Fá þyrlur sem enginn vill fljúga í Noregi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. júní 2018 06:00 Starfsfólk olíuborpalla á Norðursjó vantreystir enn Super Puma H225 þyrlunni eftir mannskæð slys. Vísir/AFP Miklar efasemdir um flughæfni Super Puma H225 eftir mannskætt slys í Noregi 2016 hafa leitt til mikils verðfalls á þyrlunum. Flugmálayfirvöld hafa lýst vélarnar öruggar en markaðurinn er efins. Frá næstu áramótum fær Landhelgisgæslan á leigu tvær Super Puma H225, eða Airbus H225, þyrlur frá Knut Axel Ugland Holding AS í Noregi sem leigt hefur gæslunni tvær Super Puma þyrlur af eldri gerð en tekur þær nú til baka. Leiguverðið er það sama. „Enginn vill fljúga þeim í Noregi – nú eiga hinar umdeildu þyrlur að bjarga mannslífum á Íslandi í staðinn,“ segir í fyrirsögn norska fréttamiðilsins tu.no. „Á sama tíma og H225 Super Puma frá Airbus nýtur áfram lágmarkstrausts umhverfis Norðursjó, eftir mörg slys í Bretlandi og Noregi, er viðhorfið annað nokkru vestar í Atlantshafinu,“ segir í fréttinni. H225 þyrlur voru kyrrsettar eftir slysið í Noregi í apríl 2016 sem kostaði þrettán mannslíf. Þyrlan var í þjónustu við olíuborpalla. Í Skotlandi fórust fjórtán í slysi með Super Puma árið 2009. Sú þyrla þjónustaði einnig olíuborpalla í Norðursjó. Bæði þessi slys voru rakin til bilunar í gírkassa. Samkvæmt könnun frá í fyrra segjast 90 prósent starfsmanna á olíuborpöllum andvígir því að H225 þyrlur verði teknar í notkun á ný og 65 prósent kváðust mundu neita að fljúga með þeim.Þyrlan sem hrapaði í Noregi var af gerðinni Eurocopter EC-225 Super Puma.VÍSIR/EPA„Olíustarfsmenn kalla þær „fljúgandi líkkistur“ og segja að þeir muni aldrei ferðast með þeim aftur,“ sagði á skoska fréttavefnum stv.tv í febrúar síðastliðnum. Í júli í fyrra afléttu norsk og bresk flugmálayfirvöld flugbanninu og það sama höfðu flugmálastjórn Bandaríkjanna og Flugöryggisstofnun Evrópu þegar gert. „Airbus brást við með miklum úrbótum á gírkassa þeirra auk þess sem viðhaldskröfur, tengdar gírkassanum, voru auknar verulega,“ segir í svari frá Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. „Breytingarnar fólust í því að Airbus bætti við skynjara í gírkassann, sía var sett í olíukerfi, skipt var um legur í gírkassanum,“ útskýrir Ásgeir. Viðhaldskröfurnar sem hann vísar í felast meðal annars í því að líftími gírkassanna er nú aðeins fjórðungur af því sem hann var áður, eða eitt þúsund flugtímar í stað fjögur þúsund klukkustunda áður. Ásgeir segir tortryggni starfsmanna olíufélaganna í Noregi skiljanlega eftir slysið 2016.Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.„Staðreyndin er engu að síður sú að sérfræðingar í flugöryggismálum, flugmálastjórn Bandaríkjanna og Flugöryggisstofnun Evrópu hafa staðfest öryggi vélanna auk þess sem ráðist hefur verið í umfangsmiklar endurbætur á vélinni af hálfu framleiðandans,“ segir hann. Engin ástæða sé til annars en að trúa því að þessar vélar séu í hópi þeirra öruggustu í heiminum í dag. Mikið verðfall hefur orðið á H225 þyrlunum. Þannig færði bandaríska félagið ERA verðmæti sinna níu véla af þessari tegund niður um 80 prósent í bókhaldinu. Hver vél var þannig metin á jafnvirði um 400 milljóna króna í stað tveggja milljarða. Á flightglobal.com sagði frá því í nóvember 2017 að þessar þyrlur ERA hefðu verið verkefnalausar frá slysinu í Noregi. Haft var eftir Chris Bradshaw, stjórnarformanni ERA, að hann væri ekki sannfærður um öryggi H225 þótt yfirvöld hefðu aflétt flugbanninu. Airbus Helicopters hefði eingöngu fundið leið til að greina vandann eftir að hann kæmi upp frekar en að lagfæra hinn undirliggjandi galla. Enn var fjallað um málið á flightglobal.com í mars síðastliðnum. „Við munum ekki fljúga H225 þyrlum í flota okkar nema og þar til við getum þróað öryggiskerfi sem sýnir að við getum flogið örugglega,“ er vitnað í ársskýrslu ERA. Ásgeir Erlendsson ítrekar að endurbætur á H225 uppfylli strangar kröfur Flugöryggisstofnunar Evrópu og flugmálastjórnar Bandaríkjanna. „Léki einhver vafi á lofthæfi eða flugöryggi vélanna hefðu stofnanirnar ekki aflétt þeim takmörkunum sem settar voru á í kjölfar slyssins.“ Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Tengdar fréttir Sparar gæslunni 500 milljónir á ári að eiga björgunarþyrlurnar Samkvæmt fjármálaáætlun verða þrjár björgunarþyrlur keyptar. Kosta 14 milljarða. Þyrla Gæslunnar er komin á aldur, enda 30 ára. Leiguþyrlur kosta meira árlega en þyrlukaup samkvæmt kostnaðarmati. 3. apríl 2017 07:00 Þyrlur Gæslunnar endurnýjaðar langt á undan áætlun: „Stórt skref fram á við“ Tvær af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar verða endurnýjaðar nú um áramótin, fjórum árum fyrr en áætlað var. 7. júní 2018 18:30 Ólíklegt að slysið hafi áhrif á þyrlurekstur Landhelgisgæslunnar 13 biðu bana þegar þyrla hrapaði til jarðar í Noregi í gær. Þyrlur Landhelgisgæslunnar eru eldri útgáfa umræddrar þyrlu en um margt mjög ólíkar. 30. apríl 2016 11:33 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira
Miklar efasemdir um flughæfni Super Puma H225 eftir mannskætt slys í Noregi 2016 hafa leitt til mikils verðfalls á þyrlunum. Flugmálayfirvöld hafa lýst vélarnar öruggar en markaðurinn er efins. Frá næstu áramótum fær Landhelgisgæslan á leigu tvær Super Puma H225, eða Airbus H225, þyrlur frá Knut Axel Ugland Holding AS í Noregi sem leigt hefur gæslunni tvær Super Puma þyrlur af eldri gerð en tekur þær nú til baka. Leiguverðið er það sama. „Enginn vill fljúga þeim í Noregi – nú eiga hinar umdeildu þyrlur að bjarga mannslífum á Íslandi í staðinn,“ segir í fyrirsögn norska fréttamiðilsins tu.no. „Á sama tíma og H225 Super Puma frá Airbus nýtur áfram lágmarkstrausts umhverfis Norðursjó, eftir mörg slys í Bretlandi og Noregi, er viðhorfið annað nokkru vestar í Atlantshafinu,“ segir í fréttinni. H225 þyrlur voru kyrrsettar eftir slysið í Noregi í apríl 2016 sem kostaði þrettán mannslíf. Þyrlan var í þjónustu við olíuborpalla. Í Skotlandi fórust fjórtán í slysi með Super Puma árið 2009. Sú þyrla þjónustaði einnig olíuborpalla í Norðursjó. Bæði þessi slys voru rakin til bilunar í gírkassa. Samkvæmt könnun frá í fyrra segjast 90 prósent starfsmanna á olíuborpöllum andvígir því að H225 þyrlur verði teknar í notkun á ný og 65 prósent kváðust mundu neita að fljúga með þeim.Þyrlan sem hrapaði í Noregi var af gerðinni Eurocopter EC-225 Super Puma.VÍSIR/EPA„Olíustarfsmenn kalla þær „fljúgandi líkkistur“ og segja að þeir muni aldrei ferðast með þeim aftur,“ sagði á skoska fréttavefnum stv.tv í febrúar síðastliðnum. Í júli í fyrra afléttu norsk og bresk flugmálayfirvöld flugbanninu og það sama höfðu flugmálastjórn Bandaríkjanna og Flugöryggisstofnun Evrópu þegar gert. „Airbus brást við með miklum úrbótum á gírkassa þeirra auk þess sem viðhaldskröfur, tengdar gírkassanum, voru auknar verulega,“ segir í svari frá Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. „Breytingarnar fólust í því að Airbus bætti við skynjara í gírkassann, sía var sett í olíukerfi, skipt var um legur í gírkassanum,“ útskýrir Ásgeir. Viðhaldskröfurnar sem hann vísar í felast meðal annars í því að líftími gírkassanna er nú aðeins fjórðungur af því sem hann var áður, eða eitt þúsund flugtímar í stað fjögur þúsund klukkustunda áður. Ásgeir segir tortryggni starfsmanna olíufélaganna í Noregi skiljanlega eftir slysið 2016.Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.„Staðreyndin er engu að síður sú að sérfræðingar í flugöryggismálum, flugmálastjórn Bandaríkjanna og Flugöryggisstofnun Evrópu hafa staðfest öryggi vélanna auk þess sem ráðist hefur verið í umfangsmiklar endurbætur á vélinni af hálfu framleiðandans,“ segir hann. Engin ástæða sé til annars en að trúa því að þessar vélar séu í hópi þeirra öruggustu í heiminum í dag. Mikið verðfall hefur orðið á H225 þyrlunum. Þannig færði bandaríska félagið ERA verðmæti sinna níu véla af þessari tegund niður um 80 prósent í bókhaldinu. Hver vél var þannig metin á jafnvirði um 400 milljóna króna í stað tveggja milljarða. Á flightglobal.com sagði frá því í nóvember 2017 að þessar þyrlur ERA hefðu verið verkefnalausar frá slysinu í Noregi. Haft var eftir Chris Bradshaw, stjórnarformanni ERA, að hann væri ekki sannfærður um öryggi H225 þótt yfirvöld hefðu aflétt flugbanninu. Airbus Helicopters hefði eingöngu fundið leið til að greina vandann eftir að hann kæmi upp frekar en að lagfæra hinn undirliggjandi galla. Enn var fjallað um málið á flightglobal.com í mars síðastliðnum. „Við munum ekki fljúga H225 þyrlum í flota okkar nema og þar til við getum þróað öryggiskerfi sem sýnir að við getum flogið örugglega,“ er vitnað í ársskýrslu ERA. Ásgeir Erlendsson ítrekar að endurbætur á H225 uppfylli strangar kröfur Flugöryggisstofnunar Evrópu og flugmálastjórnar Bandaríkjanna. „Léki einhver vafi á lofthæfi eða flugöryggi vélanna hefðu stofnanirnar ekki aflétt þeim takmörkunum sem settar voru á í kjölfar slyssins.“
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Tengdar fréttir Sparar gæslunni 500 milljónir á ári að eiga björgunarþyrlurnar Samkvæmt fjármálaáætlun verða þrjár björgunarþyrlur keyptar. Kosta 14 milljarða. Þyrla Gæslunnar er komin á aldur, enda 30 ára. Leiguþyrlur kosta meira árlega en þyrlukaup samkvæmt kostnaðarmati. 3. apríl 2017 07:00 Þyrlur Gæslunnar endurnýjaðar langt á undan áætlun: „Stórt skref fram á við“ Tvær af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar verða endurnýjaðar nú um áramótin, fjórum árum fyrr en áætlað var. 7. júní 2018 18:30 Ólíklegt að slysið hafi áhrif á þyrlurekstur Landhelgisgæslunnar 13 biðu bana þegar þyrla hrapaði til jarðar í Noregi í gær. Þyrlur Landhelgisgæslunnar eru eldri útgáfa umræddrar þyrlu en um margt mjög ólíkar. 30. apríl 2016 11:33 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira
Sparar gæslunni 500 milljónir á ári að eiga björgunarþyrlurnar Samkvæmt fjármálaáætlun verða þrjár björgunarþyrlur keyptar. Kosta 14 milljarða. Þyrla Gæslunnar er komin á aldur, enda 30 ára. Leiguþyrlur kosta meira árlega en þyrlukaup samkvæmt kostnaðarmati. 3. apríl 2017 07:00
Þyrlur Gæslunnar endurnýjaðar langt á undan áætlun: „Stórt skref fram á við“ Tvær af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar verða endurnýjaðar nú um áramótin, fjórum árum fyrr en áætlað var. 7. júní 2018 18:30
Ólíklegt að slysið hafi áhrif á þyrlurekstur Landhelgisgæslunnar 13 biðu bana þegar þyrla hrapaði til jarðar í Noregi í gær. Þyrlur Landhelgisgæslunnar eru eldri útgáfa umræddrar þyrlu en um margt mjög ólíkar. 30. apríl 2016 11:33