Norski flökkukötturinn loksins kominn heim til sín Heimir Már Pétursson skrifar 3. júlí 2018 19:30 Norski heimiliskötturinn sem kom óvænt hingað til lands sem laumufarþegi í gámi er kominn aftur til síns heima við mikinn fögnuð eigenda sinna. Kötturinn hefur fengið íslenska nafnið Snorri í tilefni leiðangursins, jafnvel þótt hann sé læða. Kötturinn Pus, eða Kisi, fannst í gámi hjónanna Aldísar Gunnarsdóttur og Baldvins Johnsen á miðvikudag í síðustu viku þegar þau voru að ferja búslóð sína inn á á nýtt heimili í Garðabæ eftir flutning heim frá Álasundi í Noregi. Líklegt er að kötturinn hafi verið í gámnum í 18 daga þegar hann fannst. Fljótlega kom í ljós að eigendurnir voru fjölskylda sem býr hinum megin við götuna þar sem Aldís og Baldvin bjuggu áður og höfðu þau gefið upp alla von um að kötturinn væri á lífi þar til þau fengu fréttirnar á fimmtudag. Grete Hove einn eigenda Pus var mjög ánægð að endurheimta köttinn sem er orðinn „heimsfrægur” í Álasundi. „Nágrannar okkar hafa margir komið til að fagna því að kötturinn er á lífi. Fólk er mjög undrandi og strákinn okkar hlakkar mikið til að kötturinn komi heim. Þetta er ótrúleg saga? Þetta er alveg frábært,” segir Grete.Ævintýralegt ferðalag Ferðalag kattarins verður að teljast ævintýralegt og ekki sjálfgefið að hann fengi að lifa eftir að hann fannst á Íslandi en eigendurnir eru þakklátir Matvælastofnun fyrir að hafa tekið Pus í fóstur um leið og hann fannst. Það sem varð honum til lífs var að hann var aldrei fjarlægður úr gámnum fyrr en dýralæknir frá Matvælastofnun kom og náði í hann.Baldvin flaug svo með Pus til Oslóar í gærkvöldi og var hann ekkert allt of hrifinn af látunum á Keflavíkurflugvelli. Á Gardemoen flugvelli beið síðan norski heimilisfaðirinn Frank Martin en greinilegt var að kötturinn var jafn undrandi á öllu saman og Frank var glaður að endurheimta köttinn. Pus kom síðan loksins heim aftur til Álasunds í morgun og ríghélt sér í matmóðurina.Er mikill munur á kettinum sem fór inn í gáminn og þeim ketti sem þú heldur nú á í fanginu, spurði fréttamaður TV 2 í Noregi.„Hann er töluvert léttari og með risastór augu. Og hann heldur sér mjög fast í mig,” sagði Grete með Pus í fanginu.Þá var sjö ára bróðir Pus úr sama goti ekki síður ánægður með að sjá hann aftur. En Pus þurfti að sannfæra sjálfan sig um að hann væri kominn heim með því að þefa hér og þar og nudda sér utan í staði og svo þurfti hann auðvitað að borða. Fransk Martin segir að í tilefni ferðarinnar til Íslands fengi Pus, sem einfaldlega þýðir kisa, íslenskt nafn.„Við höfum ákveðið að kalla Pus kannski Snorra í framtíðinni, jafnvel þótt hún sé læða. Hún bregst betur við því en til dæmis Freyja, út af ess-hljóðinu í Snorri held ég,” segir Frank Martin. Dýr Tengdar fréttir Köttur sem villtist af heimili sínu í Noregi ferðaðist til Íslands í gámi Kötturinn Pus villtist frá heimili sínu í Noregi þann 9. júní en fannst á Íslandi í gær. 28. júní 2018 11:18 Norskur landnámsköttur fær að snúa aftur heim úr víking á Íslandi Ferfættur laumufarþegi kom ungum hjónum sem voru að flytja heim frá Álasundi í Noregi á óvart þegar þau byrjuðu að tæma gám með búðslóð sinni í gær. 28. júní 2018 19:45 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Norski heimiliskötturinn sem kom óvænt hingað til lands sem laumufarþegi í gámi er kominn aftur til síns heima við mikinn fögnuð eigenda sinna. Kötturinn hefur fengið íslenska nafnið Snorri í tilefni leiðangursins, jafnvel þótt hann sé læða. Kötturinn Pus, eða Kisi, fannst í gámi hjónanna Aldísar Gunnarsdóttur og Baldvins Johnsen á miðvikudag í síðustu viku þegar þau voru að ferja búslóð sína inn á á nýtt heimili í Garðabæ eftir flutning heim frá Álasundi í Noregi. Líklegt er að kötturinn hafi verið í gámnum í 18 daga þegar hann fannst. Fljótlega kom í ljós að eigendurnir voru fjölskylda sem býr hinum megin við götuna þar sem Aldís og Baldvin bjuggu áður og höfðu þau gefið upp alla von um að kötturinn væri á lífi þar til þau fengu fréttirnar á fimmtudag. Grete Hove einn eigenda Pus var mjög ánægð að endurheimta köttinn sem er orðinn „heimsfrægur” í Álasundi. „Nágrannar okkar hafa margir komið til að fagna því að kötturinn er á lífi. Fólk er mjög undrandi og strákinn okkar hlakkar mikið til að kötturinn komi heim. Þetta er ótrúleg saga? Þetta er alveg frábært,” segir Grete.Ævintýralegt ferðalag Ferðalag kattarins verður að teljast ævintýralegt og ekki sjálfgefið að hann fengi að lifa eftir að hann fannst á Íslandi en eigendurnir eru þakklátir Matvælastofnun fyrir að hafa tekið Pus í fóstur um leið og hann fannst. Það sem varð honum til lífs var að hann var aldrei fjarlægður úr gámnum fyrr en dýralæknir frá Matvælastofnun kom og náði í hann.Baldvin flaug svo með Pus til Oslóar í gærkvöldi og var hann ekkert allt of hrifinn af látunum á Keflavíkurflugvelli. Á Gardemoen flugvelli beið síðan norski heimilisfaðirinn Frank Martin en greinilegt var að kötturinn var jafn undrandi á öllu saman og Frank var glaður að endurheimta köttinn. Pus kom síðan loksins heim aftur til Álasunds í morgun og ríghélt sér í matmóðurina.Er mikill munur á kettinum sem fór inn í gáminn og þeim ketti sem þú heldur nú á í fanginu, spurði fréttamaður TV 2 í Noregi.„Hann er töluvert léttari og með risastór augu. Og hann heldur sér mjög fast í mig,” sagði Grete með Pus í fanginu.Þá var sjö ára bróðir Pus úr sama goti ekki síður ánægður með að sjá hann aftur. En Pus þurfti að sannfæra sjálfan sig um að hann væri kominn heim með því að þefa hér og þar og nudda sér utan í staði og svo þurfti hann auðvitað að borða. Fransk Martin segir að í tilefni ferðarinnar til Íslands fengi Pus, sem einfaldlega þýðir kisa, íslenskt nafn.„Við höfum ákveðið að kalla Pus kannski Snorra í framtíðinni, jafnvel þótt hún sé læða. Hún bregst betur við því en til dæmis Freyja, út af ess-hljóðinu í Snorri held ég,” segir Frank Martin.
Dýr Tengdar fréttir Köttur sem villtist af heimili sínu í Noregi ferðaðist til Íslands í gámi Kötturinn Pus villtist frá heimili sínu í Noregi þann 9. júní en fannst á Íslandi í gær. 28. júní 2018 11:18 Norskur landnámsköttur fær að snúa aftur heim úr víking á Íslandi Ferfættur laumufarþegi kom ungum hjónum sem voru að flytja heim frá Álasundi í Noregi á óvart þegar þau byrjuðu að tæma gám með búðslóð sinni í gær. 28. júní 2018 19:45 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Köttur sem villtist af heimili sínu í Noregi ferðaðist til Íslands í gámi Kötturinn Pus villtist frá heimili sínu í Noregi þann 9. júní en fannst á Íslandi í gær. 28. júní 2018 11:18
Norskur landnámsköttur fær að snúa aftur heim úr víking á Íslandi Ferfættur laumufarþegi kom ungum hjónum sem voru að flytja heim frá Álasundi í Noregi á óvart þegar þau byrjuðu að tæma gám með búðslóð sinni í gær. 28. júní 2018 19:45
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels