Dráttarbátur ekki til á Húsavík þrátt fyrir fjármagn frá ríkinu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 7. júlí 2018 08:00 Hafnarsamlag Norðurlands fékk styrk frá Hafnabótasjóði fyrir 60 prósentum af kaupverði Seifs. Vegagerðin Ekki hafa enn verið fest kaup á dráttarbáti sem gert var ráð fyrir í lögum frá 2013 um fjármögnun uppbyggingar innviða vegna atvinnustarfsemi á Bakka. Í kostnaðaráætlun í almennum athugasemdum með lögunum er gert ráð fyrir 290 milljónum í hönnun og útboð á dráttarbáti. „Það ferli er í rauninni ekki hafið,“ segir Þórir Örn Gunnarsson, hafnarstjóri á Húsavík, aðspurður um bátinn og féð sem veitt var til hönnunar hans og smíði. „Við erum ekki búnir með framkvæmdina, en hún var af slíkri stærðargráðu að þessi fjármunir voru allir nýttir í hana og dugðu ekki til. Við þurfum svo að setja þetta í ferli,“ segir Þórir. Hann segir að fyrir hefði legið að sveitarfélagið og höfnin myndu þurfa að bera einhvern kostnað af framkvæmdunum enda verkefnið ekki að fullu fjármagnað af ríkinu. Ákveðið hefði verið að nota allt fjármagnið í framkvæmdirnar og gera samning við hafnarsamlag Norðurlands um þjónustuna á meðan peningum yrði safnað fyrir dráttarbát. Hafnasamlag Norðurlands á Akureyri fékk glænýjan dráttarbát, Seif, á dögunum og styrkti Hafnabótasjóður þau kaup um 60 prósent af kaupverðinu, en báturinn kostaði 490 milljónir. Í frétt frá Vegagerðinni segir að með tilkomu bátsins opnist möguleikar á að þjónusta aðrar hafnir á Norðurlandi eins og til dæmis Húsavíkurhöfn þar sem mikil þörf sé á þjónustu dráttarbáts eftir að starfsemi hófst í stóriðjunni á Bakka. Aðspurður segir Þórir að samkomulag hafi verið um samvinnu milli Húsavíkurhafnar og Hafnasamlags Norðurlands og mun Sleipnir, eldri dráttarbáturinn frá Akureyri sem Seifur leysir af hólmi, sinna þjónustu í Húsavíkurhöfn þangað til Húsvíkingar hafa efni á sínum eigin dráttarbát. En hann segir ekkert vafamál að nauðsynlegt sé að hafa dráttarbát að staðaldri á Húsavík, fleira komi til en atvinnustarfsemin á Bakka. „Umferðin hér hefur aukist það mikið, auk þess sem skemmtiferðaskipin bætist við á sumrin, þar sem mikil aukning hafi verið. „Við erum að fara úr þremur skipum árið 2015 upp í 48 til 49 skip í ár. Svo er náttúrulega gríðarlegur fjöldi farþegabáta hér í siglingum, hvalaskoðunarbátarnir, þannig að þetta er orðin mjög mikil umferð hér og hafnarsvæðið er þröngt,“ segir Þórir. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira
Ekki hafa enn verið fest kaup á dráttarbáti sem gert var ráð fyrir í lögum frá 2013 um fjármögnun uppbyggingar innviða vegna atvinnustarfsemi á Bakka. Í kostnaðaráætlun í almennum athugasemdum með lögunum er gert ráð fyrir 290 milljónum í hönnun og útboð á dráttarbáti. „Það ferli er í rauninni ekki hafið,“ segir Þórir Örn Gunnarsson, hafnarstjóri á Húsavík, aðspurður um bátinn og féð sem veitt var til hönnunar hans og smíði. „Við erum ekki búnir með framkvæmdina, en hún var af slíkri stærðargráðu að þessi fjármunir voru allir nýttir í hana og dugðu ekki til. Við þurfum svo að setja þetta í ferli,“ segir Þórir. Hann segir að fyrir hefði legið að sveitarfélagið og höfnin myndu þurfa að bera einhvern kostnað af framkvæmdunum enda verkefnið ekki að fullu fjármagnað af ríkinu. Ákveðið hefði verið að nota allt fjármagnið í framkvæmdirnar og gera samning við hafnarsamlag Norðurlands um þjónustuna á meðan peningum yrði safnað fyrir dráttarbát. Hafnasamlag Norðurlands á Akureyri fékk glænýjan dráttarbát, Seif, á dögunum og styrkti Hafnabótasjóður þau kaup um 60 prósent af kaupverðinu, en báturinn kostaði 490 milljónir. Í frétt frá Vegagerðinni segir að með tilkomu bátsins opnist möguleikar á að þjónusta aðrar hafnir á Norðurlandi eins og til dæmis Húsavíkurhöfn þar sem mikil þörf sé á þjónustu dráttarbáts eftir að starfsemi hófst í stóriðjunni á Bakka. Aðspurður segir Þórir að samkomulag hafi verið um samvinnu milli Húsavíkurhafnar og Hafnasamlags Norðurlands og mun Sleipnir, eldri dráttarbáturinn frá Akureyri sem Seifur leysir af hólmi, sinna þjónustu í Húsavíkurhöfn þangað til Húsvíkingar hafa efni á sínum eigin dráttarbát. En hann segir ekkert vafamál að nauðsynlegt sé að hafa dráttarbát að staðaldri á Húsavík, fleira komi til en atvinnustarfsemin á Bakka. „Umferðin hér hefur aukist það mikið, auk þess sem skemmtiferðaskipin bætist við á sumrin, þar sem mikil aukning hafi verið. „Við erum að fara úr þremur skipum árið 2015 upp í 48 til 49 skip í ár. Svo er náttúrulega gríðarlegur fjöldi farþegabáta hér í siglingum, hvalaskoðunarbátarnir, þannig að þetta er orðin mjög mikil umferð hér og hafnarsvæðið er þröngt,“ segir Þórir.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira