Erlent

Vilja ekki gefa einkunn í 4. bekk

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Skólabörn í Svíþjóð fá ekki einkunnir fyrr en í 6. bekk.
Skólabörn í Svíþjóð fá ekki einkunnir fyrr en í 6. bekk. VÍSIR/VILHELM
Meirihluti sænskra kjósenda er mótfallinn því að grunnskólanemendum verði gefnar einkunnir þegar í fjórða bekk. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem gerð var fyrir sænska ríkissjónvarpið.

Einkunnir hafa nú verið gefnar í sjötta bekk frá og með 2011.

Jan Björklund, fyrrverandi menntamálaráðherra og formaður Frjálslynda flokksins, segir að margir hafi þá verið efins en nú þyki flestum það hafa gefist vel.

Björklund bendir á að einkunnagjöf á miðstigi hafi verið felld niður á níunda áratug síðustu aldar. Árangur nemenda hafi þá farið að versna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×