Innlent

Hlutdeild íslensku flugfélaganna óbreytt

Bergþór Másson skrifar
Keflavíkurflugvöllur.
Keflavíkurflugvöllur. vísir/ernir
Icelandair og WOW Air stóðu saman fyrir 77% allra áætlunarferða til og frá Keflavíkurflugvelli í júní í fyrra og gera það enn. Hinsvegar hefur vægi Icelandair minnkað og vægi WOW Air aukist. Túristi greinir frá þessu.

Í júní í fyrra stóð Icelandair fyrir 52% brottfara frá Keflavíkurflugvelli en í ár lækkaði það niður í 45%. WOW Air hækkaði hlutdeild sína úr 25% upp í 32%.

25 flugfélög buðu upp á áætlunarferðir frá Keflavíkurflugvelli í júní. Stærsta erlenda flugfélagið er Wizz Air, sem stendur fyrir 3,8% af ferðum frá Leifsstöð.

Á vefsíðu Túrista má sjá nánari upplýsingar um umsvif flugfélaga á Keflavíkurflugvelli.


Tengdar fréttir

Icelandair fær alþjóðlega ráðgjafa við hótelsölu

Icelandair Group hefur ráðið Íslandsbanka og HVS Hodges Ward Elliott til þess að veita ráðgjöf í söluferli Icelandair Hotels og þeirra fasteigna sem til­heyra hótel­rekstri sam­stæðunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×