Funda um innflytjendamálin í kvöld Atli Ísleifsson skrifar 5. júlí 2018 14:05 Angela Merkel fundar með Horst Seehofer og Angelu Nahle, leiðtoga Jafnaðarmanna, í kvöld. Vísir/EPA Ekkert samkomulag virðist sem stendur í sjónmáli hjá þýsku ríkisstjórnarflokkunum um innflytjendamálin. Leiðtogar flokka Kristlegra demókrata, CDU og CSU, og Jafnaðarmanna (SDU) koma saman til fundar í Berlín í kvöld til að ræða hugmyndir CDU, flokks Angelu Merkel kanslara, og systurflokksins CSU um að komið verði á fót sérstökum viðkomustöðvum fyrir hælisleitendur í landinu.Times greini frá þessu. Merkel og innanríkisráðherrann í ríkisstjórn hennar og leiðtogi CSU, Horst Seehofer, náðu samkomulagi fyrr í vikunni eftir að Seehofer hafði boðist til að segja af sér embætti. Seehofer og hafði talað fyrir því að þýska stjórnin tæki upp mun harðari stefnu í innflytjendamálum þar sem heimilt yrði að vísa flóttafólki frá við landamærin. Merkel hafði hins vegar talað um nauðsyn samevrópskrar lausnar. CDU og CSU náðu samkomulagi eftir miklar samningaviðræður og þurfa flokkarnir nú að reyna að sannfæra fulltrúa Jafnaðarmannaflokksins um ágæti samkomulagsins. Það gengur út á að hælisleitendur sem áður hafa verið skráðir í öðru aðildarríki ESB verði sendir í sérstakar búðir eða miðstöðvar við landamærin áður en þeir eru sendir aftur til þess ríkis sem um ræðir. Innan raða Jafnaðarmannaflokksins furða sumir sig á áframhaldandi veru Seehofer í ríkisstjórninni. „Að hann sé yfir höfuð enn ráðherra ber einungis merki um sífellt veikari stöðu Angelu Merkel,“ segir Thomas Oppermann, einn leiðtoga Jafnaðarmannaflokksins og varaforseti þýska þingsins, í samtali við Redaktionsnetzwerk Deutschland. Seehofer fundaði með Sebastian Kurz, kanslara Austurríkis, í hádeginu og Merkel með Victor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, til að ræða málefni flóttafólks í álfunni, en þeir Kurz og Orban hafa báðir talað fyrir harðri stefnu sinnar stjórnar og ESB í málaflokknum. Þýskaland Tengdar fréttir Seehofer mun ekki segja af sér embætti innanríkisráðherra Innanríkisráðherra Þýskalands, Horst Seehofer, mun ekki segja af sér embætti. 2. júlí 2018 21:42 Úrslitastund fyrir Evrópusambandið og þýsku ríkisstjórnina Leiðtogar Evrópusambandsins funda nú í Brussel. Meðal annars um flóttamannamál. 28. júní 2018 18:45 Óljós staða eftir samkomulag Merkel og Seehofer Beðið er viðbragða þýskra Jafnaðarmanna eftir samkomulag Angelu Merkel og Horst Seehofer í gærkvöldi. 3. júlí 2018 08:37 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira
Ekkert samkomulag virðist sem stendur í sjónmáli hjá þýsku ríkisstjórnarflokkunum um innflytjendamálin. Leiðtogar flokka Kristlegra demókrata, CDU og CSU, og Jafnaðarmanna (SDU) koma saman til fundar í Berlín í kvöld til að ræða hugmyndir CDU, flokks Angelu Merkel kanslara, og systurflokksins CSU um að komið verði á fót sérstökum viðkomustöðvum fyrir hælisleitendur í landinu.Times greini frá þessu. Merkel og innanríkisráðherrann í ríkisstjórn hennar og leiðtogi CSU, Horst Seehofer, náðu samkomulagi fyrr í vikunni eftir að Seehofer hafði boðist til að segja af sér embætti. Seehofer og hafði talað fyrir því að þýska stjórnin tæki upp mun harðari stefnu í innflytjendamálum þar sem heimilt yrði að vísa flóttafólki frá við landamærin. Merkel hafði hins vegar talað um nauðsyn samevrópskrar lausnar. CDU og CSU náðu samkomulagi eftir miklar samningaviðræður og þurfa flokkarnir nú að reyna að sannfæra fulltrúa Jafnaðarmannaflokksins um ágæti samkomulagsins. Það gengur út á að hælisleitendur sem áður hafa verið skráðir í öðru aðildarríki ESB verði sendir í sérstakar búðir eða miðstöðvar við landamærin áður en þeir eru sendir aftur til þess ríkis sem um ræðir. Innan raða Jafnaðarmannaflokksins furða sumir sig á áframhaldandi veru Seehofer í ríkisstjórninni. „Að hann sé yfir höfuð enn ráðherra ber einungis merki um sífellt veikari stöðu Angelu Merkel,“ segir Thomas Oppermann, einn leiðtoga Jafnaðarmannaflokksins og varaforseti þýska þingsins, í samtali við Redaktionsnetzwerk Deutschland. Seehofer fundaði með Sebastian Kurz, kanslara Austurríkis, í hádeginu og Merkel með Victor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, til að ræða málefni flóttafólks í álfunni, en þeir Kurz og Orban hafa báðir talað fyrir harðri stefnu sinnar stjórnar og ESB í málaflokknum.
Þýskaland Tengdar fréttir Seehofer mun ekki segja af sér embætti innanríkisráðherra Innanríkisráðherra Þýskalands, Horst Seehofer, mun ekki segja af sér embætti. 2. júlí 2018 21:42 Úrslitastund fyrir Evrópusambandið og þýsku ríkisstjórnina Leiðtogar Evrópusambandsins funda nú í Brussel. Meðal annars um flóttamannamál. 28. júní 2018 18:45 Óljós staða eftir samkomulag Merkel og Seehofer Beðið er viðbragða þýskra Jafnaðarmanna eftir samkomulag Angelu Merkel og Horst Seehofer í gærkvöldi. 3. júlí 2018 08:37 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira
Seehofer mun ekki segja af sér embætti innanríkisráðherra Innanríkisráðherra Þýskalands, Horst Seehofer, mun ekki segja af sér embætti. 2. júlí 2018 21:42
Úrslitastund fyrir Evrópusambandið og þýsku ríkisstjórnina Leiðtogar Evrópusambandsins funda nú í Brussel. Meðal annars um flóttamannamál. 28. júní 2018 18:45
Óljós staða eftir samkomulag Merkel og Seehofer Beðið er viðbragða þýskra Jafnaðarmanna eftir samkomulag Angelu Merkel og Horst Seehofer í gærkvöldi. 3. júlí 2018 08:37