Segir Markle bera ábyrgð á dauða föður þeirra Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júlí 2018 11:52 Hertogahjónin af Sussex, Meghan Markle og Harry Bretaprins, á minningarviðburði um Nelson Mandela í gær. Vísir/getty Samantha Markle, hálfsystir Meghan Markle, hertogaynjunnar af Sussex, segir systur sína ábyrga fyrir dauða föður þeirra, ef til hans kæmi. Breski slúðurmiðillinn Daily Mail greinir frá þessu og birtir skjáskot af læstum Twitter-reikningi Samönthu. Samantha var harðorð í garð systur sinnar á Twitter á þriðjudagskvöld. Hún birti meðal annars hlekk á umfjöllun um minningarviðburð Nelsons Mandela, sem hertogahjónin af Sussex mættu á, og spurði hvort Markle gæti ekki frekar hugnast að heiðra sinn eigin föður, Thomas Markle. „Nú er nóg komið. Láttu eins og mannvinur, láttu eins og kona! Ef faðir okkar deyr kenni ég þér um það, Meg!“ skrifaði Samantha í gærkvöldi. Þá gagnrýndi hún systur sína fyrir að „hunsa sinn eigin föður“ og sagði að hann ætti ekki að þurfa að skammast sín heldur konungsfjölskyldan sjálf. Föðurfjölskylda Meghan hefur verið henni nokkur fjötur um fót síðan hún trúlofaðist Harry Bretaprins og þá sérstaklega faðir hennar, sem ítrekað hefur rætt einkalíf hennar í fjölmiðlum. Hann sagðist nýlega hafa áhyggjur af velferð dóttur sinnar innan bresku konungsfjölskyldunnar og sagði að sér sýndist hún óttaslegin. Þá nái hann ekki lengur sambandi við hana. Kóngafólk Tengdar fréttir Hertogaynjurnar fylgdust með Wimbledon Svilkonurnar Kate Middleton, hertogaynja af Cambridge og Meghan Markle, hertogaynja af Sussex, fylgdust saman með úrslitaleik kvenna á Wimbledon-mótinu í dag. 14. júlí 2018 17:26 Hefur aldrei hitt Harry tengdason sinn og þurfti að kalla hann „H“ Thomas Markle veitti Good Morning Britain fyrsta einkaviðtalið eftir brúðkaup Meghan og Harry. 18. júní 2018 09:30 Segir dóttur sína óttaslegna innan konungsfjölskyldunnar Thomas Markle, faðir Meghan Markle hertogaynju af Sussex, segist hafa áhyggjur af velferð dóttur sinnar innan bresku konungsfjölskyldunnar. 15. júlí 2018 19:17 Mest lesið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira
Samantha Markle, hálfsystir Meghan Markle, hertogaynjunnar af Sussex, segir systur sína ábyrga fyrir dauða föður þeirra, ef til hans kæmi. Breski slúðurmiðillinn Daily Mail greinir frá þessu og birtir skjáskot af læstum Twitter-reikningi Samönthu. Samantha var harðorð í garð systur sinnar á Twitter á þriðjudagskvöld. Hún birti meðal annars hlekk á umfjöllun um minningarviðburð Nelsons Mandela, sem hertogahjónin af Sussex mættu á, og spurði hvort Markle gæti ekki frekar hugnast að heiðra sinn eigin föður, Thomas Markle. „Nú er nóg komið. Láttu eins og mannvinur, láttu eins og kona! Ef faðir okkar deyr kenni ég þér um það, Meg!“ skrifaði Samantha í gærkvöldi. Þá gagnrýndi hún systur sína fyrir að „hunsa sinn eigin föður“ og sagði að hann ætti ekki að þurfa að skammast sín heldur konungsfjölskyldan sjálf. Föðurfjölskylda Meghan hefur verið henni nokkur fjötur um fót síðan hún trúlofaðist Harry Bretaprins og þá sérstaklega faðir hennar, sem ítrekað hefur rætt einkalíf hennar í fjölmiðlum. Hann sagðist nýlega hafa áhyggjur af velferð dóttur sinnar innan bresku konungsfjölskyldunnar og sagði að sér sýndist hún óttaslegin. Þá nái hann ekki lengur sambandi við hana.
Kóngafólk Tengdar fréttir Hertogaynjurnar fylgdust með Wimbledon Svilkonurnar Kate Middleton, hertogaynja af Cambridge og Meghan Markle, hertogaynja af Sussex, fylgdust saman með úrslitaleik kvenna á Wimbledon-mótinu í dag. 14. júlí 2018 17:26 Hefur aldrei hitt Harry tengdason sinn og þurfti að kalla hann „H“ Thomas Markle veitti Good Morning Britain fyrsta einkaviðtalið eftir brúðkaup Meghan og Harry. 18. júní 2018 09:30 Segir dóttur sína óttaslegna innan konungsfjölskyldunnar Thomas Markle, faðir Meghan Markle hertogaynju af Sussex, segist hafa áhyggjur af velferð dóttur sinnar innan bresku konungsfjölskyldunnar. 15. júlí 2018 19:17 Mest lesið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira
Hertogaynjurnar fylgdust með Wimbledon Svilkonurnar Kate Middleton, hertogaynja af Cambridge og Meghan Markle, hertogaynja af Sussex, fylgdust saman með úrslitaleik kvenna á Wimbledon-mótinu í dag. 14. júlí 2018 17:26
Hefur aldrei hitt Harry tengdason sinn og þurfti að kalla hann „H“ Thomas Markle veitti Good Morning Britain fyrsta einkaviðtalið eftir brúðkaup Meghan og Harry. 18. júní 2018 09:30
Segir dóttur sína óttaslegna innan konungsfjölskyldunnar Thomas Markle, faðir Meghan Markle hertogaynju af Sussex, segist hafa áhyggjur af velferð dóttur sinnar innan bresku konungsfjölskyldunnar. 15. júlí 2018 19:17