Íslendingar flykkjast í ljósabekkina í vætutíð gj@frettabladid.is skrifar 30. júní 2018 07:00 Sigríður segir oftast þéttbókað hjá þeim á Smart. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Nóg er að gera á sólbaðsstofum. Virðist mikill munur frá því í fyrra. Þeir sem ekki hafa sótt ljósabekki í áraraðir og jafnvel nýgræðingar flykkjast í ljós sökum sólarleysis á landinu. Rigningartíð heldur áfram að mestu nema á. Ef marka má umræður á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur sárnar Íslendingum hversu lengi sumarið hefur látið bíða eftir sér. Höfuðborgarbúar hafa sumir hverjir flúið land eða leitað skaplegra veðurs á Austur- eða Norðurlandi. Sumir njóta hins vegar góðs af þessari stöðugu vætutíð og það eru sólbaðsstofurnar. „Já, já, það er brjálað að gera hjá okkur og mikið bókað. Það er eiginlega búið að vera þannig síðan í apríl,“ segir Ásrún Þóra Sigurðardóttir, starfsmaður Stjörnusólar í Hafnarfirði. „Það er bara ekkert sumar hérna, svo einfalt er það.“ Ásrún segir að mikill munur sé á umferð á sólbaðsstofuna frá því í fyrra. „Já, það er munur. Það eru allir í sumarfríi á þessum tíma en ekki eins mikið núna. Einhverjir fara utan en þeir sem verða eftir koma til okkar. Hingað eru einnig að koma einstaklingar sem hafa ekki farið í ljós svo árum skiptir. Sumir hafa aldrei farið áður,“ segir hún og hlær. Einhvern tímann er allt fyrst. Sigríður Jónasdóttir, starfsmaður á sólbaðsstofunni Smart, tekur í sama streng. „Jú, það er alveg nóg að gera. Það er mjög þétt bókað hjá okkur enda fáum við ekki að sjá neina sól. Fólk kemur hingað til að næla sér í smá lit. Það er yfirleitt rólegt á sumrin en við finnum mikinn mun frá því í fyrra.“ Þá er einnig mikið að gera hjá Sælunni sólbaðsstofu í Kópavogi. „Það er nú alltaf töluvert mikið að gera hjá okkur, hvort sem um ræðir sumar eða vetur, en þetta er bara mjög fínt. Stórfínt,“ segir Sigurður Davíðsson, starfsmaður á Sælunni. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er ekki von á miklum breytingum á veðurfari í öllum landshlutum. Austurland er eini landshlutinn þar sem hlýju og sól er að finna og ætla má að það haldist í einhvern tíma. „Það er glampandi sól á Austurlandi en ekki búist við miklum breytingum á veðri neins staðar á landinu. Rigningartíðin heldur því áfram að mestu,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Nóg er að gera á sólbaðsstofum. Virðist mikill munur frá því í fyrra. Þeir sem ekki hafa sótt ljósabekki í áraraðir og jafnvel nýgræðingar flykkjast í ljós sökum sólarleysis á landinu. Rigningartíð heldur áfram að mestu nema á. Ef marka má umræður á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur sárnar Íslendingum hversu lengi sumarið hefur látið bíða eftir sér. Höfuðborgarbúar hafa sumir hverjir flúið land eða leitað skaplegra veðurs á Austur- eða Norðurlandi. Sumir njóta hins vegar góðs af þessari stöðugu vætutíð og það eru sólbaðsstofurnar. „Já, já, það er brjálað að gera hjá okkur og mikið bókað. Það er eiginlega búið að vera þannig síðan í apríl,“ segir Ásrún Þóra Sigurðardóttir, starfsmaður Stjörnusólar í Hafnarfirði. „Það er bara ekkert sumar hérna, svo einfalt er það.“ Ásrún segir að mikill munur sé á umferð á sólbaðsstofuna frá því í fyrra. „Já, það er munur. Það eru allir í sumarfríi á þessum tíma en ekki eins mikið núna. Einhverjir fara utan en þeir sem verða eftir koma til okkar. Hingað eru einnig að koma einstaklingar sem hafa ekki farið í ljós svo árum skiptir. Sumir hafa aldrei farið áður,“ segir hún og hlær. Einhvern tímann er allt fyrst. Sigríður Jónasdóttir, starfsmaður á sólbaðsstofunni Smart, tekur í sama streng. „Jú, það er alveg nóg að gera. Það er mjög þétt bókað hjá okkur enda fáum við ekki að sjá neina sól. Fólk kemur hingað til að næla sér í smá lit. Það er yfirleitt rólegt á sumrin en við finnum mikinn mun frá því í fyrra.“ Þá er einnig mikið að gera hjá Sælunni sólbaðsstofu í Kópavogi. „Það er nú alltaf töluvert mikið að gera hjá okkur, hvort sem um ræðir sumar eða vetur, en þetta er bara mjög fínt. Stórfínt,“ segir Sigurður Davíðsson, starfsmaður á Sælunni. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er ekki von á miklum breytingum á veðurfari í öllum landshlutum. Austurland er eini landshlutinn þar sem hlýju og sól er að finna og ætla má að það haldist í einhvern tíma. „Það er glampandi sól á Austurlandi en ekki búist við miklum breytingum á veðri neins staðar á landinu. Rigningartíðin heldur því áfram að mestu,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.
Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira