Uppsagnir ljósmæðra: „Dagurinn er kominn og hann er svartur“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. júlí 2018 19:56 Yfirvinnubann sem ljósmæður samþykktu í dag á að hefjast 18. júlí og skerðist þjónustan á fæðingardeildum þá enn frekar eftir fjöldauppsagnir. Tólf ljósmæður hættu störfum á Landspítalanum í dag og verðandi móðir hefur miklar áhyggjur af stöðunni. Yfirljósmóðir segir ástandið ekki ganga til lengdar. Ljósmæður samþykktu í dag með miklum meirihluta verkfallsaðgerðir sem fela í sér yfirvinnubann. Rúmlega 70 prósent félagsmanna greiddu atkvæði og 90 prósent samþykktu aðgerðirnar. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir aðgerðirnar hafa mikil áhrif enda sinni þær oft yfirvinnu til að fylgja fæðingum eftir. „Þetta mun auðvitað hafa mjög mikil áhrif og sér í lagi af því það er orðið svo mikið undirmannað og allir kaffitímar ljósmæðra eru til dæmis í yfirvinnu.“Þannig að það væri ekki hægt að kalla út ljósmæður þegar það er undirmannað? „Ekki með stuttum fyrirvara nei,“ segir Katrín Sif.„Nú er ég bara hætt“ Tólf ljósmæður hættu störfum á Landspítalanum í dag vegna kjaradeilunnar sem flestar þeirra starfa á sængurlegudeild þar sem aðgerðirnar hafa umtalsverð áhrif. „Nú er ég bara hætt,“ segir María Rebekka Þórisdóttir ljósmóðir. „Fyrsti dagurinn í dag, búin að tæma skápinn og taka kaffibollann. [...] Ef ég á að segja alveg eins og er að þá átti ég aldrei vona á þessum degi. Ég hélt alltaf að það yrði búið að semja. En dagurinn er kominn og hann er svartur. Mér líður ekki vel.“Hefurðu áhyggjur af stöðunni inni á spítalanum? „Guð já, mjög miklar áhyggjur. Þetta er bara skelfilegt ástand,“ segir María Rebekka.Ljósmæður sem hættu störfum í dag skildu eftir skóla sína á tröppum Stjórnarráðshússins fyrr í dag.Vísir/Sunna SæmundsdóttirTinna Árnadóttir segist nú vera gengin 41 viku í dag, það er viku fram yfir settan dag, og segir stöðuna valda mikilli streitu. „Stressuð auðvitað, en aðallega óviss um hvernig allt eigi eftir að ganga. Ég skil ekki hvernig við erum í þessari stöðu.“ Fleiri uppsagnir taka gildi á næstu mánuðum og samkvæmt neyðaráætlun verður rúmum á sængurlegudeild fækkað um fimm og konur með nýbura verða útskrifaðar í heimaþjónustu beint eftir fæðingu sé þess kostur.Komin í mjög erfiða stöðu Anna Sigríður Vernharðsdóttir yfirljósmóðir hefur áhyggjur af stöðinni. „Strax á morgun erum við komin í mjög erfiða stöðu. Það vantar bara mjög margar ljósmæður á vakt; bæði á morgunvakt, kvöldvakt og næturvaktina líka. Ég bara sé ekki alveg hvernig þetta á að geta gengið. Það bara verður að semja. Það er engin önnur leið til að leysa þetta,“ segir Anna Sigríður. Kjaramál Tengdar fréttir Skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins Ljósmæður skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins í dag eftir að að minnsta kosti 19 ljósmæður hættu störfum. 1. júlí 2018 19:03 Ljósmæður leggja skóna á hilluna: „Orð fá ekki lýst sorginni í hjarta mínu“ Að minnsta kosti 12 ljósmæður hér á landi hætta störfum frá og með deginum í dag. 1. júlí 2018 10:15 Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann 90 prósent félagsmanna greiddu atkvæði með yfirvinnubanni sem hefst þann 14. júlí. 1. júlí 2018 11:46 Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira
Yfirvinnubann sem ljósmæður samþykktu í dag á að hefjast 18. júlí og skerðist þjónustan á fæðingardeildum þá enn frekar eftir fjöldauppsagnir. Tólf ljósmæður hættu störfum á Landspítalanum í dag og verðandi móðir hefur miklar áhyggjur af stöðunni. Yfirljósmóðir segir ástandið ekki ganga til lengdar. Ljósmæður samþykktu í dag með miklum meirihluta verkfallsaðgerðir sem fela í sér yfirvinnubann. Rúmlega 70 prósent félagsmanna greiddu atkvæði og 90 prósent samþykktu aðgerðirnar. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir aðgerðirnar hafa mikil áhrif enda sinni þær oft yfirvinnu til að fylgja fæðingum eftir. „Þetta mun auðvitað hafa mjög mikil áhrif og sér í lagi af því það er orðið svo mikið undirmannað og allir kaffitímar ljósmæðra eru til dæmis í yfirvinnu.“Þannig að það væri ekki hægt að kalla út ljósmæður þegar það er undirmannað? „Ekki með stuttum fyrirvara nei,“ segir Katrín Sif.„Nú er ég bara hætt“ Tólf ljósmæður hættu störfum á Landspítalanum í dag vegna kjaradeilunnar sem flestar þeirra starfa á sængurlegudeild þar sem aðgerðirnar hafa umtalsverð áhrif. „Nú er ég bara hætt,“ segir María Rebekka Þórisdóttir ljósmóðir. „Fyrsti dagurinn í dag, búin að tæma skápinn og taka kaffibollann. [...] Ef ég á að segja alveg eins og er að þá átti ég aldrei vona á þessum degi. Ég hélt alltaf að það yrði búið að semja. En dagurinn er kominn og hann er svartur. Mér líður ekki vel.“Hefurðu áhyggjur af stöðunni inni á spítalanum? „Guð já, mjög miklar áhyggjur. Þetta er bara skelfilegt ástand,“ segir María Rebekka.Ljósmæður sem hættu störfum í dag skildu eftir skóla sína á tröppum Stjórnarráðshússins fyrr í dag.Vísir/Sunna SæmundsdóttirTinna Árnadóttir segist nú vera gengin 41 viku í dag, það er viku fram yfir settan dag, og segir stöðuna valda mikilli streitu. „Stressuð auðvitað, en aðallega óviss um hvernig allt eigi eftir að ganga. Ég skil ekki hvernig við erum í þessari stöðu.“ Fleiri uppsagnir taka gildi á næstu mánuðum og samkvæmt neyðaráætlun verður rúmum á sængurlegudeild fækkað um fimm og konur með nýbura verða útskrifaðar í heimaþjónustu beint eftir fæðingu sé þess kostur.Komin í mjög erfiða stöðu Anna Sigríður Vernharðsdóttir yfirljósmóðir hefur áhyggjur af stöðinni. „Strax á morgun erum við komin í mjög erfiða stöðu. Það vantar bara mjög margar ljósmæður á vakt; bæði á morgunvakt, kvöldvakt og næturvaktina líka. Ég bara sé ekki alveg hvernig þetta á að geta gengið. Það bara verður að semja. Það er engin önnur leið til að leysa þetta,“ segir Anna Sigríður.
Kjaramál Tengdar fréttir Skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins Ljósmæður skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins í dag eftir að að minnsta kosti 19 ljósmæður hættu störfum. 1. júlí 2018 19:03 Ljósmæður leggja skóna á hilluna: „Orð fá ekki lýst sorginni í hjarta mínu“ Að minnsta kosti 12 ljósmæður hér á landi hætta störfum frá og með deginum í dag. 1. júlí 2018 10:15 Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann 90 prósent félagsmanna greiddu atkvæði með yfirvinnubanni sem hefst þann 14. júlí. 1. júlí 2018 11:46 Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira
Skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins Ljósmæður skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins í dag eftir að að minnsta kosti 19 ljósmæður hættu störfum. 1. júlí 2018 19:03
Ljósmæður leggja skóna á hilluna: „Orð fá ekki lýst sorginni í hjarta mínu“ Að minnsta kosti 12 ljósmæður hér á landi hætta störfum frá og með deginum í dag. 1. júlí 2018 10:15
Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann 90 prósent félagsmanna greiddu atkvæði með yfirvinnubanni sem hefst þann 14. júlí. 1. júlí 2018 11:46