Boris Johnson segir af sér Atli Ísleifsson og Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 9. júlí 2018 14:05 Boris Johnson. Vísir/AFP Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra Bretlands. Frá þessu er greint á vef Sky News. Afsögn Boris Johnson kemur í kjölfar afsagnar David Davis, ráðherra Brexit-mála, í gær. Tilkynnt var um afsögn Johnson um hálftíma áður en Theresa May forsætisráðherra hugðist kynna Brexit-áætlun stjórnar sinnar fyrir þinginu. Skiptar skoðanir hafa verið innan breska Íhaldsflokksins um framgöngu stjórnvalda á Brexit-ferlinu og segir Johnson stefnu stjórnarinnar „ekki [hafa verið] bestu áætlunina“. Staða May í stóli forsætisráðherra er af fréttskýrendum talin hafa veikst við afsögn Davis í gær og með afsögn Johnson þykir ljóst að þrýstingur á hana eykst enn. Í yfirlýsingu frá forsætisráðuneytinu breska var Johnson þakkað fyrir sín störf og að fljótlega yrði arftaki hans í embætti utanríkisráðherra kynntur til sögunnar.Vandræðalegt og erfitt Laura Kuenssberg, fréttaskýrandi BBC, segir að brotthvarf Johnson úr ríkisstjórn sé vandræðalegt fyrir May og skilji hana eftir í mjög erfiðri stöðu. Johnson hafi verið „andlit“ Brexit-sinna í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016 og að brotthvarf hans kunni að leiða til einvígis milli May og Johnson um leiðtogasætið innan Íhaldsflokksins. Fréttamaður Sky segir ljóst að með uppsögnum Davis og Johnson sé „uppreisnin“ Brexit-sinna innan Íhaldsflokksins hafin."The rebellion is underway" - @BorisJohnson has resigned as foreign secretary just hours after his fellow Conservative @DavidDavisMP #BrexitFollow live updates here: https://t.co/M6F3ifcieO pic.twitter.com/iPT1PXHygR— Sky News (@SkyNews) July 9, 2018 Nigel Farage, fyrrverandi leiðtogi UKIP, hrósar Johnson á Twitter og hvetur til þess að Bretar losi sig sem fyrst við May úr embætti forsætisráðherra til að hægt verði að koma Brexit-ferlinu aftur á „réttan kjöl“.Bravo @BorisJohnson. Now can we please get rid of the appalling @theresa_may and get Brexit back on track.— Nigel Farage (@Nigel_Farage) July 9, 2018 Slæm áhrif á samningsstöðu Davis sagði í opnu afsagnarbréfi sínu að honum hafi þótt stefna stjórnarinnar of lin og hún hafi haft slæm áhrif á samningsstöðu Breta. Johnson tók við embætti utanríkisráðherra Bretlands í júlí 2016. Hann tók við embættinu af Philip Hammond. Hann var borgarstjóri Lundúna á árunum 2008 til 2016.Fylgst var með gangi mála í vaktinni hér að neðan.
Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra Bretlands. Frá þessu er greint á vef Sky News. Afsögn Boris Johnson kemur í kjölfar afsagnar David Davis, ráðherra Brexit-mála, í gær. Tilkynnt var um afsögn Johnson um hálftíma áður en Theresa May forsætisráðherra hugðist kynna Brexit-áætlun stjórnar sinnar fyrir þinginu. Skiptar skoðanir hafa verið innan breska Íhaldsflokksins um framgöngu stjórnvalda á Brexit-ferlinu og segir Johnson stefnu stjórnarinnar „ekki [hafa verið] bestu áætlunina“. Staða May í stóli forsætisráðherra er af fréttskýrendum talin hafa veikst við afsögn Davis í gær og með afsögn Johnson þykir ljóst að þrýstingur á hana eykst enn. Í yfirlýsingu frá forsætisráðuneytinu breska var Johnson þakkað fyrir sín störf og að fljótlega yrði arftaki hans í embætti utanríkisráðherra kynntur til sögunnar.Vandræðalegt og erfitt Laura Kuenssberg, fréttaskýrandi BBC, segir að brotthvarf Johnson úr ríkisstjórn sé vandræðalegt fyrir May og skilji hana eftir í mjög erfiðri stöðu. Johnson hafi verið „andlit“ Brexit-sinna í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016 og að brotthvarf hans kunni að leiða til einvígis milli May og Johnson um leiðtogasætið innan Íhaldsflokksins. Fréttamaður Sky segir ljóst að með uppsögnum Davis og Johnson sé „uppreisnin“ Brexit-sinna innan Íhaldsflokksins hafin."The rebellion is underway" - @BorisJohnson has resigned as foreign secretary just hours after his fellow Conservative @DavidDavisMP #BrexitFollow live updates here: https://t.co/M6F3ifcieO pic.twitter.com/iPT1PXHygR— Sky News (@SkyNews) July 9, 2018 Nigel Farage, fyrrverandi leiðtogi UKIP, hrósar Johnson á Twitter og hvetur til þess að Bretar losi sig sem fyrst við May úr embætti forsætisráðherra til að hægt verði að koma Brexit-ferlinu aftur á „réttan kjöl“.Bravo @BorisJohnson. Now can we please get rid of the appalling @theresa_may and get Brexit back on track.— Nigel Farage (@Nigel_Farage) July 9, 2018 Slæm áhrif á samningsstöðu Davis sagði í opnu afsagnarbréfi sínu að honum hafi þótt stefna stjórnarinnar of lin og hún hafi haft slæm áhrif á samningsstöðu Breta. Johnson tók við embætti utanríkisráðherra Bretlands í júlí 2016. Hann tók við embættinu af Philip Hammond. Hann var borgarstjóri Lundúna á árunum 2008 til 2016.Fylgst var með gangi mála í vaktinni hér að neðan.
Brexit Tengdar fréttir Brexitmálaráðherrann segir af sér David Davis hefur sagt af sér embætti sem Brexitmálaráðherra Bretlands. 8. júlí 2018 23:02 Dominic Raab nýr Brexitmálaráðherra David Davis sagði af sér embætti í gærkvöldi. 9. júlí 2018 09:31 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Sjá meira
Brexitmálaráðherrann segir af sér David Davis hefur sagt af sér embætti sem Brexitmálaráðherra Bretlands. 8. júlí 2018 23:02