Erlent

Mannréttindadómstóllinn hendir máli Breiviks út

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Anders Breivik var dæmdur í 21 árs fangelsi.
Anders Breivik var dæmdur í 21 árs fangelsi. Vísir/AFP
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur vísað frá máli Anders Behring Breivik á hendur norska ríkinu og mun dómstóllinn ekki taka kvörtun hans fyrir.

Hafði Breivik kvartað yfir því að fangelsisvist hans hafi verið ómannúðleg vegna einangrunarvistar hans, en hann mátti ekki vera í samskiptum við aðra fanga.

Breivik, sem gengur nú undir nafninu Fjotolf Hansen, skaut málinu til Mannréttindadómstólsins eftir að Hæstiréttur Noregs vísaði málinu frá.

Í ákvörðun Mannréttindadómstólsins segir að eftir skoðun málsins fái dómstóllinn ekki séð að norska ríkið hafi brotið á mannréttindum Breiviks, miðað við Mannréttindasáttmála Evrópu.

Breivik var dæmdur til 21 árs fangelsisvistar fyrir hryðjuverk sem hann framdi árið 2011, er hann varð 77 að bana.


Tengdar fréttir

Breivik kærir illa meðferð til mannréttindadómstólsins í Strassbourg

Samkvæmt Breivik brýtur meðferðin í bága við mannréttindasáttmála Evrópu. Hann nefnir því til stuðnings að hann sé búinn að vera of lengi í einangrun, sé of oft í handjárnum og að líkamsleitir séu of tíðar. Einnig nefnir hann að mikil afskipti séu höfð af bréfasamskiptum hans.

Anders Behring Breivik breytir um nafn

Norski hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik vill ekki lengur vera þekktur undir því nafni og hefur nú breytt nafni sínu hjá þjóðskrá Noregs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×