Laxar sluppu úr sjókví laxeldisfyrirtækisins Arnarlax í Tálknafirði í gær. Göt fundust á kvínni en ekki er ljóst á þessari stundu hversu margir laxar hafa sloppið.
Arnarlax greinir frá því á vefsíðu sinni að sérhæfðir kafarar hafi uppgötvað tvö göt á kvínni (100x50 cm og 100x70 cm) sem skýrt getur að laxar hafi sloppið.
Ekki er vitað hvað orsakaði götin en töluverð vinna hefur verið við þessa tilteknu kví sem hugsanlega gæti orsakað atvikið.
Ekki liggur fyrir hversu margir fiskar hafa sloppið. Meðalþyngd fiska í kvínni er 3,5 kg.
Arnarlax tilkynnti atvikið til Matvælastofnunar, Umhverfisstofnunar og Fiskistofu um leið og götin á kvínni komu í ljós og verða allar aðgerðir vegna atviksins unnar í samráði við Matvælastofnun og Fiskistofu.
Laxar sluppu úr sjókví í Tálknafirði

Tengdar fréttir

Laxeldisfyrirtæki þurfa að eitra fyrir laxalús í Tálknafirði og Arnarfirði
Laxalús er orðin svo mikil í Tálknafirði og Arnarfirði að nota þarf eitur til að drepa lúsina. Hitastig sjávar ekki eins mikil vörn gegn laxalús og talið var. Laxalúsin veldur fyrirtækjum í laxeldi nokkrum búsifjum.

Fjárfestar í fiskeldi slá áformum um uppbyggingu á frest
Formaður Landsambands fiskeldisstöðva segir fjárfesta hafa slegið áformum um frekari uppbyggingu í laxeldi á frest eftir að Hafrannsóknarstofnun ákvað að endurskoða ekki áhættumat vegna sjókvíaeldis á laxi.