Ekki fallist áframhaldandi á farbann yfir manni sem er eftirlýstur í Póllandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. júlí 2018 23:00 Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur. vísir/hanna Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að pólskur maður sem eftirlýstur er í Póllandi fyrir brot sem geta varðað allt að 12 ára fangelsi skuli ekki sæta áfram farbanni. Pólsk yfirvöld hafa farið fram á það að maðurinn verði framseldur og er það mál nú í ferli hjá íslenskum yfirvöldum en líklegt er að málið fá meðferð hjá dómstólum þar sem maðurinn hefur andmælt framsalsbeiðninni. Í úrskurði héraðsdóms, sem birtur er á vef Landsréttar, kemur fram að maðurinn hafi seinast verið úrskurðaður í farbann þann 15. janúar síðastliðinn. Gilti það farbann til 29. júní og krafðist ríkissaksóknari þess nú að maðurinn yrði áfram í farbanni allt til föstudagsins 14. desember.Nánast samfellt í farbanni frá því í október Maðurinn er eftirlýstur í Póllandi fyrir brot sem getur varðað allt að 12 ára fangelsi en hann hefur ekki fengið dóm. Að því er fram kemur í greinargerð ríkissaksóknara er maðurinn grunaður um meðferð, vörslu, sölu og dreifingu á miklu magni af fíkniefnum, þar á meðal að minnsta kosti einu kílógrammi af kannabisplöntum- og efnum og talsverðu magni af amfetamíni. Maðurinn var handtekinn hér á landi þann 25. október en gefin hafði verið út evrópsk handtökuskipun á hendur honum. Hann sætti farbanni til 23. nóvember og síðan frá 18. desember til 15. janúar en farbannið var ekki framlengt þann 23. nóvember þar sem ekki lá fyrir formleg framsalsbeiðni frá pólskum yfirvöldum. Ríkissaksóknari fór nú fram á áframhaldandi farbann yfir manninum þar sem það liggur fyrir að meðferð framsalsmálsins mun taka lengri tíma. Var talið nauðsynlegt að maðurinn myndi sæta farbanni til að tryggja nærveru hans á meðan á meðferð málsins stendur en þessu voru dómstólarnir ekki sammála.Ekkert komið fram um nánari rannsókn Dómarinn í héraði taldi ekki unnt að fallast á framsalsbeiðnina þar sem ekki væri að sjá annað af bréfi ríkissaksóknara til dómsmálaráðuneytisins en að hann hefði lokið rannsókn sinni vegna framsalsbeiðninnar. Var þar þeirri afstöðu lýst að tiltekin skilyrði laganna væru uppfyllt varðandi framsalsbeiðnina auk þess sem bæði formlegum og efnislegum skilyrðum annarra ákvæða laganna væri fullnægt. „Að mati dómsins verður að gera ráð fyrir því að dómsmálaráðuneytið hafi á grundvelli þeirra valdheimilda sem ráðuneytið hefur samkvæmt lögum nr. 13/1984 svigrúm til að rannsaka mál frekar sjálft eða mæla fyrir um frekari rannsókn þess, ef tilefni þykir. Í máli þessu hefur hins vegar ekkert komið fram um slíka rannsókn annað en að málið sé til meðferðar í dómsmálaráðuneytinu samkvæmt upplýsingum sækjanda í máli þessu. Krafa sóknaraðila í máli þessu um farbann er krafa um þvingunarráðstöfun sem ekki má standa lengur en nauðsynlegt er miðað við umfang og eðli máls. Þá er það einnig skilyrði fyrir beitingu farbanns að rannsókn verði haldið áfram án óréttlætanlegra tafa. Þar sem ekkert hefur verið lagt fram um rannsókn ráðuneytisins eða frekari meðferð þess á framsalsbeiðni varnaraðila er ekki unnt að fallast á kröfu sóknaraðila um áframhaldandi farbann yfir varnaraðila,“ segir í úrskurði héraðsdóms. Dómsmál Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að pólskur maður sem eftirlýstur er í Póllandi fyrir brot sem geta varðað allt að 12 ára fangelsi skuli ekki sæta áfram farbanni. Pólsk yfirvöld hafa farið fram á það að maðurinn verði framseldur og er það mál nú í ferli hjá íslenskum yfirvöldum en líklegt er að málið fá meðferð hjá dómstólum þar sem maðurinn hefur andmælt framsalsbeiðninni. Í úrskurði héraðsdóms, sem birtur er á vef Landsréttar, kemur fram að maðurinn hafi seinast verið úrskurðaður í farbann þann 15. janúar síðastliðinn. Gilti það farbann til 29. júní og krafðist ríkissaksóknari þess nú að maðurinn yrði áfram í farbanni allt til föstudagsins 14. desember.Nánast samfellt í farbanni frá því í október Maðurinn er eftirlýstur í Póllandi fyrir brot sem getur varðað allt að 12 ára fangelsi en hann hefur ekki fengið dóm. Að því er fram kemur í greinargerð ríkissaksóknara er maðurinn grunaður um meðferð, vörslu, sölu og dreifingu á miklu magni af fíkniefnum, þar á meðal að minnsta kosti einu kílógrammi af kannabisplöntum- og efnum og talsverðu magni af amfetamíni. Maðurinn var handtekinn hér á landi þann 25. október en gefin hafði verið út evrópsk handtökuskipun á hendur honum. Hann sætti farbanni til 23. nóvember og síðan frá 18. desember til 15. janúar en farbannið var ekki framlengt þann 23. nóvember þar sem ekki lá fyrir formleg framsalsbeiðni frá pólskum yfirvöldum. Ríkissaksóknari fór nú fram á áframhaldandi farbann yfir manninum þar sem það liggur fyrir að meðferð framsalsmálsins mun taka lengri tíma. Var talið nauðsynlegt að maðurinn myndi sæta farbanni til að tryggja nærveru hans á meðan á meðferð málsins stendur en þessu voru dómstólarnir ekki sammála.Ekkert komið fram um nánari rannsókn Dómarinn í héraði taldi ekki unnt að fallast á framsalsbeiðnina þar sem ekki væri að sjá annað af bréfi ríkissaksóknara til dómsmálaráðuneytisins en að hann hefði lokið rannsókn sinni vegna framsalsbeiðninnar. Var þar þeirri afstöðu lýst að tiltekin skilyrði laganna væru uppfyllt varðandi framsalsbeiðnina auk þess sem bæði formlegum og efnislegum skilyrðum annarra ákvæða laganna væri fullnægt. „Að mati dómsins verður að gera ráð fyrir því að dómsmálaráðuneytið hafi á grundvelli þeirra valdheimilda sem ráðuneytið hefur samkvæmt lögum nr. 13/1984 svigrúm til að rannsaka mál frekar sjálft eða mæla fyrir um frekari rannsókn þess, ef tilefni þykir. Í máli þessu hefur hins vegar ekkert komið fram um slíka rannsókn annað en að málið sé til meðferðar í dómsmálaráðuneytinu samkvæmt upplýsingum sækjanda í máli þessu. Krafa sóknaraðila í máli þessu um farbann er krafa um þvingunarráðstöfun sem ekki má standa lengur en nauðsynlegt er miðað við umfang og eðli máls. Þá er það einnig skilyrði fyrir beitingu farbanns að rannsókn verði haldið áfram án óréttlætanlegra tafa. Þar sem ekkert hefur verið lagt fram um rannsókn ráðuneytisins eða frekari meðferð þess á framsalsbeiðni varnaraðila er ekki unnt að fallast á kröfu sóknaraðila um áframhaldandi farbann yfir varnaraðila,“ segir í úrskurði héraðsdóms.
Dómsmál Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira