Fundi lokið í kjaradeilu ljósmæðra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júlí 2018 17:21 Fjöldi manns kom saman við húsnæði ríkissáttasemjara í dag til að sýna ljósmæðrum stuðning. Vísir/Hrund Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk núna upp úr klukkan 17. Enn er ósamið í deilunni en aðeins þokaðist í viðræðum í dag. Ljósmæður lögðu fram skriflegar kröfur á fundinum, kröfur sem þær höfðu ekki greint frá áður, en nú mun samninganefnd ríkisins ætla að móta móttilboð. Næsti samningafundur hefur verið boðaður miðvikudaginn 11. júlí klukkan 14. „Við fögnum því að það er lausnamiðað samtal í gang. Við lögðum fram okkar tilboð á blaði og samninganefndin segist ætla að sníða móttilboð. Auðvitað hefði maður viljað að þetta gæti gengið hraðar fyrir sig en þeir segja að ástandið sé þannig að það er mikið um sumarfrí og þeir þurfa jafnvel að kalla inn fólk úr sumarfríum til að koma að þessari vinnu til að setja saman þetta tilboð og það náist væntanlega ekki fyrr en á miðvikudaginn,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, í samtali við Vísi. Hún segist leyfa sér að vera bjartsýn og halda í vonina. Vissulega hefði hún viljað að samningar tækjust í dag en það komi þá vonandi í síðasta lagi í næstu viku. Spurð út í þær kröfur sem samninganefnd ljósmæðra lagði fram í dag segir hún að þær hafi falið það í sér að það yrði gefið betur í frá síðasta samningi sem ljósmæður felldu. Í þeim samningi var kveðið á um hækkun upp á 8 prósent til ljósmæðra í dagvinnu og upp á 6,9 prósent til ljósmæðra í vaktavinnu. „Að það kæmi inn raunveruleiðrétting á launasetningunni,“ segir Katrín. En hvað þarf mikla prósentuhækkun til, annars vegar á dagvinnulaunum og hins vegar á vaktavinnulaunum, svo að ljósmæður telji sig vera komnar með þá launaleiðréttingu sem þær krefjast? „Það er í rauninni eitthvað sem er aðeins breytilegt á milli vinnukerfanna. Það er því alltaf svolítið verið að horfa yfir heildina á ákveðna prósentuhækkun sem dreifist svo mismunandi á milli kerfa og stofnana eftir þarfagreiningu en akkúrat á þessu stigi munum við ekki nefna ákveðna tölu,“ segir Katrín.Uppfært klukkan 17:46 með viðbrögðum frá formanni samninganefndar ljósmæðra. Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmæður munu leggja fram skriflegar kröfur á fundinum í dag Boðað var til samstöðu- og mótmælafundar á meðan fundinum stendur. 5. júlí 2018 09:46 „Skammist ykkar fyrir að koma okkur í þessar aðstæður“ „Ég hef orðið hræddur í lífinu en aldrei í líkingu við þetta“ sagði Ævar Þór Benediktson í ræðu sinni til stuðnings ljósmæðrum. 5. júlí 2018 12:29 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk núna upp úr klukkan 17. Enn er ósamið í deilunni en aðeins þokaðist í viðræðum í dag. Ljósmæður lögðu fram skriflegar kröfur á fundinum, kröfur sem þær höfðu ekki greint frá áður, en nú mun samninganefnd ríkisins ætla að móta móttilboð. Næsti samningafundur hefur verið boðaður miðvikudaginn 11. júlí klukkan 14. „Við fögnum því að það er lausnamiðað samtal í gang. Við lögðum fram okkar tilboð á blaði og samninganefndin segist ætla að sníða móttilboð. Auðvitað hefði maður viljað að þetta gæti gengið hraðar fyrir sig en þeir segja að ástandið sé þannig að það er mikið um sumarfrí og þeir þurfa jafnvel að kalla inn fólk úr sumarfríum til að koma að þessari vinnu til að setja saman þetta tilboð og það náist væntanlega ekki fyrr en á miðvikudaginn,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, í samtali við Vísi. Hún segist leyfa sér að vera bjartsýn og halda í vonina. Vissulega hefði hún viljað að samningar tækjust í dag en það komi þá vonandi í síðasta lagi í næstu viku. Spurð út í þær kröfur sem samninganefnd ljósmæðra lagði fram í dag segir hún að þær hafi falið það í sér að það yrði gefið betur í frá síðasta samningi sem ljósmæður felldu. Í þeim samningi var kveðið á um hækkun upp á 8 prósent til ljósmæðra í dagvinnu og upp á 6,9 prósent til ljósmæðra í vaktavinnu. „Að það kæmi inn raunveruleiðrétting á launasetningunni,“ segir Katrín. En hvað þarf mikla prósentuhækkun til, annars vegar á dagvinnulaunum og hins vegar á vaktavinnulaunum, svo að ljósmæður telji sig vera komnar með þá launaleiðréttingu sem þær krefjast? „Það er í rauninni eitthvað sem er aðeins breytilegt á milli vinnukerfanna. Það er því alltaf svolítið verið að horfa yfir heildina á ákveðna prósentuhækkun sem dreifist svo mismunandi á milli kerfa og stofnana eftir þarfagreiningu en akkúrat á þessu stigi munum við ekki nefna ákveðna tölu,“ segir Katrín.Uppfært klukkan 17:46 með viðbrögðum frá formanni samninganefndar ljósmæðra.
Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmæður munu leggja fram skriflegar kröfur á fundinum í dag Boðað var til samstöðu- og mótmælafundar á meðan fundinum stendur. 5. júlí 2018 09:46 „Skammist ykkar fyrir að koma okkur í þessar aðstæður“ „Ég hef orðið hræddur í lífinu en aldrei í líkingu við þetta“ sagði Ævar Þór Benediktson í ræðu sinni til stuðnings ljósmæðrum. 5. júlí 2018 12:29 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Ljósmæður munu leggja fram skriflegar kröfur á fundinum í dag Boðað var til samstöðu- og mótmælafundar á meðan fundinum stendur. 5. júlí 2018 09:46
„Skammist ykkar fyrir að koma okkur í þessar aðstæður“ „Ég hef orðið hræddur í lífinu en aldrei í líkingu við þetta“ sagði Ævar Þór Benediktson í ræðu sinni til stuðnings ljósmæðrum. 5. júlí 2018 12:29