Lífið

Segir dóttur sína óttaslegna innan konungsfjölskyldunnar

Sylvía Hall skrifar
Thomas segir það vera augljóst að dóttur sinni líði ekki vel.
Thomas segir það vera augljóst að dóttur sinni líði ekki vel. Vísir/Getty
Thomas Markle, faðir Meghan Markle hertogaynju af Sussex, segist hafa áhyggjur af velferð dóttur sinnar innan bresku konungsfjölskyldunnar. Hann segir dóttur sína vera óttaslegna og hann eigi erfitt með að ná sambandi við hana.

Thomas vakti mikla athygli í maí síðastliðnum í aðdraganda brúðkaups dóttur sinnar þegar hann leyfði paparazzi-ljósmyndara taka myndir af sér fyrir háar upphæðir. Á myndunum mátti sjá hann búa sig undir brúðkaupið með fatakaupum og greinalestri um brúðkaupið.

Sjá einnig:  Ljósmyndahneyksli varpar skugga á konunglega brúðkaupið

Thomas, sem var ekki viðstaddur brúðkaup dóttur sinnar vegna veikinda, segist ekki hafa talað við dóttur sína síðan fyrir brúðkaupið þegar hann tilkynnti henni að hann gæti ekki komið vegna heilsu sinnar. Hann segir aldrei hafa liðið svo langt á milli samskipta þeirra.

„Símanúmerið sem ég hafði notað til að hringja í Meghan svarar ekki lengur og ég er ekki með heimilisfangið hennar. Ég get sent eitthvað til hallarinnar, en það er ekki víst að það berist til hennar.“

Hann segist vera áhyggjufullur um líðan dóttur sinnar og hún sé ekki lík sjálfri sér á nýlegum myndum. Það sé sársauki í andliti hennar og telur hann að álagið sé of mikið fyrir hana.

„Ég sé það í augunum á henni, ég sé það á andlitinu hennar og ég sé það í brosinu hennar. Ég hef séð hana brosa í mörg ár. Ég þekki brosið hennar. Mér líkar ekki það sem ég sé núna.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.