Óljós staða eftir samkomulag Merkel og Seehofer Atli Ísleifsson skrifar 3. júlí 2018 08:37 Fjármálaráðherrann þýski Olaf Scholz, Andrea Nahle, leiðtofi þýskra Jafnaðarmanna, og Angela Merkel Þýskalandskanslari. Vísir/ap Staðan í þýskum stjórnmálum er enn nokkuð óskýr og óvíst er um framhaldið eftir að Angelu Merkel Þýskalandskanslara og innanríkisráðherranum Horst Seehofer tókst í gærkvöldi að komast að samkomulagi sín á milli varðandi innflytjendastefnu þýsku stjórnarinnar. Samkomulagið felur meðal annars í sér að Seehofer, leiðtogi CSU, systurflokks CDU, flokks Merkel, gegni áfram embætti innanríkisráðherra, en hann hafði áður boðist til að segja af sér. Enn er óljóst hver afstaða þriðja stjórnarflokksins, Jafnaðarmannaflokksins, er í málinu og hvernig hann muni bregðast við samkomulagi þeirra Merkel og Seehofer.Viðkomumiðstöðvar Seehofer og CSU-flokkur hans, Kristilegir demókratar í Bæjaralandi, hafði talað fyrir því að þýska stjórnin tæki upp harðari stefnu í innflytjendamálum og að þýskum yfirvöldum yrði heimilt að vísa frá hælisleitendum, sem hafi áður verið skráðir í öðrum aðildarríkjum ESB, við þýsku landamærin. Merkel hefur hins vegar talað fyrir samevrópskri lausn á vandanum eftir leiðtogafund aðildarríkja ESB í síðustu viku. Samkomulag Merkel og Seehofer felur meðal annars stofnun viðkomamiðstöðva í Þýskalandi fyrir hælisleitendur, þangað sem þeir verða sendir til að síðar verða sendir til þeirra ríkja þaðan sem þeir komu. Spiegel greinir frá því að ekki sé um neina raunverulega lausn að ræða, heldur einungis verið að koma vandamálinu yfir á Jafnaðarmenn um hvert framhaldið verður.Beðið eftir Nahle Jafnaðarmenn hafa áður hafnað lausn sem þessari og lendir það nú á borði leiðtoga Jafnaðarmanna, Andreu Nahle, að bregðast við útspili leiðtoga hinna flokkanna í ríkisstjórn. Þarf hún að finna leið til að svíkja ekki stefnu Jafnaðarmannaflokksins, og hins vegar koma í veg fyrir að ríkisstjórnin, sem marga mánuði tók að mynda eftir kosningarnar í september síðastliðinn, falli. AFP greinir sömuleiðis frá því að augu manna muni beinast að Austurríki og hvernig ríkisstjórnin þar í landi bregðist við stefnu Þjóðverja. Í yfirlýsingu frá austurrískum stjórnvöldum kemur fram að Austurríkismenn muni „neyðast til að bregðast við“ ef samkomulag Merkel og Seehofer verði að opinberri stefnu Þýskalandsstjórnar. Viðbrögð Austurríkismanna kynnu að verða að herða verulega eftirlit á landamærum Austurríkis að Ítalíu og Slóveníu, sem myndi mögulega leiða til viðbragða af hálfu nágrannanna í suðri. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Seehofer mun ekki segja af sér embætti innanríkisráðherra Innanríkisráðherra Þýskalands, Horst Seehofer, mun ekki segja af sér embætti. 2. júlí 2018 21:42 Úrslitastund fyrir Evrópusambandið og þýsku ríkisstjórnina Leiðtogar Evrópusambandsins funda nú í Brussel. Meðal annars um flóttamannamál. 28. júní 2018 18:45 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Staðan í þýskum stjórnmálum er enn nokkuð óskýr og óvíst er um framhaldið eftir að Angelu Merkel Þýskalandskanslara og innanríkisráðherranum Horst Seehofer tókst í gærkvöldi að komast að samkomulagi sín á milli varðandi innflytjendastefnu þýsku stjórnarinnar. Samkomulagið felur meðal annars í sér að Seehofer, leiðtogi CSU, systurflokks CDU, flokks Merkel, gegni áfram embætti innanríkisráðherra, en hann hafði áður boðist til að segja af sér. Enn er óljóst hver afstaða þriðja stjórnarflokksins, Jafnaðarmannaflokksins, er í málinu og hvernig hann muni bregðast við samkomulagi þeirra Merkel og Seehofer.Viðkomumiðstöðvar Seehofer og CSU-flokkur hans, Kristilegir demókratar í Bæjaralandi, hafði talað fyrir því að þýska stjórnin tæki upp harðari stefnu í innflytjendamálum og að þýskum yfirvöldum yrði heimilt að vísa frá hælisleitendum, sem hafi áður verið skráðir í öðrum aðildarríkjum ESB, við þýsku landamærin. Merkel hefur hins vegar talað fyrir samevrópskri lausn á vandanum eftir leiðtogafund aðildarríkja ESB í síðustu viku. Samkomulag Merkel og Seehofer felur meðal annars stofnun viðkomamiðstöðva í Þýskalandi fyrir hælisleitendur, þangað sem þeir verða sendir til að síðar verða sendir til þeirra ríkja þaðan sem þeir komu. Spiegel greinir frá því að ekki sé um neina raunverulega lausn að ræða, heldur einungis verið að koma vandamálinu yfir á Jafnaðarmenn um hvert framhaldið verður.Beðið eftir Nahle Jafnaðarmenn hafa áður hafnað lausn sem þessari og lendir það nú á borði leiðtoga Jafnaðarmanna, Andreu Nahle, að bregðast við útspili leiðtoga hinna flokkanna í ríkisstjórn. Þarf hún að finna leið til að svíkja ekki stefnu Jafnaðarmannaflokksins, og hins vegar koma í veg fyrir að ríkisstjórnin, sem marga mánuði tók að mynda eftir kosningarnar í september síðastliðinn, falli. AFP greinir sömuleiðis frá því að augu manna muni beinast að Austurríki og hvernig ríkisstjórnin þar í landi bregðist við stefnu Þjóðverja. Í yfirlýsingu frá austurrískum stjórnvöldum kemur fram að Austurríkismenn muni „neyðast til að bregðast við“ ef samkomulag Merkel og Seehofer verði að opinberri stefnu Þýskalandsstjórnar. Viðbrögð Austurríkismanna kynnu að verða að herða verulega eftirlit á landamærum Austurríkis að Ítalíu og Slóveníu, sem myndi mögulega leiða til viðbragða af hálfu nágrannanna í suðri.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Seehofer mun ekki segja af sér embætti innanríkisráðherra Innanríkisráðherra Þýskalands, Horst Seehofer, mun ekki segja af sér embætti. 2. júlí 2018 21:42 Úrslitastund fyrir Evrópusambandið og þýsku ríkisstjórnina Leiðtogar Evrópusambandsins funda nú í Brussel. Meðal annars um flóttamannamál. 28. júní 2018 18:45 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Seehofer mun ekki segja af sér embætti innanríkisráðherra Innanríkisráðherra Þýskalands, Horst Seehofer, mun ekki segja af sér embætti. 2. júlí 2018 21:42
Úrslitastund fyrir Evrópusambandið og þýsku ríkisstjórnina Leiðtogar Evrópusambandsins funda nú í Brussel. Meðal annars um flóttamannamál. 28. júní 2018 18:45