Hrafnhildur missti 30 kíló og sankar nú að sér milljónum áhorfa á YouTube Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júlí 2018 14:45 Myndbönd Hrafnhildar fjalla flest um lífsstíl og förðun. Vísir/Samsett Hrafnhildur Rafnsdóttir, tvítugur í bókmenntafræðinemi, heldur úti YouTube-rásinni Cassidy‘s DIYs og hefur sankað að sér áskrifendum í tugþúsundatali. Samtals hefur verið horft á myndbönd Hrafnhildar, sem flest fjalla um lífsstíl og förðun, yfir sex milljón sinnum.Hrafnhildur Rafnsdóttir.Mynd/Aðsend„Þetta byrjaði allt á myndböndum sem ég gerði í kringum uppáhalds hljómsveitina mína, One Direction, á sínum tíma. Ég var ekkert að pæla í því sem ég var að gera, setti þetta bara á netið og hugsaði ekki um neinar tölur eða neitt,“ segir Hrafnhildur í samtali við Vísi en hún hóf YouTube-ferilinn fimmtán ára gömul. Fyrst um sinn talaði Hrafnhildur ekkert í myndböndunum og sýndi heldur ekki á sér andlitið. Þegar vinsældirnar jukust hófu áskrifendur í auknum mæli að biðja hana að koma fram í mynd. Hrafnhildur varð á endanum við því og hóf auk þess að fjalla um annað en bara One Direction.Þyngdartapið vinsælt áhorfsefni Hrafnhildur missti 30 kíló fyrir nokkrum árum og fjallar eitt vinsælasta myndband hennar, sem hefur nú verið horft á tæplega 840 þúsund sinnum, um þyngdartapið. „Þá hugsaði ég alveg, ókei, vá, og gerði fleiri myndbönd í þeim dúr. Og það gekk vel en núna geri ég alls konar myndbönd, um förðun og lífsstíl og svoleiðis,“ segir Hrafnhildur. Fleiri myndbönd úr smiðju Hrafnhildar hafa náð viðlíka vinsældum en tvö þeirra hafa sankað að sér yfir milljón áhorfum hvort.Þá deildi Hrafnhildur nafni sínu nýlega með áskrifendum sínum en hún hafði gengið undir dulnefninu Cassidy, og er rásin enn kennd við hana. „Ég faldi þetta alltaf frá Íslandi. Það var ekki fyrr en ég byrjaði hjá Áttunni að þau hjálpuðu mér að íslenska þetta og færa út fyrir rammann,“ segir Hrafnhildur en myndbönd hennar hingað til hafa öll verið á ensku. Um næstu skref segir Hrafnhildur að hún hafi mörg járn í eldinum. Hún hóf nýverið störf hjá samfélagsmiðlahópnum Áttunni og skrifar á vef hópsins, attan.is, auk þess sem hún skrifaði undir samning hjá umboðsskrifstofunni Creative Artists Iceland fyrir skömmu. Þá séu spennandi hlutir í bígerð á YouTube-rásinni, Cassidy‘s DIYs.Hér að neðan má sjá nýjasta myndbandið úr smiðju Hrafnhildar. Þá má nálgast YouTube-rás hennar hér. Samfélagsmiðlar Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sjá meira
Hrafnhildur Rafnsdóttir, tvítugur í bókmenntafræðinemi, heldur úti YouTube-rásinni Cassidy‘s DIYs og hefur sankað að sér áskrifendum í tugþúsundatali. Samtals hefur verið horft á myndbönd Hrafnhildar, sem flest fjalla um lífsstíl og förðun, yfir sex milljón sinnum.Hrafnhildur Rafnsdóttir.Mynd/Aðsend„Þetta byrjaði allt á myndböndum sem ég gerði í kringum uppáhalds hljómsveitina mína, One Direction, á sínum tíma. Ég var ekkert að pæla í því sem ég var að gera, setti þetta bara á netið og hugsaði ekki um neinar tölur eða neitt,“ segir Hrafnhildur í samtali við Vísi en hún hóf YouTube-ferilinn fimmtán ára gömul. Fyrst um sinn talaði Hrafnhildur ekkert í myndböndunum og sýndi heldur ekki á sér andlitið. Þegar vinsældirnar jukust hófu áskrifendur í auknum mæli að biðja hana að koma fram í mynd. Hrafnhildur varð á endanum við því og hóf auk þess að fjalla um annað en bara One Direction.Þyngdartapið vinsælt áhorfsefni Hrafnhildur missti 30 kíló fyrir nokkrum árum og fjallar eitt vinsælasta myndband hennar, sem hefur nú verið horft á tæplega 840 þúsund sinnum, um þyngdartapið. „Þá hugsaði ég alveg, ókei, vá, og gerði fleiri myndbönd í þeim dúr. Og það gekk vel en núna geri ég alls konar myndbönd, um förðun og lífsstíl og svoleiðis,“ segir Hrafnhildur. Fleiri myndbönd úr smiðju Hrafnhildar hafa náð viðlíka vinsældum en tvö þeirra hafa sankað að sér yfir milljón áhorfum hvort.Þá deildi Hrafnhildur nafni sínu nýlega með áskrifendum sínum en hún hafði gengið undir dulnefninu Cassidy, og er rásin enn kennd við hana. „Ég faldi þetta alltaf frá Íslandi. Það var ekki fyrr en ég byrjaði hjá Áttunni að þau hjálpuðu mér að íslenska þetta og færa út fyrir rammann,“ segir Hrafnhildur en myndbönd hennar hingað til hafa öll verið á ensku. Um næstu skref segir Hrafnhildur að hún hafi mörg járn í eldinum. Hún hóf nýverið störf hjá samfélagsmiðlahópnum Áttunni og skrifar á vef hópsins, attan.is, auk þess sem hún skrifaði undir samning hjá umboðsskrifstofunni Creative Artists Iceland fyrir skömmu. Þá séu spennandi hlutir í bígerð á YouTube-rásinni, Cassidy‘s DIYs.Hér að neðan má sjá nýjasta myndbandið úr smiðju Hrafnhildar. Þá má nálgast YouTube-rás hennar hér.
Samfélagsmiðlar Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sjá meira