Fátækt og fótboltahefð í París býr til flesta leikmennina á HM Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. júlí 2018 12:00 Kylian Mbappé og Paul Pogba eru báðir frá París og eru synir innflytjenda. vísir/getty Frakkland á 50 leikmenn á HM 2018 í fótbolta þrátt fyrir að aðeins 23 leikmenn eru leyfðir í hópi hverrar þjóðar á heimsmeistaramótinu. Bara Parísarborg á sextán leikmenn en ekki allir spila fyrir franska landsliðið. Þetta kemur fram í áhugaverðri fréttaskýringu bandarísku fréttasíðunnar VOX en alls eru 82 leikmenn af þeim 736 sem voru skráðir til leiks á HM ekki að spila fyrir landið sem þeir fæddust í. Regluverk Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, gerir fótboltamönnum kleift að spila fyrir önnur landslið en sína heimaþjóð ef þeir hafa augljósa tengingu við annað land. Ef foreldrar þeirra, afar eða ömmur eru fædd í öðru landi mega leikmenn spila fyrir þá þjóð. Eins og við Íslendingar vitum er nóg að hafa fæðst í Bandaríkjunum en þannig var Aroni Jóhannssyni leyft að verða Bandaríkjamaður í augum fótboltans þar sem að hann fæddist í Alabama og bjó þar fyrstu þrjú ár ævi sinnar.Frönsku leikmennirnir eru margir synir innflytjenda.vísir/gettyAkademían af stað Engin þjóð er fjölmennari á HM en Frakkland. Fyrir utan 21 leikmann af 23 í hópi franska landsliðsins sem fæddust í Frakklandi (Steve Mandanda, Zaire, og Samuel Umtiti, Kamerún) voru 29 leikmenn sem fæddust í Frakklandi í öðrum landsliðum. Brasilíumenn voru í heildina 28 (23 í Brasilíu og fimm í öðrum liðum) en Frakkar eru lang fjölmennastir. Frakkar hafa átt flesta leikmenn og þjálfara á síðustu fjórum heimsmeistaramótum og yfirburðir landsins aukast jafnt og þétt með árunum, en hver er galdurinn? Frakkland var í ruglinu þegar að kom að fótbolta eftir seinni heimsstyrjöldina og mistókst að komast á þrjú heimsmeistaramót og þrenn Evrópumót frá 1960-1974. Þá settu Frakkar fótinn niður og ákváðu að gera eitthvað í málunum. Þeir settu á laggirnar eina af fyrstu stóru fótboltaakademíunum. Hún var búin til í Vichy, inn á miðju landi, árið 1972. Tveimur árum síðar fór franska fótboltasambandið í samstarf með félögunum í landinu til að stækka hæfileikanetið og þannig komust að bestu leikmenn Frakklands frá öllum borgum og bæjum landsins. Það var svo árið 1988 sem að akademían var flutt til úthverfis nálægt París sem heitir Clairefontaine en fótboltaáhugamenn hafa eflaust heyrt talað um þetta fallega skóglendi þar sem að franska landsliðið æfir þegar að það er á heimavelli.1998-liðið breytti landslaginu.mynd/voxFlott fyrir fjölmenningu Upp úr 1990 var Clairefontaine strax farið að skila árangri en þaðan komu margir frábærir leikmenn sem á enduðum skipuðu franska landsliðið árið 1998 sem varð heimsmeistari og Evrópumeistari tveimur árum síðar. Sigurinn á HM 1998 var ekki síður góður fyrir fótboltann í Frakklandi heldur líka samfélagið því margir leikmenn heimsmeistaraliðsins voru innflytjendur eða synir innflytjenda. Þetta gerði mikið fyrir Frakkland sem fjölmenningarsamfélag. Besti leikmaður liðsins og maðurinn sem skoraði tvö mörk í úrslitaleiknum, Zinedine Zidane, var sonur innflytjenda og þarna voru einnig menn á borð við Marcel Desailly, Patrick Viera, Thierry Henry, Lillan Thuran og Youri Djorkaeff. Liðið var kallað „Black, Blanc, Beur,“ sem þýðir „Svartir, hvítir, arabar,“ en það var tenging við litina þrjá í franska fánanum. Það voru ekki allir ánægðir með þessa „aðkomumenn“ eins og stjórnmálamaðurinn Jean-Marie Le Pen en þrátt fyrir rasísk ummæli hans gladdist franska þjóðin yfir hetjunum sínum.Átta leikmenn í liði Frakka eru frá París eða úthverfum borgarinnar.mynd/voxParís skilar flestum Það kemur kannski ekkert gríðar á óvart að Parísarborg skili flestum fótboltamönnum Frakklands þar sem ríflega tvær milljónir búa í borginni. En, það er meira á bakvið þá tölu. Um 38 prósent allra innflytjenda í Frakklandi setjast að í borginni. Þeir reyndar búa ekki inn í París heldur í hverfum sem kallast á frönsku Banlieues sem þýðir bókstaflega Úthverfi. Þeir setjast því að í úthverfum Parísar í bókstaflegri merkingu. Þetta eru að stóru leyti fátækrarhverfi þar sem óeirðir eru regluleg vandamál en þarna er mikið atvinnuleysi, mikil fátækt og glæpatíðni er há. Þrátt fyrir þetta halda úthverfin áfram að skila flestum fótboltamönnum Frakklands. Þetta er nefnilega staðurinn þar sem að rík hefð innflytjenda mætir fótboltahefð landsins. Frá HM 2002 hefur fjöldi leikmanna á HM fæddir í París haldið áfram að aukast en í heildina voru sextán leikmenn HM 2018 fæddir í París eða úthverfunum. Átta leikmenn af 23 í franska hópnum eru úr úthverfunum, allir synir innflytjenda. Einn þeirra er ungstirnið Kylian Mbappé. Hann er einskonar táknmynd franska fótboltans eins og hann kemur fyrir sjónir á HM með þessa innflytjendahefð. Hann er fæddur í úthverfunum, faðir hans er frá Alsír og móðir hans frá Kamerún, og hann lærði sín fótboltafræði í Clairefontaine.Mehdi Benatia, fyrirliði Marokkó, er frá París.vísir/gettyLeikmenn úti um allt Vegna regluverks FIFA sem gerir leikmönnum kleift að spila fyrir önnur lönd en þau sem menn fæðast í á Frakkland leikmenn í landsliðum Fílabeinsstrandarinnar, Marokkó, Alsír, Portúgal og Tógó svo dæmi séu tekin. Fjórir leikmenn í landsliði Senegal á HM 2018 eru ekki bara Frakkar heldur uppaldir Parísarbúar. Þá á Frakkland einn leikmann í liði Túnis auk þess sem Mehdi Benatia, fyrirliði Marokkó, og Portúgalinn Raphaël Guerreiro eru fæddir í Frakklandi. Þetta er það sem gerir franskan fótbolta svo einstakan. Rík hefð innflytjenda, sérstaklega í París, í bland við ríka fótboltahefð og mikla fótboltasögu býr ekki bara til leikmenn fyrir franska landsliðið heldur fyrir lönd út um allan heim. Þessi nýja kynslóð franska landsliðsins getur svo fetað í fótspor brautryðjendanna sem urðu heimsmeistarar fyrir 20 ár en Frakkar mæta Belgum í undanúrslitum HM 2018 annað kvöld. Alla fréttaskýringu VOX má sjá hér að neðan. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Enski boltinn Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Handbolti Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Fleiri fréttir Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Sjá meira
Frakkland á 50 leikmenn á HM 2018 í fótbolta þrátt fyrir að aðeins 23 leikmenn eru leyfðir í hópi hverrar þjóðar á heimsmeistaramótinu. Bara Parísarborg á sextán leikmenn en ekki allir spila fyrir franska landsliðið. Þetta kemur fram í áhugaverðri fréttaskýringu bandarísku fréttasíðunnar VOX en alls eru 82 leikmenn af þeim 736 sem voru skráðir til leiks á HM ekki að spila fyrir landið sem þeir fæddust í. Regluverk Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, gerir fótboltamönnum kleift að spila fyrir önnur landslið en sína heimaþjóð ef þeir hafa augljósa tengingu við annað land. Ef foreldrar þeirra, afar eða ömmur eru fædd í öðru landi mega leikmenn spila fyrir þá þjóð. Eins og við Íslendingar vitum er nóg að hafa fæðst í Bandaríkjunum en þannig var Aroni Jóhannssyni leyft að verða Bandaríkjamaður í augum fótboltans þar sem að hann fæddist í Alabama og bjó þar fyrstu þrjú ár ævi sinnar.Frönsku leikmennirnir eru margir synir innflytjenda.vísir/gettyAkademían af stað Engin þjóð er fjölmennari á HM en Frakkland. Fyrir utan 21 leikmann af 23 í hópi franska landsliðsins sem fæddust í Frakklandi (Steve Mandanda, Zaire, og Samuel Umtiti, Kamerún) voru 29 leikmenn sem fæddust í Frakklandi í öðrum landsliðum. Brasilíumenn voru í heildina 28 (23 í Brasilíu og fimm í öðrum liðum) en Frakkar eru lang fjölmennastir. Frakkar hafa átt flesta leikmenn og þjálfara á síðustu fjórum heimsmeistaramótum og yfirburðir landsins aukast jafnt og þétt með árunum, en hver er galdurinn? Frakkland var í ruglinu þegar að kom að fótbolta eftir seinni heimsstyrjöldina og mistókst að komast á þrjú heimsmeistaramót og þrenn Evrópumót frá 1960-1974. Þá settu Frakkar fótinn niður og ákváðu að gera eitthvað í málunum. Þeir settu á laggirnar eina af fyrstu stóru fótboltaakademíunum. Hún var búin til í Vichy, inn á miðju landi, árið 1972. Tveimur árum síðar fór franska fótboltasambandið í samstarf með félögunum í landinu til að stækka hæfileikanetið og þannig komust að bestu leikmenn Frakklands frá öllum borgum og bæjum landsins. Það var svo árið 1988 sem að akademían var flutt til úthverfis nálægt París sem heitir Clairefontaine en fótboltaáhugamenn hafa eflaust heyrt talað um þetta fallega skóglendi þar sem að franska landsliðið æfir þegar að það er á heimavelli.1998-liðið breytti landslaginu.mynd/voxFlott fyrir fjölmenningu Upp úr 1990 var Clairefontaine strax farið að skila árangri en þaðan komu margir frábærir leikmenn sem á enduðum skipuðu franska landsliðið árið 1998 sem varð heimsmeistari og Evrópumeistari tveimur árum síðar. Sigurinn á HM 1998 var ekki síður góður fyrir fótboltann í Frakklandi heldur líka samfélagið því margir leikmenn heimsmeistaraliðsins voru innflytjendur eða synir innflytjenda. Þetta gerði mikið fyrir Frakkland sem fjölmenningarsamfélag. Besti leikmaður liðsins og maðurinn sem skoraði tvö mörk í úrslitaleiknum, Zinedine Zidane, var sonur innflytjenda og þarna voru einnig menn á borð við Marcel Desailly, Patrick Viera, Thierry Henry, Lillan Thuran og Youri Djorkaeff. Liðið var kallað „Black, Blanc, Beur,“ sem þýðir „Svartir, hvítir, arabar,“ en það var tenging við litina þrjá í franska fánanum. Það voru ekki allir ánægðir með þessa „aðkomumenn“ eins og stjórnmálamaðurinn Jean-Marie Le Pen en þrátt fyrir rasísk ummæli hans gladdist franska þjóðin yfir hetjunum sínum.Átta leikmenn í liði Frakka eru frá París eða úthverfum borgarinnar.mynd/voxParís skilar flestum Það kemur kannski ekkert gríðar á óvart að Parísarborg skili flestum fótboltamönnum Frakklands þar sem ríflega tvær milljónir búa í borginni. En, það er meira á bakvið þá tölu. Um 38 prósent allra innflytjenda í Frakklandi setjast að í borginni. Þeir reyndar búa ekki inn í París heldur í hverfum sem kallast á frönsku Banlieues sem þýðir bókstaflega Úthverfi. Þeir setjast því að í úthverfum Parísar í bókstaflegri merkingu. Þetta eru að stóru leyti fátækrarhverfi þar sem óeirðir eru regluleg vandamál en þarna er mikið atvinnuleysi, mikil fátækt og glæpatíðni er há. Þrátt fyrir þetta halda úthverfin áfram að skila flestum fótboltamönnum Frakklands. Þetta er nefnilega staðurinn þar sem að rík hefð innflytjenda mætir fótboltahefð landsins. Frá HM 2002 hefur fjöldi leikmanna á HM fæddir í París haldið áfram að aukast en í heildina voru sextán leikmenn HM 2018 fæddir í París eða úthverfunum. Átta leikmenn af 23 í franska hópnum eru úr úthverfunum, allir synir innflytjenda. Einn þeirra er ungstirnið Kylian Mbappé. Hann er einskonar táknmynd franska fótboltans eins og hann kemur fyrir sjónir á HM með þessa innflytjendahefð. Hann er fæddur í úthverfunum, faðir hans er frá Alsír og móðir hans frá Kamerún, og hann lærði sín fótboltafræði í Clairefontaine.Mehdi Benatia, fyrirliði Marokkó, er frá París.vísir/gettyLeikmenn úti um allt Vegna regluverks FIFA sem gerir leikmönnum kleift að spila fyrir önnur lönd en þau sem menn fæðast í á Frakkland leikmenn í landsliðum Fílabeinsstrandarinnar, Marokkó, Alsír, Portúgal og Tógó svo dæmi séu tekin. Fjórir leikmenn í landsliði Senegal á HM 2018 eru ekki bara Frakkar heldur uppaldir Parísarbúar. Þá á Frakkland einn leikmann í liði Túnis auk þess sem Mehdi Benatia, fyrirliði Marokkó, og Portúgalinn Raphaël Guerreiro eru fæddir í Frakklandi. Þetta er það sem gerir franskan fótbolta svo einstakan. Rík hefð innflytjenda, sérstaklega í París, í bland við ríka fótboltahefð og mikla fótboltasögu býr ekki bara til leikmenn fyrir franska landsliðið heldur fyrir lönd út um allan heim. Þessi nýja kynslóð franska landsliðsins getur svo fetað í fótspor brautryðjendanna sem urðu heimsmeistarar fyrir 20 ár en Frakkar mæta Belgum í undanúrslitum HM 2018 annað kvöld. Alla fréttaskýringu VOX má sjá hér að neðan.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Enski boltinn Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Handbolti Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Fleiri fréttir Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Sjá meira