Fyrrverandi borgarstjóri kjörinn forseti Mexíkó Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. júlí 2018 05:07 Obrador veifar hér til kátra stuðningsmanna sinna í nótt. Vísir/afp Útgönguspár í Mexíkó gefa til kynna að vinstrimaðurinn Andrés Manuel López Obrador hafi unnið yfirburðasigur í forsetakosningum, sem fram fóru í landinu í gær. Kannanir höfðu gefið til kynna að Obrador, sem eitt sinn var borgarstjóri Mexíkóborgar, hafi hlotið rúmlega helming atkvæða. Helstu keppninautar hans í kjörinu hafa lýst yfir ósigri og sent Obrador hamingjuóskir. Þeirra á meðal er leiðtogi Byltingarflokksins, en flokkurinn hefur nær alfarið haldið um stjórnartaumana í Mexíkó síðastliðna öld. Þá sendi Donald Trump Bandaríkjaforseti Obrador heillaóskir á Twitter í gærkvöld. Hann segist hlakka til að vinna með sigurvegaranum enda sé mikið verk að vinna í samskiptum ríkjanna.Congratulations to Andres Manuel Lopez Obrador on becoming the next President of Mexico. I look very much forward to working with him. There is much to be done that will benefit both the United States and Mexico!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 2, 2018 Obrador, sem yfirleitt er kallaður Amlo, varð annar í forsetakosningunum 2006 og 2012. Í skoðanakönnunum síðustu dagana fyrir kosningarnar í gær hafði hann hins vegar nokkuð öruggt forskot. Stjórnarskrá landsins heimilar forsetum aðeins að sitja eitt, sex ára langt kjörtímabil og var því sitjandi forseti, Enrique Piena Nieto, ekki í framboði. Það var ekki aðeins kosið um forsetastólinn heldur fóru kosningar til efri og neðri deildar þingsins fram samtímis sem og kosningar til borgar- og sveitarstjórna. 88 milljón manns voru á kjörskrá og um 18 þúsund sæti í boði. Frá því að kosningabaráttan hófst í september hafa 130 frambjóðendur og starfsmenn framboða verið myrtir. Spilling í landinu er mikil og svifust margir einskis í baráttunni til að tryggja að sinn frambjóðandi stæði uppi sem sigurvegari. Mexíkó Tengdar fréttir Kjördagur í Mexíkó eftir blóðuga kosningabaráttu Kosningar fara nú fram í Mexíkó þar sem nýr forseti verður kjörinn. Sitjandi forseti, Enrique Peña Nieto, lætur af embætti eftir kosningar en hann hefur setið í embætti í sex ár. 1. júlí 2018 13:28 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Útgönguspár í Mexíkó gefa til kynna að vinstrimaðurinn Andrés Manuel López Obrador hafi unnið yfirburðasigur í forsetakosningum, sem fram fóru í landinu í gær. Kannanir höfðu gefið til kynna að Obrador, sem eitt sinn var borgarstjóri Mexíkóborgar, hafi hlotið rúmlega helming atkvæða. Helstu keppninautar hans í kjörinu hafa lýst yfir ósigri og sent Obrador hamingjuóskir. Þeirra á meðal er leiðtogi Byltingarflokksins, en flokkurinn hefur nær alfarið haldið um stjórnartaumana í Mexíkó síðastliðna öld. Þá sendi Donald Trump Bandaríkjaforseti Obrador heillaóskir á Twitter í gærkvöld. Hann segist hlakka til að vinna með sigurvegaranum enda sé mikið verk að vinna í samskiptum ríkjanna.Congratulations to Andres Manuel Lopez Obrador on becoming the next President of Mexico. I look very much forward to working with him. There is much to be done that will benefit both the United States and Mexico!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 2, 2018 Obrador, sem yfirleitt er kallaður Amlo, varð annar í forsetakosningunum 2006 og 2012. Í skoðanakönnunum síðustu dagana fyrir kosningarnar í gær hafði hann hins vegar nokkuð öruggt forskot. Stjórnarskrá landsins heimilar forsetum aðeins að sitja eitt, sex ára langt kjörtímabil og var því sitjandi forseti, Enrique Piena Nieto, ekki í framboði. Það var ekki aðeins kosið um forsetastólinn heldur fóru kosningar til efri og neðri deildar þingsins fram samtímis sem og kosningar til borgar- og sveitarstjórna. 88 milljón manns voru á kjörskrá og um 18 þúsund sæti í boði. Frá því að kosningabaráttan hófst í september hafa 130 frambjóðendur og starfsmenn framboða verið myrtir. Spilling í landinu er mikil og svifust margir einskis í baráttunni til að tryggja að sinn frambjóðandi stæði uppi sem sigurvegari.
Mexíkó Tengdar fréttir Kjördagur í Mexíkó eftir blóðuga kosningabaráttu Kosningar fara nú fram í Mexíkó þar sem nýr forseti verður kjörinn. Sitjandi forseti, Enrique Peña Nieto, lætur af embætti eftir kosningar en hann hefur setið í embætti í sex ár. 1. júlí 2018 13:28 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Kjördagur í Mexíkó eftir blóðuga kosningabaráttu Kosningar fara nú fram í Mexíkó þar sem nýr forseti verður kjörinn. Sitjandi forseti, Enrique Peña Nieto, lætur af embætti eftir kosningar en hann hefur setið í embætti í sex ár. 1. júlí 2018 13:28