Fylgdist með táningsstelpum sem hann þjálfaði með tölvunjósnabúnaði Atli Ísleifsson skrifar 4. júlí 2018 11:14 Lögregla segir að maðurinn hafi fengið aðgang að tölvum stúlknanna án þess að vekja grunsemdir með því að senda þeim hlekki í einkaskilaboðum. Vísir/Getty Lögregla í Noregi hefur þjálfara grunaðan um að hafa platað stúlkur á táningsaldri sem hann þjálfaði til að hlaða niður njósnaforrit í tölvur sínar. Maðurinn á þannig að hafa getað fylgst með stúlkunum í vefmyndavélum þeirra og fylgst með tölvunotkun stúlknanna án þeirrar vitundar.NRK greinir frá málinu. Lögregla segir að maðurinn hafi fengið aðgang að tölvum stúlknanna án þess að vekja grunsemdir með því að senda þeim hlekki í einkaskilaboðum. Þegar þrýst var á hlekkinn hlóð tölvan niður njósnaforriti þjálfarans. Á maðurinn að hafa getað fylgst með stúlkunum í vefmyndavélinni, skoðað myndir í tölvum þeirra og hvað þær skrifuðu á samskiptamiðlum.Um þrjátíu manns Cathrin Remøy hjá norsku lögreglunni segir í samtali við NRK að ljóst sé að flestar stúlkurnar hafi ekki haft hugmynd um að brotið hafi verið á þeim fyrr en lögregla hafði samband við þær. Maðurinn á að hafa starfað sem þjálfari hjá íþróttafélagi í Sunnmøre, sem er syðsti hluti fylkisins Møre og Romsdal á vesturströnd Noregs. Lögregla segir ekki ljóst hve lengi maðurinn hafi stundað njósnirnar. Hafi verið rætt við um tuttugu manns og á enn eftir að ræða við um tíu til viðbótar. Flest fórnarlömbin eru stúlkur þó að einnig hafi einhverjir piltar orðið fyrir barðinu á manninum.Snagi búinn myndavél Rannsókn á málinu hófst á síðasta ári þegar tilkynnt var um að snagi í búningsklefa var búinn myndavél. Var þjálfarinn ákærður fyrir að hafa myndað stúlkurnar í leyni. Við frekari rannsókn og húsleit fundust úr búin myndavélum og kom í ljós að hann hafi myndað fólk í leyni í verslunum og strætisvögnum. Nokkurt magn barnakláms fannst einnig í tölvum mannsins. Norðurlönd Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Lögregla í Noregi hefur þjálfara grunaðan um að hafa platað stúlkur á táningsaldri sem hann þjálfaði til að hlaða niður njósnaforrit í tölvur sínar. Maðurinn á þannig að hafa getað fylgst með stúlkunum í vefmyndavélum þeirra og fylgst með tölvunotkun stúlknanna án þeirrar vitundar.NRK greinir frá málinu. Lögregla segir að maðurinn hafi fengið aðgang að tölvum stúlknanna án þess að vekja grunsemdir með því að senda þeim hlekki í einkaskilaboðum. Þegar þrýst var á hlekkinn hlóð tölvan niður njósnaforriti þjálfarans. Á maðurinn að hafa getað fylgst með stúlkunum í vefmyndavélinni, skoðað myndir í tölvum þeirra og hvað þær skrifuðu á samskiptamiðlum.Um þrjátíu manns Cathrin Remøy hjá norsku lögreglunni segir í samtali við NRK að ljóst sé að flestar stúlkurnar hafi ekki haft hugmynd um að brotið hafi verið á þeim fyrr en lögregla hafði samband við þær. Maðurinn á að hafa starfað sem þjálfari hjá íþróttafélagi í Sunnmøre, sem er syðsti hluti fylkisins Møre og Romsdal á vesturströnd Noregs. Lögregla segir ekki ljóst hve lengi maðurinn hafi stundað njósnirnar. Hafi verið rætt við um tuttugu manns og á enn eftir að ræða við um tíu til viðbótar. Flest fórnarlömbin eru stúlkur þó að einnig hafi einhverjir piltar orðið fyrir barðinu á manninum.Snagi búinn myndavél Rannsókn á málinu hófst á síðasta ári þegar tilkynnt var um að snagi í búningsklefa var búinn myndavél. Var þjálfarinn ákærður fyrir að hafa myndað stúlkurnar í leyni. Við frekari rannsókn og húsleit fundust úr búin myndavélum og kom í ljós að hann hafi myndað fólk í leyni í verslunum og strætisvögnum. Nokkurt magn barnakláms fannst einnig í tölvum mannsins.
Norðurlönd Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira