Eistun afdrifaríku Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 3. júlí 2018 07:00 Aldrei hafði ég séð stærri eistu á ævinni. Þau voru á stærð við snjóbolta. Voru þau komin undan göltum en voru í kjötborði einu þegar þessi saga hefst. Ekki girntist ég hreðjar þessar en forvitnin fór hins vegar úr böndum svo ég keypti tvö stykki. Ekki er laust við að ég hafi fundið til í mínum meðan kjötvinnslukonan skar þær í fínar sneiðar meðan hún útlistaði fyrir mér hvernig ég ætti að bera mig að við matseldina. Þegar heim kom þótti fjölskyldunni mér hafa farist óhönduglega við innkaupin. Brást ég við af þrjósku og kvað þetta vera hið besta hollustufæði. Úr varð að ég var látinn éta eistun einn meðan aðrir létu í sig amerískt léttmeti. Þurfti ég að taka á allri minni þrákelkni til að klára herlegheitin. Eftirköstin komu svo í ljós þegar ég var að aka um sveitir og kom auga á flutningabíl mikinn með svín á leið til slátrunar. Fannst mér ég aldrei hafa litið föngulegri gyltur. Áður en ég vissi af var ég farinn að elta þessar ferfættu kynbombur. Til að réttlæta hegðun mína minntist ég þess að íslenskur landbúnaðarráðherra hefði eitt sinn gerst heitfengur við svipaðar aðstæður og kysst búkollu á trýnið og varð hann afar vinsæll fyrir vikið. Ekki taldi ég þó mitt frumhlaup líklegt til vinsælda. Ákvað ég því að sitja á strák mínum en horfa bara á þátt með Prúðuleikurunum í staðinn. Svínka kom grátlega lítið við sögu. Aðrar aukaverkanir eru þær að ég er farinn að ýkja helst til mikið. Hins vegar eru það engar ýkjur að næst ætla ég að játa auðfúslega misfarir mínar, í innkaupum sem og öðru, og bregðast síður við þeim með þrjósku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Aldrei hafði ég séð stærri eistu á ævinni. Þau voru á stærð við snjóbolta. Voru þau komin undan göltum en voru í kjötborði einu þegar þessi saga hefst. Ekki girntist ég hreðjar þessar en forvitnin fór hins vegar úr böndum svo ég keypti tvö stykki. Ekki er laust við að ég hafi fundið til í mínum meðan kjötvinnslukonan skar þær í fínar sneiðar meðan hún útlistaði fyrir mér hvernig ég ætti að bera mig að við matseldina. Þegar heim kom þótti fjölskyldunni mér hafa farist óhönduglega við innkaupin. Brást ég við af þrjósku og kvað þetta vera hið besta hollustufæði. Úr varð að ég var látinn éta eistun einn meðan aðrir létu í sig amerískt léttmeti. Þurfti ég að taka á allri minni þrákelkni til að klára herlegheitin. Eftirköstin komu svo í ljós þegar ég var að aka um sveitir og kom auga á flutningabíl mikinn með svín á leið til slátrunar. Fannst mér ég aldrei hafa litið föngulegri gyltur. Áður en ég vissi af var ég farinn að elta þessar ferfættu kynbombur. Til að réttlæta hegðun mína minntist ég þess að íslenskur landbúnaðarráðherra hefði eitt sinn gerst heitfengur við svipaðar aðstæður og kysst búkollu á trýnið og varð hann afar vinsæll fyrir vikið. Ekki taldi ég þó mitt frumhlaup líklegt til vinsælda. Ákvað ég því að sitja á strák mínum en horfa bara á þátt með Prúðuleikurunum í staðinn. Svínka kom grátlega lítið við sögu. Aðrar aukaverkanir eru þær að ég er farinn að ýkja helst til mikið. Hins vegar eru það engar ýkjur að næst ætla ég að játa auðfúslega misfarir mínar, í innkaupum sem og öðru, og bregðast síður við þeim með þrjósku.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun