Bein útsending: Tælensku drengirnir halda heim Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. júlí 2018 10:58 Drengirnir yfirgáfu sjúkrahúsið í morgun. Vísir/EPA Tælensku drengirnir tólf sem fastir voru í helli í rúmar tvær vikur eru nú loks á heimleið. Þeir hafa varið síðustu dögum á sjúkrahúsi í norðurhluta landsins þar sem hlúð hefur verið að þeim eftir hremmingarnar. Þeir hafa nú verið útskrifaðir og munu þeir halda blaðamannafund síðar í dag. Hér að neðan má sjá beina útsendingu Sky News þar sem fjallað er um heimkomuna. Þá mun sjónvarpsstöðin sýna beint frá blaðamannafundinum á eftir. Þetta verður í fyrsta sinn sem drengirnir ávarpa fjölmiðla opinberlega eftir að þeir losnuðu úr prísundinni. Alþjóðasamfélagið fylgdist spennt með þegar fjölþjóðlegur hópur kafarara sótti strákana niður í hellakerfið, þar sem þeir höfðu hírst í um 16 sólarhringa. Að fundinum loknum munu drengirnir halda heim til fjölskyldna sinna. Blaðamönnum gefst færi á að spyrja drengina spjörunum úr - „en eftir fundinn mun daglegt líf þeirra hefjast á nýju fjarri auga fjölmiðlanna,“ er haft eftir talsmanni tælenskra stjórnvalda. Þau vonast til að fjölmiðlamenn gefi drengjunum svigrúm til að jafna sig enda hafi þeir verið undir miklu sálrænu álagi á síðustu vikum. Í því samhengi má nefna að fjölmiðlamenn þurftu að fá samþykki stjórnvalda fyrir þeim spurningum sem þeir vildu bera undir strákana. Barnasálfræðingur hafði yfirumsjón með samþykktarferlinu til að tryggja velferð drengjanna. Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Fótboltastrákarnir útskrifaðir af spítala degi fyrr en áætlað var Taílensku fótboltastrákarnir tólf og þjálfari þeirra verða útskrifaðir degi fyrr en áætlað var, nánar tiltekið á morgun. 17. júlí 2018 15:13 Þakkar þjálfaranum fyrir gott ástand drengjanna Læknir sem skoðað hefur drengina tólf og metið ástand þeirra eftir 17 daga dvöl í hellinum í Taílandi segir þá í góðu ástandi miðað við aðstæður. 11. júlí 2018 10:26 Rétt náðu að bjarga síðasta drengnum áður en dælan bilaði Ekki mátti miklu muna að björgun tælensku drengjanna, sem hírst höfðu í helli í rúmar 2 vikur, hefði farið út um þúfur. 11. júlí 2018 06:27 Mátti litlu muna að björgun drengjanna yrði að stórslysi Nýtt myndband sem taílenski sjóherinn birti á Facebook-síðu sinni í gær frá björgun fótboltastrákanna tólf og þjálfara þeirra sýnir vel við hversu erfiðar aðstæður björgunin fór fram. 12. júlí 2018 09:00 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Tælensku drengirnir tólf sem fastir voru í helli í rúmar tvær vikur eru nú loks á heimleið. Þeir hafa varið síðustu dögum á sjúkrahúsi í norðurhluta landsins þar sem hlúð hefur verið að þeim eftir hremmingarnar. Þeir hafa nú verið útskrifaðir og munu þeir halda blaðamannafund síðar í dag. Hér að neðan má sjá beina útsendingu Sky News þar sem fjallað er um heimkomuna. Þá mun sjónvarpsstöðin sýna beint frá blaðamannafundinum á eftir. Þetta verður í fyrsta sinn sem drengirnir ávarpa fjölmiðla opinberlega eftir að þeir losnuðu úr prísundinni. Alþjóðasamfélagið fylgdist spennt með þegar fjölþjóðlegur hópur kafarara sótti strákana niður í hellakerfið, þar sem þeir höfðu hírst í um 16 sólarhringa. Að fundinum loknum munu drengirnir halda heim til fjölskyldna sinna. Blaðamönnum gefst færi á að spyrja drengina spjörunum úr - „en eftir fundinn mun daglegt líf þeirra hefjast á nýju fjarri auga fjölmiðlanna,“ er haft eftir talsmanni tælenskra stjórnvalda. Þau vonast til að fjölmiðlamenn gefi drengjunum svigrúm til að jafna sig enda hafi þeir verið undir miklu sálrænu álagi á síðustu vikum. Í því samhengi má nefna að fjölmiðlamenn þurftu að fá samþykki stjórnvalda fyrir þeim spurningum sem þeir vildu bera undir strákana. Barnasálfræðingur hafði yfirumsjón með samþykktarferlinu til að tryggja velferð drengjanna.
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Fótboltastrákarnir útskrifaðir af spítala degi fyrr en áætlað var Taílensku fótboltastrákarnir tólf og þjálfari þeirra verða útskrifaðir degi fyrr en áætlað var, nánar tiltekið á morgun. 17. júlí 2018 15:13 Þakkar þjálfaranum fyrir gott ástand drengjanna Læknir sem skoðað hefur drengina tólf og metið ástand þeirra eftir 17 daga dvöl í hellinum í Taílandi segir þá í góðu ástandi miðað við aðstæður. 11. júlí 2018 10:26 Rétt náðu að bjarga síðasta drengnum áður en dælan bilaði Ekki mátti miklu muna að björgun tælensku drengjanna, sem hírst höfðu í helli í rúmar 2 vikur, hefði farið út um þúfur. 11. júlí 2018 06:27 Mátti litlu muna að björgun drengjanna yrði að stórslysi Nýtt myndband sem taílenski sjóherinn birti á Facebook-síðu sinni í gær frá björgun fótboltastrákanna tólf og þjálfara þeirra sýnir vel við hversu erfiðar aðstæður björgunin fór fram. 12. júlí 2018 09:00 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Fótboltastrákarnir útskrifaðir af spítala degi fyrr en áætlað var Taílensku fótboltastrákarnir tólf og þjálfari þeirra verða útskrifaðir degi fyrr en áætlað var, nánar tiltekið á morgun. 17. júlí 2018 15:13
Þakkar þjálfaranum fyrir gott ástand drengjanna Læknir sem skoðað hefur drengina tólf og metið ástand þeirra eftir 17 daga dvöl í hellinum í Taílandi segir þá í góðu ástandi miðað við aðstæður. 11. júlí 2018 10:26
Rétt náðu að bjarga síðasta drengnum áður en dælan bilaði Ekki mátti miklu muna að björgun tælensku drengjanna, sem hírst höfðu í helli í rúmar 2 vikur, hefði farið út um þúfur. 11. júlí 2018 06:27
Mátti litlu muna að björgun drengjanna yrði að stórslysi Nýtt myndband sem taílenski sjóherinn birti á Facebook-síðu sinni í gær frá björgun fótboltastrákanna tólf og þjálfara þeirra sýnir vel við hversu erfiðar aðstæður björgunin fór fram. 12. júlí 2018 09:00