Finnst við vera með betra lið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. júní 2018 09:00 Haukur Helgi Pálsson fékk tækifæri til að tryggja Íslandi sigur á Búlgaríu í undankeppni heimsmeistaramótsins í gær en skot hans geigaði. Fréttablaðið/Anton „Við erum svekktir með úrslitin í þessum mikilvæga leik,“ sagði Martin Hermannsson í samtali við Fréttablaðið eftir tveggja stiga tap íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, 88-86, fyrir því búlgarska í Botevgrad í undankeppni HM í gær. Ísland þarf núna að vinna Finnland í Helsinki á mánudaginn til að komast áfram í milliriðla undankeppninnar. Búlgaría vann leikinn í gær fyrst og síðast á frábærri 50% þriggja stiga nýtingu. Það var sama hvað íslenska vörnin gerði, Búlgarar hittu lygilega vel fyrir utan. „Það er erfitt að spila leik þar sem þú færð alltaf þrist í andlitið frá mönnum sem áttu ekkert að setja skotin niður. Það svíður rosalega. Þristarnir voru margir hverjir erfiðir og lítið sem við gátum gert meira en að vera í andlitinu á þeim. Þetta var bara þeirra dagur,“ sagði Martin sem skoraði 14 stig líkt og Haukur Helgi Pálsson. Hlynur Bæringsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 16 stig. Líkt og í fyrri leiknum gegn Búlgaríu í Laugardalshöllinni, sem tapaðist 74-77, fór íslenska liðið illa að ráði sínu í leiknum í gær. Staðan í hálfleik var 45-43, Búlgörum í vil og þeir byrjuðu seinni hálfleikinn svo betur, skoruðu 10 af fyrstu 12 stigum hans og komust 55-45 yfir. Þá rann hamur á Hlyn sem setti niður hvert þriggja stiga skotið á fætur öðru og dró íslenska liðið aftur inn í leikinn. Frábær frammistaða hjá fyrirliðanum. Íslendingar komust átta stigum yfir, 58-66, þegar tvær mínútur voru eftir af 3. leikhluta en misstu svo tökin og Búlgarar náðu yfirhöndinni. Ísland gafst þó ekki upp og fékk tækifæri til að jafna eða vinna leikinn í lokasókninni. Hún var hins vegar illa útfærð og endaði með þriggja stiga skoti Hauks Helga sem klikkaði. Búlgarar fögnuðu því tveggja stiga sigri, 88-86. „Mér finnst við vera með miklu betra lið en Búlgaría og vera með þá allan tímann. Í Höllinni vorum við svo með unninn leik en köstuðum honum frá okkur,“ sagði Martin. „En ég var ánægður með okkur undir lokin í leiknum í dag [í gær], að gefast ekki upp. Við héldum áfram og fengum tækifæri til að vinna leikinn. Nýju strákarnir komu líka vel inn í þetta og gáfu okkur kraft.“ Sterkir Finnar eru síðasti andstæðingur Íslendinga í riðlinum. Ekkert annað en sigur í Helsinki á mánudaginn dugar til að komast áfram í milliriðla. „Við fáum annað tækifæri og það þýðir ekki að svekkja sig of mikið,“ sagði Martin að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Sjá meira
„Við erum svekktir með úrslitin í þessum mikilvæga leik,“ sagði Martin Hermannsson í samtali við Fréttablaðið eftir tveggja stiga tap íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, 88-86, fyrir því búlgarska í Botevgrad í undankeppni HM í gær. Ísland þarf núna að vinna Finnland í Helsinki á mánudaginn til að komast áfram í milliriðla undankeppninnar. Búlgaría vann leikinn í gær fyrst og síðast á frábærri 50% þriggja stiga nýtingu. Það var sama hvað íslenska vörnin gerði, Búlgarar hittu lygilega vel fyrir utan. „Það er erfitt að spila leik þar sem þú færð alltaf þrist í andlitið frá mönnum sem áttu ekkert að setja skotin niður. Það svíður rosalega. Þristarnir voru margir hverjir erfiðir og lítið sem við gátum gert meira en að vera í andlitinu á þeim. Þetta var bara þeirra dagur,“ sagði Martin sem skoraði 14 stig líkt og Haukur Helgi Pálsson. Hlynur Bæringsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 16 stig. Líkt og í fyrri leiknum gegn Búlgaríu í Laugardalshöllinni, sem tapaðist 74-77, fór íslenska liðið illa að ráði sínu í leiknum í gær. Staðan í hálfleik var 45-43, Búlgörum í vil og þeir byrjuðu seinni hálfleikinn svo betur, skoruðu 10 af fyrstu 12 stigum hans og komust 55-45 yfir. Þá rann hamur á Hlyn sem setti niður hvert þriggja stiga skotið á fætur öðru og dró íslenska liðið aftur inn í leikinn. Frábær frammistaða hjá fyrirliðanum. Íslendingar komust átta stigum yfir, 58-66, þegar tvær mínútur voru eftir af 3. leikhluta en misstu svo tökin og Búlgarar náðu yfirhöndinni. Ísland gafst þó ekki upp og fékk tækifæri til að jafna eða vinna leikinn í lokasókninni. Hún var hins vegar illa útfærð og endaði með þriggja stiga skoti Hauks Helga sem klikkaði. Búlgarar fögnuðu því tveggja stiga sigri, 88-86. „Mér finnst við vera með miklu betra lið en Búlgaría og vera með þá allan tímann. Í Höllinni vorum við svo með unninn leik en köstuðum honum frá okkur,“ sagði Martin. „En ég var ánægður með okkur undir lokin í leiknum í dag [í gær], að gefast ekki upp. Við héldum áfram og fengum tækifæri til að vinna leikinn. Nýju strákarnir komu líka vel inn í þetta og gáfu okkur kraft.“ Sterkir Finnar eru síðasti andstæðingur Íslendinga í riðlinum. Ekkert annað en sigur í Helsinki á mánudaginn dugar til að komast áfram í milliriðla. „Við fáum annað tækifæri og það þýðir ekki að svekkja sig of mikið,“ sagði Martin að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Sjá meira