Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Sveinn Arnarsson skrifar 19. júlí 2018 07:00 Fæðingardeild Landspítalans er þétt setin og yfirfullt er á Akureyri. Von er á fleiri þunguðum konum til Akureyrar frá Reykjavík á næstu dögum. Mikið álag er á starfsfólki vegna kjaradeilunnar, sem enn er í hnút. Vísir/VALLI Tvívegis þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. Boðað hefur verið til nýs fundar í deilunni í dag og vonast ljósmæður eftir því að nýtt tilboð verði á borðinu. Níu börn höfðu fæðst á Landspítalanum í gær þegar Fréttablaðið fór í prentun. Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítala, segir neyðarástand vera á fæðingardeildinni og mikilvægt sé að rofi til milli deiluaðila sem fyrst. „Það er mikið álag á þeim starfsmönnum og við finnum einnig fyrir álagi og kvíða hjá verðandi mæðrum og fjölskyldum þeirra. Það viljum við ekki sjá. Einnig höfum við heyrt að verðandi mæður veigri sér við að hringja í okkur því þær telji sig vera að trufla okkur. Við viljum einmitt beina því til allra verðandi mæðra að hafa samband við okkur ef þær telja sig þurfa á þjónustu okkar að halda,“ segir Linda. „Við höfum þurft í tvígang að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra. Það er neyðarástand og það skiptir öllu máli að deiluaðilar nái sáttum sem allra fyrst.“ Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari.Edda Guðrún Kristinsdóttir, ljósmóðir á vakt á Sjúkrahúsinu á Akureyri, sagði neyðarmönnun fæðingardeildar sjúkrahússins þannig að ein ljósmóðir væri á vakt og önnur á bakvakt. Staðan væri viðráðanleg en ljóst að lítið þyrfti út af að bregða. „Við erum að taka á móti konum frá Reykjavík sem Landspítali sendir frá sér vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í Reykjavík. Þótt staðan sé slæm hér er hún verri í Reykjavík. Því höfum við verið að taka við konum frá þeim og von er á fleiri konum til okkar á næstu dögum,“ segir Edda.„Einnig misstum við eina ljósmóður í langtímaveikindi og því er mönnun hjá okkur afar knöpp. Þetta er viðráðanlegt eins og staðan er núna en ég veit ekki alveg hvernig helgin verður.“ Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir það hafa komið sér á óvart að boðað hafi verið til fundar í dag, fimmtudag, hjá ríkissáttasemjara. „Það hafði verið boðað til nýs fundar á mánudaginn í næstu viku og því kom þetta nokkuð á óvart. En við vonum þá að það sé eitthvað á borðinu,“ segir Katrín Sif. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari vildi ekki tjá sig um hvort til stæði að hún legði fram sáttatillögu á fundinum eða að nýtt tilboð væri væntanlegt frá samninganefnd ríkisins. „Ég get ekki tjáð mig um efni fundarins og deilan leysist við borðið en ekki í fjölmiðlum. Hins vegar taldi ég eðlilegt í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi að efna til fundar með það að markmiði að deiluaðilar nái saman,“ segir Bryndís. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Ekki útlit fyrir að sækja þurfi um undanþágur á Landspítalanum í kvöld og nótt Sótt var um undanþágu á tveimur deildum Landspítalans í nótt, meðgöngu- og sængurlegudeild og á fæðingargangi, vegna yfirvinnubanns ljósmæðra sem tók gildi á miðnætti. 18. júlí 2018 16:39 Yfirvinnubann ljósmæðra hafið Álagstoppur var í fæðingum á Landspítalanum í gær og segir framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs stöðuna bara verða erfiðari. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti og búist er við þungum róðri. 18. júlí 2018 06:00 Álagið komið að þolmörkum á Landspítalanum 18. júlí 2018 19:45 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Tvívegis þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. Boðað hefur verið til nýs fundar í deilunni í dag og vonast ljósmæður eftir því að nýtt tilboð verði á borðinu. Níu börn höfðu fæðst á Landspítalanum í gær þegar Fréttablaðið fór í prentun. Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítala, segir neyðarástand vera á fæðingardeildinni og mikilvægt sé að rofi til milli deiluaðila sem fyrst. „Það er mikið álag á þeim starfsmönnum og við finnum einnig fyrir álagi og kvíða hjá verðandi mæðrum og fjölskyldum þeirra. Það viljum við ekki sjá. Einnig höfum við heyrt að verðandi mæður veigri sér við að hringja í okkur því þær telji sig vera að trufla okkur. Við viljum einmitt beina því til allra verðandi mæðra að hafa samband við okkur ef þær telja sig þurfa á þjónustu okkar að halda,“ segir Linda. „Við höfum þurft í tvígang að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra. Það er neyðarástand og það skiptir öllu máli að deiluaðilar nái sáttum sem allra fyrst.“ Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari.Edda Guðrún Kristinsdóttir, ljósmóðir á vakt á Sjúkrahúsinu á Akureyri, sagði neyðarmönnun fæðingardeildar sjúkrahússins þannig að ein ljósmóðir væri á vakt og önnur á bakvakt. Staðan væri viðráðanleg en ljóst að lítið þyrfti út af að bregða. „Við erum að taka á móti konum frá Reykjavík sem Landspítali sendir frá sér vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í Reykjavík. Þótt staðan sé slæm hér er hún verri í Reykjavík. Því höfum við verið að taka við konum frá þeim og von er á fleiri konum til okkar á næstu dögum,“ segir Edda.„Einnig misstum við eina ljósmóður í langtímaveikindi og því er mönnun hjá okkur afar knöpp. Þetta er viðráðanlegt eins og staðan er núna en ég veit ekki alveg hvernig helgin verður.“ Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir það hafa komið sér á óvart að boðað hafi verið til fundar í dag, fimmtudag, hjá ríkissáttasemjara. „Það hafði verið boðað til nýs fundar á mánudaginn í næstu viku og því kom þetta nokkuð á óvart. En við vonum þá að það sé eitthvað á borðinu,“ segir Katrín Sif. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari vildi ekki tjá sig um hvort til stæði að hún legði fram sáttatillögu á fundinum eða að nýtt tilboð væri væntanlegt frá samninganefnd ríkisins. „Ég get ekki tjáð mig um efni fundarins og deilan leysist við borðið en ekki í fjölmiðlum. Hins vegar taldi ég eðlilegt í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi að efna til fundar með það að markmiði að deiluaðilar nái saman,“ segir Bryndís.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Ekki útlit fyrir að sækja þurfi um undanþágur á Landspítalanum í kvöld og nótt Sótt var um undanþágu á tveimur deildum Landspítalans í nótt, meðgöngu- og sængurlegudeild og á fæðingargangi, vegna yfirvinnubanns ljósmæðra sem tók gildi á miðnætti. 18. júlí 2018 16:39 Yfirvinnubann ljósmæðra hafið Álagstoppur var í fæðingum á Landspítalanum í gær og segir framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs stöðuna bara verða erfiðari. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti og búist er við þungum róðri. 18. júlí 2018 06:00 Álagið komið að þolmörkum á Landspítalanum 18. júlí 2018 19:45 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Ekki útlit fyrir að sækja þurfi um undanþágur á Landspítalanum í kvöld og nótt Sótt var um undanþágu á tveimur deildum Landspítalans í nótt, meðgöngu- og sængurlegudeild og á fæðingargangi, vegna yfirvinnubanns ljósmæðra sem tók gildi á miðnætti. 18. júlí 2018 16:39
Yfirvinnubann ljósmæðra hafið Álagstoppur var í fæðingum á Landspítalanum í gær og segir framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs stöðuna bara verða erfiðari. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti og búist er við þungum róðri. 18. júlí 2018 06:00