Íslendingur lést á flótta undan lögreglu í Taílandi Bergþór Másson skrifar 2. júlí 2018 17:46 Taílenskt ökuskírteini Davíðs. ViralPress Sextugur íslenskur karlmaður er sagður hafa látist í bílsslysi í Taílandi á flótta frá lögreglu á fimmtudaginn. Í bílnum fundust 80 metamfetamín pillur, sjö pokar af kókaíni og stór poki fylltur af kannabisefnum. Maðurinn heitir Davíð Jónsson en gengur einnig undir nafninu David Sewell. Breska dagblaðið Daily Mail fjallaði um málið á laugardaginn á þeim forsendum að breskur ríkisborgari sem lifði tvöföldu lífi hefði látist í bílslysi. Í framhaldinu greindi Eiríkur Jónsson frá því að um Íslending var að ræða. Það hefur Vísir fengið staðfest. Samkvæmt upplýsingum á Facebook síðu Davíðs gekk hann í Menntaskólann í Reykjavík á sínum yngri árum. Davíð segist vera sjálfstætt starfandi á Facebook síðu sinni en þegar hann bjó á Íslandi var hann meðal annars markaðsstjóri útvarpsstöðvarinnar Sterío 895. Daily Mail segir að Davíð hafi átt taílenska eiginkonu og saman hafi þau átt dóttur. Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir í samtali við Vísi að borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins hafi borist beiðni um aðstoð vegna dauðfalls í Taílandi. Daily Mail heldur því fram að Davíð hafi stundað umsvifamikla eiturlyfjasölu og kúnnahópur hans hafi aðallega verið eldri borgarar. Samferðamaður sem vildi ekki láta nafns síns getið tjáði Vísi að Davíð hefði verið ljúfur náungi. Hann hefði aðhyllst búddatrú en átt í erfiðri baráttu við áfengi. Davíð er sagður hafa látist þegar hann keyrði bíl sinn inn í vörubíl á flótta undan lögreglu. Að neðan má sjá myndband sem Daily Mail birtir frá vettvangi slyssins. Fastir í helli í Taílandi Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Fleiri fréttir Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Sjá meira
Sextugur íslenskur karlmaður er sagður hafa látist í bílsslysi í Taílandi á flótta frá lögreglu á fimmtudaginn. Í bílnum fundust 80 metamfetamín pillur, sjö pokar af kókaíni og stór poki fylltur af kannabisefnum. Maðurinn heitir Davíð Jónsson en gengur einnig undir nafninu David Sewell. Breska dagblaðið Daily Mail fjallaði um málið á laugardaginn á þeim forsendum að breskur ríkisborgari sem lifði tvöföldu lífi hefði látist í bílslysi. Í framhaldinu greindi Eiríkur Jónsson frá því að um Íslending var að ræða. Það hefur Vísir fengið staðfest. Samkvæmt upplýsingum á Facebook síðu Davíðs gekk hann í Menntaskólann í Reykjavík á sínum yngri árum. Davíð segist vera sjálfstætt starfandi á Facebook síðu sinni en þegar hann bjó á Íslandi var hann meðal annars markaðsstjóri útvarpsstöðvarinnar Sterío 895. Daily Mail segir að Davíð hafi átt taílenska eiginkonu og saman hafi þau átt dóttur. Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir í samtali við Vísi að borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins hafi borist beiðni um aðstoð vegna dauðfalls í Taílandi. Daily Mail heldur því fram að Davíð hafi stundað umsvifamikla eiturlyfjasölu og kúnnahópur hans hafi aðallega verið eldri borgarar. Samferðamaður sem vildi ekki láta nafns síns getið tjáði Vísi að Davíð hefði verið ljúfur náungi. Hann hefði aðhyllst búddatrú en átt í erfiðri baráttu við áfengi. Davíð er sagður hafa látist þegar hann keyrði bíl sinn inn í vörubíl á flótta undan lögreglu. Að neðan má sjá myndband sem Daily Mail birtir frá vettvangi slyssins.
Fastir í helli í Taílandi Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Fleiri fréttir Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Sjá meira