Deila um lögmæti öryggishliðs við frístundabyggð í landi Fells Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. júlí 2018 06:00 Bláskógabyggð varð til sem sveitarfélag 9. júní 2002 við sameiningu þriggja sveitarfélaga, Biskupstungnahrepps, Laugardalshrepps og Þingvallahrepps. Á Gullna hringnum í Bláskógabyggð eru þrír fjölsóttustu ferðamannastaðir landsins; Gullfoss og Geysir og Þingvellir. VÍSIR/EINAR Áralöng deila hefur staðið um öryggishlið að frístundabyggð í landi Fells í Biskupstungum. Eigendur jarðarinnar telja að hliðinu hafi verið komið ólöglega fyrir og að það skerði eignarrétt þeirra. Nær allir eigendur frístundahúsa eru hins vegar á öðru máli. Eigandi Fells, en jörðin er um 770 hektarar að flatarmáli, er félagið Selmúli ehf. og hóf félagið að selja lóðir úr jörðinni árið 1997. Frístundahús eru bæði fyrir ofan og neðan þjóðveg sem liggur gegnum jörðina. Ásar eru fyrir ofan þjóðveg. Árið 2014 ræddu lóðareigendur Ása um það að setja upp öryggishlið inn í byggðina og var það samþykkt með meirihluta atkvæða. Einn eigandi vildi ekki greiða sinn hluta í kostnaði af uppsetningu hliðsins og varð af dómsmál. Þetta er ekki eina dómsmálið sem höfðað hefur verið en eigendur Selmúla hafa mótmælt hliðinu og telja uppsetningu þess ólögmæta. Skemmdarverk hafa verið unnin á hliðinu og lögreglan rannsakað hver var þar að verki. Þá hefur málið farið fyrir kærunefnd húsamála sem úrskurðaði að uppsetning hliðsins væri lögmæt. „Þau biðja okkur um að fá að setja upp hlið þarna upp á öryggismál að gera. Stjórn Selmúla ákvað að veita ekki leyfi fyrir því en í framhaldinu gera þau það samt,“ segir Hjalti Úrsus Árnason, stjórnarformaður Selmúla.Hjalti Úrsus ÁrnasonFélagið fór fram á það að lögbann yrði lagt við uppsetningu þess. Það mál dróst svo fyrir dómstólum að þegar loks var úrskurðað í málinu var hliðið löngu tilbúið og lögbanni hafnað af þeim sökum. Umrætt hlið er þannig úr garði gert að hægt er að opna það með því að hringja í ákveðið símanúmer. Lóðareigendur hafa meðal annars borið því við að eigendur Selmúla geti fengið símanúmerið og þar með aðgang að landi sínu. Þá hafi þeir séð um að bera í veginn og halda honum við í fjölda ára. „Fyrir innan frístundahúsin eru hátt í tvö hundruð hektarar lands sem þau eru að loka á aðgang okkar að,“ segir Hjalti og líkir málinu við það að einhver girði af hluta íbúðar annars manns en veiti honum leyfi til að fara þangað inn með þar til gerðu tæki. „Staðsetning hliðsins er í okkar landi, það er alveg óumdeilt. Við lögðum veginn að bústöðunum svo hann er í okkar eigu. Það er alveg kýrskýrt í kaupsamningunum að við seldum lóðirnar en ekki veginn að þeim. Lögmæti hliðsins hefur ekki enn farið fyrir dómstóla en það mál er í undirbúningi,“ segir Hjalti. Sigurður Guðmundsson, formaður Ása, vildi ekki ræða málið. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Áralöng deila hefur staðið um öryggishlið að frístundabyggð í landi Fells í Biskupstungum. Eigendur jarðarinnar telja að hliðinu hafi verið komið ólöglega fyrir og að það skerði eignarrétt þeirra. Nær allir eigendur frístundahúsa eru hins vegar á öðru máli. Eigandi Fells, en jörðin er um 770 hektarar að flatarmáli, er félagið Selmúli ehf. og hóf félagið að selja lóðir úr jörðinni árið 1997. Frístundahús eru bæði fyrir ofan og neðan þjóðveg sem liggur gegnum jörðina. Ásar eru fyrir ofan þjóðveg. Árið 2014 ræddu lóðareigendur Ása um það að setja upp öryggishlið inn í byggðina og var það samþykkt með meirihluta atkvæða. Einn eigandi vildi ekki greiða sinn hluta í kostnaði af uppsetningu hliðsins og varð af dómsmál. Þetta er ekki eina dómsmálið sem höfðað hefur verið en eigendur Selmúla hafa mótmælt hliðinu og telja uppsetningu þess ólögmæta. Skemmdarverk hafa verið unnin á hliðinu og lögreglan rannsakað hver var þar að verki. Þá hefur málið farið fyrir kærunefnd húsamála sem úrskurðaði að uppsetning hliðsins væri lögmæt. „Þau biðja okkur um að fá að setja upp hlið þarna upp á öryggismál að gera. Stjórn Selmúla ákvað að veita ekki leyfi fyrir því en í framhaldinu gera þau það samt,“ segir Hjalti Úrsus Árnason, stjórnarformaður Selmúla.Hjalti Úrsus ÁrnasonFélagið fór fram á það að lögbann yrði lagt við uppsetningu þess. Það mál dróst svo fyrir dómstólum að þegar loks var úrskurðað í málinu var hliðið löngu tilbúið og lögbanni hafnað af þeim sökum. Umrætt hlið er þannig úr garði gert að hægt er að opna það með því að hringja í ákveðið símanúmer. Lóðareigendur hafa meðal annars borið því við að eigendur Selmúla geti fengið símanúmerið og þar með aðgang að landi sínu. Þá hafi þeir séð um að bera í veginn og halda honum við í fjölda ára. „Fyrir innan frístundahúsin eru hátt í tvö hundruð hektarar lands sem þau eru að loka á aðgang okkar að,“ segir Hjalti og líkir málinu við það að einhver girði af hluta íbúðar annars manns en veiti honum leyfi til að fara þangað inn með þar til gerðu tæki. „Staðsetning hliðsins er í okkar landi, það er alveg óumdeilt. Við lögðum veginn að bústöðunum svo hann er í okkar eigu. Það er alveg kýrskýrt í kaupsamningunum að við seldum lóðirnar en ekki veginn að þeim. Lögmæti hliðsins hefur ekki enn farið fyrir dómstóla en það mál er í undirbúningi,“ segir Hjalti. Sigurður Guðmundsson, formaður Ása, vildi ekki ræða málið.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira