Vill festa laun æðstu stjórnenda við almenna launaþróun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. júlí 2018 20:00 Þingmaður Vinstri grænna telur að setja eigi ríkisfyrirtækjum starfskjarareglur þar sem kveðið yrði á um að laun stjórnenda fylgi almennri launaþróun í landinu. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tugprósenta launahækkanir forstjóra ríkisfyrirtækja grafalvarlegt mál og slæmt innlegg í kjaraviðræður. Með lagabreytingu sem tók gildi 1. júlí í fyrra fluttist ákvörðunarvald um laun forstjóra nokkurra ríkisfyrirtækja frá kjararáði til stjórna þeirra. Í kjölfarið voru til dæmis laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuð um 58%, laun bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 56% og laun forstjóra Isavia voru hækkuð um 36%. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir þróunina mikið áhyggjuefni. „Ég hjó eftir því að fjármálaráðherra hefur beðið stjórnir þessara fyrirtækja um skýringar og eftir því hlýtur að vera gengið, enda er þetta grafalvarlegt mál," segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Landsvirkjun hefur vísað til þess að með þessu hafi laun forstjóra verið leiðrétt eftir launalækkun sem hann tók á sig árið 2010. Landsbankinn vísar til launa annarra bankastjóra sem eru töluvert hærri en í svari við fyrirspurn segir að launin þurfi að vera samkeppnishæf. Engin svör fengust frá Isavia. Halldór þetta slæmt innlegg í kjarviðræður sem framundan eru. „Línan hefur verið ósköp skýr. Hér hafa aðilar á vinnumarkaði í samvinnu við stjórnvöld verið að markaákveðna launastefnu og það er mikilvægt að henni sé fylgt eftir. Þar með talið á þessum vettvangi." Launaskriðið er víðar í efstu lögum ríkisins því kjararáð, sem hætti störfum um mánaðarmótin, tilkynnti í gær forstöðumönnum 48 ríkisstofnana um launahækkanir sem nema að meðaltali um 11 prósentum. Þingmaður Vinstri grænna segir launaákvarðanir hjá ríkisfyrirtækjum þurfa að fylgja almennri launaþróun. „Ég hefði nú ekki haldið að það væri ekki forgangsmál að hækka þá sem hæstu launin hafa. Heldur akkúrat að snúa sér að hinum endanum, og hækka þá sem lægstu launin hafa," segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG. Hann muni beita sér fyrir því að ríkið endurskoði eigendastefnu sína. „Og hvort að inni í henni ætti ekki að vera starfskjarastefna sem beinlínis kveður á um að laun æðstu stjórnenda fylgi bara almennri launaþróun," segir Kolbeinn. „Ég mun liggja á mínu liði og tala fyrir þessu. Það er mín skoðun að ríkið sem eigandi beri ábyrgð." Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Þingmaður Vinstri grænna telur að setja eigi ríkisfyrirtækjum starfskjarareglur þar sem kveðið yrði á um að laun stjórnenda fylgi almennri launaþróun í landinu. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tugprósenta launahækkanir forstjóra ríkisfyrirtækja grafalvarlegt mál og slæmt innlegg í kjaraviðræður. Með lagabreytingu sem tók gildi 1. júlí í fyrra fluttist ákvörðunarvald um laun forstjóra nokkurra ríkisfyrirtækja frá kjararáði til stjórna þeirra. Í kjölfarið voru til dæmis laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuð um 58%, laun bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 56% og laun forstjóra Isavia voru hækkuð um 36%. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir þróunina mikið áhyggjuefni. „Ég hjó eftir því að fjármálaráðherra hefur beðið stjórnir þessara fyrirtækja um skýringar og eftir því hlýtur að vera gengið, enda er þetta grafalvarlegt mál," segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Landsvirkjun hefur vísað til þess að með þessu hafi laun forstjóra verið leiðrétt eftir launalækkun sem hann tók á sig árið 2010. Landsbankinn vísar til launa annarra bankastjóra sem eru töluvert hærri en í svari við fyrirspurn segir að launin þurfi að vera samkeppnishæf. Engin svör fengust frá Isavia. Halldór þetta slæmt innlegg í kjarviðræður sem framundan eru. „Línan hefur verið ósköp skýr. Hér hafa aðilar á vinnumarkaði í samvinnu við stjórnvöld verið að markaákveðna launastefnu og það er mikilvægt að henni sé fylgt eftir. Þar með talið á þessum vettvangi." Launaskriðið er víðar í efstu lögum ríkisins því kjararáð, sem hætti störfum um mánaðarmótin, tilkynnti í gær forstöðumönnum 48 ríkisstofnana um launahækkanir sem nema að meðaltali um 11 prósentum. Þingmaður Vinstri grænna segir launaákvarðanir hjá ríkisfyrirtækjum þurfa að fylgja almennri launaþróun. „Ég hefði nú ekki haldið að það væri ekki forgangsmál að hækka þá sem hæstu launin hafa. Heldur akkúrat að snúa sér að hinum endanum, og hækka þá sem lægstu launin hafa," segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG. Hann muni beita sér fyrir því að ríkið endurskoði eigendastefnu sína. „Og hvort að inni í henni ætti ekki að vera starfskjarastefna sem beinlínis kveður á um að laun æðstu stjórnenda fylgi bara almennri launaþróun," segir Kolbeinn. „Ég mun liggja á mínu liði og tala fyrir þessu. Það er mín skoðun að ríkið sem eigandi beri ábyrgð."
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira