Capital minnist fallinna félaga á forsíðu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 30. júní 2018 09:00 William Krampf, lögreglustjóri í Annapolis, ræðir við blaðamenn. Fyrir aftan hann stendur Pat Furgurson, blaðamaður hjá Capital Gazette. Nordicphotos/AFP „Fimm starfsmenn The Capital Gazette, þau Gerald Fischman, Rob Hiaasen, John McNamara, Rebecca Smith og Wendi Winters, voru myrt á fimmtudaginn þegar vopnaður maður gekk inn á skrifstofu blaðsins og hóf skothríð.“ Svona hófst forsíðufrétt bandaríska héraðsfréttablaðsins The Capital Gazette í borginni Annapolis gær. Blaðið greindi frá mannskæðri skotárás á eigin ritstjórnarskrifstofu sem kostaði fimm manns lífið en tveir aðrir særðust í árásinni.Capital minntist starfsmanna á forsíðu sinni í gær. mynd/CapitalVígamaðurinn, hinn 38 ára gamli Jarrod W. Ramos, var handtekinn á staðnum, en hann hefur átt í útistöðum við ritstjórn blaðsins undanfarin ár, eftir að blaðið greindi frá því að hann hefði ofsótt fyrrverandi skólasystur sínar. Hann hefur verið ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. Ramos ruddist inn á skrifstofur Capital Gazette vopnaður haglabyssu eftir að hafa skotið á starfsfólk þar í gegnum rúðu. Klukkan var þá um 14.30 að staðartíma. Blaðamenn og annað starfsfólk greindi frá atburðunum er þeir gerðust á samfélagsmiðlum. William Krampf, lögreglustjórinn í Annapolis, sagði í gær að það hefði verið augljóst markmið Ramos að drepa og særa sem flesta. Blaðamenn Capital Gazette voru staðráðnir í að láta ódæðisverkið ekki stöðva útgáfu blaðsins. „Ég get sagt ykkur eitt. Við munum gefa út blað á morgun, fjandinn hafi það.“ Ramos var leiddur fyrir dómara í gær. Hann hefur á síðustu árum haft í hótunum við blaðamenn og starfsfólk Capital Gazette. Eftir umfjöllun blaðsins árið 2011 stefndi hann blaðinu fyrir meiðyrði en málinu var vísað frá þar sem Ramos gat ekki bent á rangfærslur í fréttaflutningnum. Hann var á endanum dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita blaðamennina.Jarrod W. Ramos. Hann hefur verið ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. Hann hefur lengi átt í útistöðum við blaðið. mynd/AnneArundelCapital Gazette á sér langa og ríkulega sögu. Blaðið var stofnað árið 1884 og beinir athyglinni að málefnum Annapolis-borgar. Fjölmargir blaðamenn slitu barnsskónum hjá blaðinu og héldu þaðan til stærri miðla eins og The New York Times og The Washington Post. „Blaðið okkar er eitt það elsta í Bandaríkjunum. Þetta er öflugt blað og líkt og öll önnur fréttablöð erum við fjölskylda sem vinnum þar,“ sagði Joshua McKerrow, ljósmyndari hjá Capital, í samtali við The New York Times. „Við verðum hér á morgun, við erum ekkert á förum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
„Fimm starfsmenn The Capital Gazette, þau Gerald Fischman, Rob Hiaasen, John McNamara, Rebecca Smith og Wendi Winters, voru myrt á fimmtudaginn þegar vopnaður maður gekk inn á skrifstofu blaðsins og hóf skothríð.“ Svona hófst forsíðufrétt bandaríska héraðsfréttablaðsins The Capital Gazette í borginni Annapolis gær. Blaðið greindi frá mannskæðri skotárás á eigin ritstjórnarskrifstofu sem kostaði fimm manns lífið en tveir aðrir særðust í árásinni.Capital minntist starfsmanna á forsíðu sinni í gær. mynd/CapitalVígamaðurinn, hinn 38 ára gamli Jarrod W. Ramos, var handtekinn á staðnum, en hann hefur átt í útistöðum við ritstjórn blaðsins undanfarin ár, eftir að blaðið greindi frá því að hann hefði ofsótt fyrrverandi skólasystur sínar. Hann hefur verið ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. Ramos ruddist inn á skrifstofur Capital Gazette vopnaður haglabyssu eftir að hafa skotið á starfsfólk þar í gegnum rúðu. Klukkan var þá um 14.30 að staðartíma. Blaðamenn og annað starfsfólk greindi frá atburðunum er þeir gerðust á samfélagsmiðlum. William Krampf, lögreglustjórinn í Annapolis, sagði í gær að það hefði verið augljóst markmið Ramos að drepa og særa sem flesta. Blaðamenn Capital Gazette voru staðráðnir í að láta ódæðisverkið ekki stöðva útgáfu blaðsins. „Ég get sagt ykkur eitt. Við munum gefa út blað á morgun, fjandinn hafi það.“ Ramos var leiddur fyrir dómara í gær. Hann hefur á síðustu árum haft í hótunum við blaðamenn og starfsfólk Capital Gazette. Eftir umfjöllun blaðsins árið 2011 stefndi hann blaðinu fyrir meiðyrði en málinu var vísað frá þar sem Ramos gat ekki bent á rangfærslur í fréttaflutningnum. Hann var á endanum dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita blaðamennina.Jarrod W. Ramos. Hann hefur verið ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. Hann hefur lengi átt í útistöðum við blaðið. mynd/AnneArundelCapital Gazette á sér langa og ríkulega sögu. Blaðið var stofnað árið 1884 og beinir athyglinni að málefnum Annapolis-borgar. Fjölmargir blaðamenn slitu barnsskónum hjá blaðinu og héldu þaðan til stærri miðla eins og The New York Times og The Washington Post. „Blaðið okkar er eitt það elsta í Bandaríkjunum. Þetta er öflugt blað og líkt og öll önnur fréttablöð erum við fjölskylda sem vinnum þar,“ sagði Joshua McKerrow, ljósmyndari hjá Capital, í samtali við The New York Times. „Við verðum hér á morgun, við erum ekkert á förum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira