Innlent

Táknrænar aðgerðir þingmanna á hátíðarfundi

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Margir þingmenn úr hinum mismunandi stjórnmálaflokkum sýndu þá óánægju sína í ljós með því að bera sérstaka límmiða til höfuðs rasisma með áletruninni "Nej til racisme“ eða "Nei við kynþáttahyggju“.
Margir þingmenn úr hinum mismunandi stjórnmálaflokkum sýndu þá óánægju sína í ljós með því að bera sérstaka límmiða til höfuðs rasisma með áletruninni "Nej til racisme“ eða "Nei við kynþáttahyggju“. Andrés Ingi
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gekk út af þingfundi, sem haldinn var á Þingvöllum í dag, þegar hin umdeilda Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, hóf að flytja mál sitt. Þingflokkur Pírata ákvað skömmu áður en hátíðarfundurinn hófst að sniðganga hann með öllu.

Margir þingmenn úr hinum mismunandi stjórnmálaflokkum sýndu þá óánægju sína í ljós með því að bera sérstaka límmiða til höfuðs rasisma með áletruninni „Nej til racisme“ eða „Nei við kynþáttahyggju“.

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, lét í mótmælaskyni prenta límmiðana. Í samtali við fréttastofu sagði Andrés: „Ég gerði þá á dönsku til að skilaboðin rötuðu rétta leið“. Hann segir að þrátt fyrir að mótmælaaðgerðirnar séu smáar í sniðum sýni þær samt skýra afstöðu þingmannanna.

Helga Vala Helgadóttir vék af fundi þegar Pia Kjærsgaard, forseti danska þjóðþingsins, steig upp í pontu.Vísir/Einar Árnason
Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, flutti í dag ávarp fyrir hönd dönsku þjóðarinnar á hátíðarþingfundi. Pia stofnaði Danska þjóðarflokkinn árið 1995 auk þess sem hún var formaður flokksins frá stofnun til ársins 2012.

Pia er umdeildur stjórnmálamaður á Norðurlöndunum og ekki síst vegna framgöngu sinnar í innflytjendamálum og baráttu hennar gegn fjölmenningu og Íslam.

Borið hefur á mikilli óánægju á samfélagsmiðlum vegna ákvörðunarinnar að fá Piu hingað til lands til þess að flytja ávarp á hátíðarfundinum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×