Barry kominn á Sogn eftir þrjár vikur á Hólmsheiði Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 19. júlí 2018 06:00 Barry Von Tuijl, refsifangi á Kvíabryggju, missti fótlegg í slysi. Stöð 2 Barry Van Tuijl, fangi frá Hollandi, er kominn á Sogn eftir dvöl í tæpan mánuð í fangelsinu á Hólmsheiði þangað sem hann var fluttur vegna agabrots í opna fangelsinu á Kvíabryggju. Eins og Fréttablaðið greindi frá var Barry fluttur frá Kvíabryggju á Hólmsheiði eftir spjall við fyrrverandi samfanga á golfvellinum á Kvíabryggju. Flutningur úr opnu yfir í lokað fangelsi er mjög íþyngjandi fyrir fanga enda mun meira frjálsræði í opnum fangelsum. Barry kærði ákvörðunina til dómsmálaráðuneytisins sem felldi ákvörðun Fangelsismálastofnunar úr gildi á þeim grundvelli að brotið hefði verið gegn meðalhófsreglu enda hefði mátt beita vægari agaviðurlögum. Skrifleg áminning eða takmörkun á heimsóknum hefðu átt betur við enda ekki um alvarlegt agabrot að ræða. Þá hafi Barry ekki verið látinn sæta agaviðurlögum áður. „Það var ósk Barrys sjálfs að fara á Sogn frekar en snúa aftur að Kvíabryggju,“ segir Guðmundur St. Ragnarsson, lögmaður Barrys, aðspurður hvers vegna Barry snýr ekki aftur til Kvíabryggju eftir úrskurð ráðuneytisins. Sogn er annað tveggja opinna fangelsa hér á landi ásamt Kvíabryggju. Í úrskurði ráðuneytisins er ekki loku fyrir það skotið að ákveða megi ný agaviðurlög fyrir Barry. „Mér finnst nú ólíklegt að hann fái ný agaviðurlög en það kemur í ljós,“ segir Guðmundur og bendir á að Barry hafi þegar verið vistaður með ólögmætum hætti í þrjár vikur á Hólmsheiði og hljóti því að teljast hafa tekið út næga refsingu. Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Tengdar fréttir Einfættur fangi fær ekki náðun Alvarlega líkamlega fatlaður fangi býr við óviðunandi aðstæður í íslensku fangelsi. Ráðherra synjaði honum um náðun. Skilyrði náðunar að afplánun hafi alvarlegar afleiðingar fyrir velferð fanga. 12. janúar 2018 07:00 Fluttur á Hólmsheiði fyrir spjall á golfvelli Fangi á Kvíabryggju var fluttur í lokað fangelsi eftir spjall á golfvelli fangelsisins. Fanganum er lýst sem fyrirmyndarfanga. Félag fanga segir fangelsisyfirvöld beita hörku í agaviðurlögum og telja að um brot á meðalhófi sé að ræða. 28. júní 2018 06:00 Ráðuneyti fellir of þunga refsingu gagnvart fötluðum fanga úr gildi Ráðuneytið segir Fangelsismálastofnun hafa farið strangar í sakirnar en nauðsyn bar til í máli Barry. 12. júlí 2018 14:19 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira
Barry Van Tuijl, fangi frá Hollandi, er kominn á Sogn eftir dvöl í tæpan mánuð í fangelsinu á Hólmsheiði þangað sem hann var fluttur vegna agabrots í opna fangelsinu á Kvíabryggju. Eins og Fréttablaðið greindi frá var Barry fluttur frá Kvíabryggju á Hólmsheiði eftir spjall við fyrrverandi samfanga á golfvellinum á Kvíabryggju. Flutningur úr opnu yfir í lokað fangelsi er mjög íþyngjandi fyrir fanga enda mun meira frjálsræði í opnum fangelsum. Barry kærði ákvörðunina til dómsmálaráðuneytisins sem felldi ákvörðun Fangelsismálastofnunar úr gildi á þeim grundvelli að brotið hefði verið gegn meðalhófsreglu enda hefði mátt beita vægari agaviðurlögum. Skrifleg áminning eða takmörkun á heimsóknum hefðu átt betur við enda ekki um alvarlegt agabrot að ræða. Þá hafi Barry ekki verið látinn sæta agaviðurlögum áður. „Það var ósk Barrys sjálfs að fara á Sogn frekar en snúa aftur að Kvíabryggju,“ segir Guðmundur St. Ragnarsson, lögmaður Barrys, aðspurður hvers vegna Barry snýr ekki aftur til Kvíabryggju eftir úrskurð ráðuneytisins. Sogn er annað tveggja opinna fangelsa hér á landi ásamt Kvíabryggju. Í úrskurði ráðuneytisins er ekki loku fyrir það skotið að ákveða megi ný agaviðurlög fyrir Barry. „Mér finnst nú ólíklegt að hann fái ný agaviðurlög en það kemur í ljós,“ segir Guðmundur og bendir á að Barry hafi þegar verið vistaður með ólögmætum hætti í þrjár vikur á Hólmsheiði og hljóti því að teljast hafa tekið út næga refsingu.
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Tengdar fréttir Einfættur fangi fær ekki náðun Alvarlega líkamlega fatlaður fangi býr við óviðunandi aðstæður í íslensku fangelsi. Ráðherra synjaði honum um náðun. Skilyrði náðunar að afplánun hafi alvarlegar afleiðingar fyrir velferð fanga. 12. janúar 2018 07:00 Fluttur á Hólmsheiði fyrir spjall á golfvelli Fangi á Kvíabryggju var fluttur í lokað fangelsi eftir spjall á golfvelli fangelsisins. Fanganum er lýst sem fyrirmyndarfanga. Félag fanga segir fangelsisyfirvöld beita hörku í agaviðurlögum og telja að um brot á meðalhófi sé að ræða. 28. júní 2018 06:00 Ráðuneyti fellir of þunga refsingu gagnvart fötluðum fanga úr gildi Ráðuneytið segir Fangelsismálastofnun hafa farið strangar í sakirnar en nauðsyn bar til í máli Barry. 12. júlí 2018 14:19 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira
Einfættur fangi fær ekki náðun Alvarlega líkamlega fatlaður fangi býr við óviðunandi aðstæður í íslensku fangelsi. Ráðherra synjaði honum um náðun. Skilyrði náðunar að afplánun hafi alvarlegar afleiðingar fyrir velferð fanga. 12. janúar 2018 07:00
Fluttur á Hólmsheiði fyrir spjall á golfvelli Fangi á Kvíabryggju var fluttur í lokað fangelsi eftir spjall á golfvelli fangelsisins. Fanganum er lýst sem fyrirmyndarfanga. Félag fanga segir fangelsisyfirvöld beita hörku í agaviðurlögum og telja að um brot á meðalhófi sé að ræða. 28. júní 2018 06:00
Ráðuneyti fellir of þunga refsingu gagnvart fötluðum fanga úr gildi Ráðuneytið segir Fangelsismálastofnun hafa farið strangar í sakirnar en nauðsyn bar til í máli Barry. 12. júlí 2018 14:19