Fólk hleypur ekkert í burtu að gamni sínu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. júlí 2018 10:02 Guðrún á land upp í topp á Dímon sem hér sést út við sjóndeildarhringinn. Hún hefur unnið mikið að uppgræðslu á Markarfljótsaurunum, skógur heima við bæ ber iðni hennar líka vott. Fréttablaðið/Ernir Enginn kemur Guðrúnu Stefánsdóttur í Hlíðarendakoti að óvörum, hundurinn hennar, Týri, sér um það. Því kemst ég að er ég renni þar í hlað. En þegar Guðrún leggur blessun sína yfir heimsóknina hættir hvutti að gelta og verður hinn spakasti. Húsið er með herragarðsbrag, gengið er inn víðan gang með hvelfdu lofti og þar innan við fáum við Guðrún okkur sæti við stórt borðstofuborð, hún rennir kaffi í bolla en ég munda upptökutækið. Hún ætlar nefnilega að fara að selja Hlíðarendakot og það þykir mér tíðindum sæta því hún hefur rekið þar bú af myndarskap og látið sig málefni bænda varða, var meðal annars fulltrúi sunnlenskra bænda á aðalfundum Landssambands sauðfjárbænda og sat búnaðarþing í tólf ár. En hún kveðst hafa skorið niður fjárstofninn að mestu í fyrrahaust enda ekki unnt að búa við þau kjör sem sauðfjárbændum sé gert að lifa við. „Sláturleyfishafar lækkuðu lambakjötsverðið til bænda í fyrra úr 600 í 400 krónur kílóið og kjöt af fullorðnu fé úr 200 krónum í 120, sama á hvaða aldri kindin var. Slík launalækkun þekkist ekki í öðrum greinum.“ Guðrún upplýsir að þau Viðar Pálsson í Hlíðarbóli í Fljótshlíð hafi fyrir þremur árum ákveðið að rugla saman reytum. Hann hafi verið sauðfjárbóndi eins og hún og samtals hafi þau átt 650 fjár á fóðrum. „Hann byrjað líka í ferðaþjónustu árið 2016 og er með pláss fyrir 13 gesti í rúm. Fyrsta sumarið var hann bara með opið í þrjá mánuði en hafði samt meira upp úr gistingunni en við bæði samanlagt fyrir sauðfjárafurðirnar. Svo við fækkuðum ánum í fyrrahaust og eigum nú um hundrað samtals.“ Kindakjötsverð til bænda, sem Norðlenska gaf út nýlega fyrir komandi haust, er nánast óbreytt frá því í fyrra, að sögn Guðrúnar. Kannski 1% hækkun. „Þetta er dauðadómur fyrir sauðfjárrækt sem búgrein og þá bændur sem stunda hana. Atvinna fólks og heimili eru undir og það hleypur ekkert í burtu að gamni sínu,“ segir hún og kveður fast að. Segir sláturleyfishafana ekki hafa lækkað verðið frá sér. „Þeir segja að útflutningurinn kosti svo mikið. Samt var síðasti búvörusamningur gerður þannig að þar var verðlaunað fyrir fjölgun fjár. Ég var í stjórn bændasamtakanna þá og geiddi atkvæði gegn samningnum sem var algerlega úr takti við þær aðstæður sem voru og eru. Dæmið á að snúast um framboð og eftirspurn innanlands og ef fólk vill framleiða til útflutnings, þá gerir það slíkt á eigin ábyrgð. Það er mitt álit. Birgðir sem sláturleyfishafar þóttust sitja uppi með í fyrra reyndust ekki vera fyrir hendi, en við komumst aldrei í þær tölur sem snúa að útflutningnum. Þær virðast vera einkamál fyrirtækjanna.“ Guðrúnu er greinilega misboðið. Hún segir þessi verðlagsmál þó ekki snerta hana lengur efnahagslega, heldur tilfinningalega. „Fólk allt í kringum landið er ofurselt sláturleyfishöfunum, á þeim veltur framtíð byggðar, bæði í sveitum og litlum þorpum, því þegar hún grisjast leggst þjónusta þar af. En Evrópuríkin sem við keppum við, þau styrkja sinn landbúnað ekki síður en við, þó veðurfarsleg og markaðsleg skilyrði séu mun betri.“ Hún segir þau Viðar hafa fengið sér að borða í Mjóddinni um daginn og valið það dýrasta á matseðlinum, úrbeinað kjöt af lambalæri. Þau hafi velt fyrir sér verðmynduninni. „Ja, ég er að kaupa kjötið á 3.000 krónur kílóið af sláturleyfishafa,“ var svarið sem vertinn gaf. Auðvitað er búinn til sælkeramatur úr þessu góða hráefni og seldur hæsta verði, ærfille af ungri á er til dæmis algert hnossgæti, þó við fáum bara 120 krónur fyrir kílóið. Lambið er í raun villibráð og dýravelferð er mikil á Íslandi, hér viðgangast hvorki fúkkalyfja- né hormónagjafir. En svo má flytja inn kjöt til landsins án þess að nokkuð sé vitað hvernig þessum málum er háttað í upprunalandinu, heldur látið eins og kjötið sé framleitt þar sem því er pakkað. Það kom upp matareitrun í kjúklingum í Danmörku og þegar blaðamaður þar fór að rekja uppruna kjötsins reyndist það vera frá Taílandi þar sem reglur eru ekki í neinu samræmi við það sem Danir verða að tileinka sér.“ Guðrún segir mér líka sögu úr Parísarferð sem hún fór með Gerði Guðrúnu, dóttur sinni, nýlega. „Á leið til Versala hittum við mann frá miðríkjum Bandaríkjanna. Hann sagðist hafa stutt Trump í forsetakosningunum og við spurðum af hverju. „Sko, stáliðnaðurinn í Bandaríkjunum býr við reglur um lágmarkslaun, aðbúnað og gæðastaðla og greiðir sína skatta en svo erum við að keppa við kínverskt stál, framleitt þar sem engin lágmarkslaun eru við lýði og engar reglugerðir,“ svaraði hann. Þá varð mér hugsað til íslensks landbúnaðar.“Tvær burstir af þremur standa enn á litla bænum sem Guðrún bjó í um tólf ára skeið með manni sínum og börnum.Fréttablaðið/ErnirUppalin á mölinni Þessi dugmikla sveitakona er uppalin á mölinni en óslökkvandi áhugi á dýrum og útivist sagði snemma til sín, að hennar sögn. „Ég fór á öll reiðnámskeið og var í skátunum. Svo fór ég í sveit að Hofsnesi í Öræfum, var þar á sumrin sem unglingur og fannst ég strax verða hluti af samfélaginu þar eystra. Hef alltaf spekúlerað mikið í náttúrunni og var svolítið að sniglast kringum Hálfdán Björnsson á Kvískerjum, lærði af honum að þekkja fugla, fiðrildi og plöntur og safnaði eggjum. Svo var Sigurður, bóndi á Hofsnesi, hafsjór af sögum,“ lýsir hún. Guðrún varð búfræðingur frá Hvanneyri 1977, búfræðikandidat í Edinborg og náði sér síðar í mastersgráðu í landgræðslufræðum við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, í fjarnámi með búskapnum. En eftir Edinborgardvölina hélt hún í heimsreisu og vann á sauðfjárbúi í Ástralíu og holdanautabúgarði í Bandaríkjunum. Kveðst enn halda sambandi við marga sem hún kynntist úti og vera að skipuleggja ferð til Ástralíu til að hitta bændurna sem hún var hjá þar. „Ég var líka í Tansaníu í eitt ár að vinna á kúabúi. Ætlaði að fara út í þróunarstarf en hitti marga sem höfðu eytt ævinni í slík störf, mest einhleypa karla sem búnir voru að missa sjónar á konunni og börnunum og áttu ekkert ættland lengur. Þeir sögðu magnaðar sögur, búnir að þvælast um allan heim og vinna við ótrúlegustu aðstæður. Lenda í því sem við mundum kalla ævintýri – en voru bara frekar einmana. Ævintýri geta orðið hversdagleg líka, þau verða að koma innan frá.“ Heimkomin úr fjarlægum heimsálfum fór Guðrún að vinna á Hesti í Borgarfirði hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Þar hitti hún Árna Jónsson sem var þar bústjóri og féll fyrir honum, þó hann væri 27 árum eldri, og þau giftu sig 1986. „Mamma hans Árna var frá Hlíðarendakoti og við fluttum hingað árið 1988, þá komin með tvö börn, soninn Jón Örn sem nú er orðinn lögfræðingur og Gerði Guðrúnu sem er listfræðingur frá London en vinnur í Arion banka. Ásdís Hulda bættist við eftir að hingað kom, hún er hundasnyrtir og er mest hér í sveitinni af börnunum, á til dæmis flest hrossin hér í túninu.“ Fyrstu tólf árin í Hlíðarendakoti segir Guðrún fjölskylduna hafa búið í litlum bæ með þremur burstum. Hann blasir við frá heimkeyrslunni að íbúðarhúsinu sem var byggt um síðustu aldamót á grunni enn eldri bæjar. „Bærinn hans Þorsteins Erlingssonar skálds, hann stóð hér,“ segir Guðrún. Hún fer með vísu eftir Þorstein sem hann orti þegar hann kom í Hlíðarendakot í síðasta sinn, sem var þá aðþrengt vegna ágangs Þverár. Vinina fornu hef ég hitt, hjörtun sem ég þekki. Þverá tekur túnið mitt en tryggðinni nær hún ekki. Guðrún varð ekkja árið 2014, er Árni lést eftir langvarandi veikindi. „Síðustu árin voru Árna erfið og hann gat ekki verið einn. Lasleikinn byrjaði með lungnaþembu sem versnaði mikið við gosin í Eyjafjallajökli, hann varð þá fastur við rúmið og fór ekki aftur af stað. Svo bættust Alzheimer og krabbi við,“ lýsir Guðrún og segir mann sinn þó hafa verið heima allan tímann. „Við hjálpuðumst öll að við að gera honum það kleift. Það kom svo mikið óöryggi í hann með Alzheimernum að við gátum ekki hugsað okkur að hann færi annað og Gerður Guðrún var hér heima síðasta árið hans.“ Spurð hvort hún hafi alltaf þekkt Viðar á Hlíðarbóli svarar Guðrún: „Já, hann var bara eins og hver annar kunningi sem kom og reddaði ýmsu í sambandi við vélarnar. Átta mánuðum eftir að Árni dó kom hann hingað að hjálpa mér og þá kviknaði eitthvað milli okkar. Hann hafði verið í sambúð með konu en þau skildu og við tókum saman en erum með lögheimili hvort á sínum bæ. Við höfum bæði gaman af að ferðast og höfum gripið ódýr fargjöld og skellt okkur út fyrir landsteinana öðru hvoru.“ Ekki kveðst Guðrún ætla að flytja að Hlíðarbóli þegar Kotið selst. „Ég á hlut í jörðinni Múlakoti,“ segir hún. „Þar ætla ég að byggja mér hús. En þegar atvinnumöguleikinn er farinn þá verður maður einhvers staðar að ná í pening til að lifa af. Það kostar ekkert lítið að halda svona jörð, bæði í vinnu og fasteignagjöldum. Svo er að koma ljósleiðari og hann kostar 300 þúsund á býli. Fyrirtækinu Mílu eru seld notin fyrir önnur 300 þúsund. Sveitarsjóður greiðir þetta allt fyrir íbúa þorpsins á Hvolsvelli en við sem búum í sveitunum verðum að gjöra svo vel að borga. Það getur varla staðist stjórnarskrá. Við skulum svo ekki ræða póstþjónustuna í hinum dreifðu byggðum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Enginn kemur Guðrúnu Stefánsdóttur í Hlíðarendakoti að óvörum, hundurinn hennar, Týri, sér um það. Því kemst ég að er ég renni þar í hlað. En þegar Guðrún leggur blessun sína yfir heimsóknina hættir hvutti að gelta og verður hinn spakasti. Húsið er með herragarðsbrag, gengið er inn víðan gang með hvelfdu lofti og þar innan við fáum við Guðrún okkur sæti við stórt borðstofuborð, hún rennir kaffi í bolla en ég munda upptökutækið. Hún ætlar nefnilega að fara að selja Hlíðarendakot og það þykir mér tíðindum sæta því hún hefur rekið þar bú af myndarskap og látið sig málefni bænda varða, var meðal annars fulltrúi sunnlenskra bænda á aðalfundum Landssambands sauðfjárbænda og sat búnaðarþing í tólf ár. En hún kveðst hafa skorið niður fjárstofninn að mestu í fyrrahaust enda ekki unnt að búa við þau kjör sem sauðfjárbændum sé gert að lifa við. „Sláturleyfishafar lækkuðu lambakjötsverðið til bænda í fyrra úr 600 í 400 krónur kílóið og kjöt af fullorðnu fé úr 200 krónum í 120, sama á hvaða aldri kindin var. Slík launalækkun þekkist ekki í öðrum greinum.“ Guðrún upplýsir að þau Viðar Pálsson í Hlíðarbóli í Fljótshlíð hafi fyrir þremur árum ákveðið að rugla saman reytum. Hann hafi verið sauðfjárbóndi eins og hún og samtals hafi þau átt 650 fjár á fóðrum. „Hann byrjað líka í ferðaþjónustu árið 2016 og er með pláss fyrir 13 gesti í rúm. Fyrsta sumarið var hann bara með opið í þrjá mánuði en hafði samt meira upp úr gistingunni en við bæði samanlagt fyrir sauðfjárafurðirnar. Svo við fækkuðum ánum í fyrrahaust og eigum nú um hundrað samtals.“ Kindakjötsverð til bænda, sem Norðlenska gaf út nýlega fyrir komandi haust, er nánast óbreytt frá því í fyrra, að sögn Guðrúnar. Kannski 1% hækkun. „Þetta er dauðadómur fyrir sauðfjárrækt sem búgrein og þá bændur sem stunda hana. Atvinna fólks og heimili eru undir og það hleypur ekkert í burtu að gamni sínu,“ segir hún og kveður fast að. Segir sláturleyfishafana ekki hafa lækkað verðið frá sér. „Þeir segja að útflutningurinn kosti svo mikið. Samt var síðasti búvörusamningur gerður þannig að þar var verðlaunað fyrir fjölgun fjár. Ég var í stjórn bændasamtakanna þá og geiddi atkvæði gegn samningnum sem var algerlega úr takti við þær aðstæður sem voru og eru. Dæmið á að snúast um framboð og eftirspurn innanlands og ef fólk vill framleiða til útflutnings, þá gerir það slíkt á eigin ábyrgð. Það er mitt álit. Birgðir sem sláturleyfishafar þóttust sitja uppi með í fyrra reyndust ekki vera fyrir hendi, en við komumst aldrei í þær tölur sem snúa að útflutningnum. Þær virðast vera einkamál fyrirtækjanna.“ Guðrúnu er greinilega misboðið. Hún segir þessi verðlagsmál þó ekki snerta hana lengur efnahagslega, heldur tilfinningalega. „Fólk allt í kringum landið er ofurselt sláturleyfishöfunum, á þeim veltur framtíð byggðar, bæði í sveitum og litlum þorpum, því þegar hún grisjast leggst þjónusta þar af. En Evrópuríkin sem við keppum við, þau styrkja sinn landbúnað ekki síður en við, þó veðurfarsleg og markaðsleg skilyrði séu mun betri.“ Hún segir þau Viðar hafa fengið sér að borða í Mjóddinni um daginn og valið það dýrasta á matseðlinum, úrbeinað kjöt af lambalæri. Þau hafi velt fyrir sér verðmynduninni. „Ja, ég er að kaupa kjötið á 3.000 krónur kílóið af sláturleyfishafa,“ var svarið sem vertinn gaf. Auðvitað er búinn til sælkeramatur úr þessu góða hráefni og seldur hæsta verði, ærfille af ungri á er til dæmis algert hnossgæti, þó við fáum bara 120 krónur fyrir kílóið. Lambið er í raun villibráð og dýravelferð er mikil á Íslandi, hér viðgangast hvorki fúkkalyfja- né hormónagjafir. En svo má flytja inn kjöt til landsins án þess að nokkuð sé vitað hvernig þessum málum er háttað í upprunalandinu, heldur látið eins og kjötið sé framleitt þar sem því er pakkað. Það kom upp matareitrun í kjúklingum í Danmörku og þegar blaðamaður þar fór að rekja uppruna kjötsins reyndist það vera frá Taílandi þar sem reglur eru ekki í neinu samræmi við það sem Danir verða að tileinka sér.“ Guðrún segir mér líka sögu úr Parísarferð sem hún fór með Gerði Guðrúnu, dóttur sinni, nýlega. „Á leið til Versala hittum við mann frá miðríkjum Bandaríkjanna. Hann sagðist hafa stutt Trump í forsetakosningunum og við spurðum af hverju. „Sko, stáliðnaðurinn í Bandaríkjunum býr við reglur um lágmarkslaun, aðbúnað og gæðastaðla og greiðir sína skatta en svo erum við að keppa við kínverskt stál, framleitt þar sem engin lágmarkslaun eru við lýði og engar reglugerðir,“ svaraði hann. Þá varð mér hugsað til íslensks landbúnaðar.“Tvær burstir af þremur standa enn á litla bænum sem Guðrún bjó í um tólf ára skeið með manni sínum og börnum.Fréttablaðið/ErnirUppalin á mölinni Þessi dugmikla sveitakona er uppalin á mölinni en óslökkvandi áhugi á dýrum og útivist sagði snemma til sín, að hennar sögn. „Ég fór á öll reiðnámskeið og var í skátunum. Svo fór ég í sveit að Hofsnesi í Öræfum, var þar á sumrin sem unglingur og fannst ég strax verða hluti af samfélaginu þar eystra. Hef alltaf spekúlerað mikið í náttúrunni og var svolítið að sniglast kringum Hálfdán Björnsson á Kvískerjum, lærði af honum að þekkja fugla, fiðrildi og plöntur og safnaði eggjum. Svo var Sigurður, bóndi á Hofsnesi, hafsjór af sögum,“ lýsir hún. Guðrún varð búfræðingur frá Hvanneyri 1977, búfræðikandidat í Edinborg og náði sér síðar í mastersgráðu í landgræðslufræðum við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, í fjarnámi með búskapnum. En eftir Edinborgardvölina hélt hún í heimsreisu og vann á sauðfjárbúi í Ástralíu og holdanautabúgarði í Bandaríkjunum. Kveðst enn halda sambandi við marga sem hún kynntist úti og vera að skipuleggja ferð til Ástralíu til að hitta bændurna sem hún var hjá þar. „Ég var líka í Tansaníu í eitt ár að vinna á kúabúi. Ætlaði að fara út í þróunarstarf en hitti marga sem höfðu eytt ævinni í slík störf, mest einhleypa karla sem búnir voru að missa sjónar á konunni og börnunum og áttu ekkert ættland lengur. Þeir sögðu magnaðar sögur, búnir að þvælast um allan heim og vinna við ótrúlegustu aðstæður. Lenda í því sem við mundum kalla ævintýri – en voru bara frekar einmana. Ævintýri geta orðið hversdagleg líka, þau verða að koma innan frá.“ Heimkomin úr fjarlægum heimsálfum fór Guðrún að vinna á Hesti í Borgarfirði hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Þar hitti hún Árna Jónsson sem var þar bústjóri og féll fyrir honum, þó hann væri 27 árum eldri, og þau giftu sig 1986. „Mamma hans Árna var frá Hlíðarendakoti og við fluttum hingað árið 1988, þá komin með tvö börn, soninn Jón Örn sem nú er orðinn lögfræðingur og Gerði Guðrúnu sem er listfræðingur frá London en vinnur í Arion banka. Ásdís Hulda bættist við eftir að hingað kom, hún er hundasnyrtir og er mest hér í sveitinni af börnunum, á til dæmis flest hrossin hér í túninu.“ Fyrstu tólf árin í Hlíðarendakoti segir Guðrún fjölskylduna hafa búið í litlum bæ með þremur burstum. Hann blasir við frá heimkeyrslunni að íbúðarhúsinu sem var byggt um síðustu aldamót á grunni enn eldri bæjar. „Bærinn hans Þorsteins Erlingssonar skálds, hann stóð hér,“ segir Guðrún. Hún fer með vísu eftir Þorstein sem hann orti þegar hann kom í Hlíðarendakot í síðasta sinn, sem var þá aðþrengt vegna ágangs Þverár. Vinina fornu hef ég hitt, hjörtun sem ég þekki. Þverá tekur túnið mitt en tryggðinni nær hún ekki. Guðrún varð ekkja árið 2014, er Árni lést eftir langvarandi veikindi. „Síðustu árin voru Árna erfið og hann gat ekki verið einn. Lasleikinn byrjaði með lungnaþembu sem versnaði mikið við gosin í Eyjafjallajökli, hann varð þá fastur við rúmið og fór ekki aftur af stað. Svo bættust Alzheimer og krabbi við,“ lýsir Guðrún og segir mann sinn þó hafa verið heima allan tímann. „Við hjálpuðumst öll að við að gera honum það kleift. Það kom svo mikið óöryggi í hann með Alzheimernum að við gátum ekki hugsað okkur að hann færi annað og Gerður Guðrún var hér heima síðasta árið hans.“ Spurð hvort hún hafi alltaf þekkt Viðar á Hlíðarbóli svarar Guðrún: „Já, hann var bara eins og hver annar kunningi sem kom og reddaði ýmsu í sambandi við vélarnar. Átta mánuðum eftir að Árni dó kom hann hingað að hjálpa mér og þá kviknaði eitthvað milli okkar. Hann hafði verið í sambúð með konu en þau skildu og við tókum saman en erum með lögheimili hvort á sínum bæ. Við höfum bæði gaman af að ferðast og höfum gripið ódýr fargjöld og skellt okkur út fyrir landsteinana öðru hvoru.“ Ekki kveðst Guðrún ætla að flytja að Hlíðarbóli þegar Kotið selst. „Ég á hlut í jörðinni Múlakoti,“ segir hún. „Þar ætla ég að byggja mér hús. En þegar atvinnumöguleikinn er farinn þá verður maður einhvers staðar að ná í pening til að lifa af. Það kostar ekkert lítið að halda svona jörð, bæði í vinnu og fasteignagjöldum. Svo er að koma ljósleiðari og hann kostar 300 þúsund á býli. Fyrirtækinu Mílu eru seld notin fyrir önnur 300 þúsund. Sveitarsjóður greiðir þetta allt fyrir íbúa þorpsins á Hvolsvelli en við sem búum í sveitunum verðum að gjöra svo vel að borga. Það getur varla staðist stjórnarskrá. Við skulum svo ekki ræða póstþjónustuna í hinum dreifðu byggðum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira