess að stjórnvöld geri grein fyrir máli sínu innan þriggja mánaða. Verður þá lagt mat á hvort vísa þurfi málinu til EFTAdómstólsins eður ei.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Innleiðingarhallinn ekki mælst minni frá 2010 Umtalsvert hefur dregið úr innleiðingarhalla tilskipana og reglugerða sem falla undir EES-samninginn og hefur hann ekki verið minni frá 2010 í tilviki Íslands. 6. júlí 2018 08:16 Íslenska ríkið sakað um tvískinnung Lögmaður telur brýnt að eftirlitsstofnun EFTA útskýri að hvaða marki stjórnvöld megi, með beitingu innflæðishafta, víkja frá meginreglu EES-samningsins um frjálst flæði fjármagns. 10. maí 2018 07:15 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Innleiðingarhallinn ekki mælst minni frá 2010 Umtalsvert hefur dregið úr innleiðingarhalla tilskipana og reglugerða sem falla undir EES-samninginn og hefur hann ekki verið minni frá 2010 í tilviki Íslands. 6. júlí 2018 08:16
Íslenska ríkið sakað um tvískinnung Lögmaður telur brýnt að eftirlitsstofnun EFTA útskýri að hvaða marki stjórnvöld megi, með beitingu innflæðishafta, víkja frá meginreglu EES-samningsins um frjálst flæði fjármagns. 10. maí 2018 07:15