Lífið

Gerði heimildarmynd um útskriftarferðina

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Stefán Þór er öflugur á YouTube þar sem finna má tugi myndbanda úr ferðalögum hans um heiminn.
Stefán Þór er öflugur á YouTube þar sem finna má tugi myndbanda úr ferðalögum hans um heiminn. Mynd/Aðsend
Stefán Þór Þorgeirsson er nýlokinn námi við verkfræðideild Háskóla Íslands. Hann fagnaði áfanganum með útskriftarferð til Cancún í Mexíkó ásamt bekknum sínum og nýtti tækifærið til að taka upp heimildarmynd.

Myndin ber heitið Cancún – An Alternative Look og er aðgengileg á YouTube-rás Stefáns, Martian Travels, þar sem er að finna tugi myndbanda úr tíðum ferðalögum hans.

Sjá einnig: Stefán hefur tekið upp yfir 70 myndbönd á ferð sinni um heiminn

„Þó svo að aðalmarkmið ferðarinnar hafi verið að njóta þess að vera á ströndinni og slaka á eftir erfiða prófatörn stóðst ég ekki mátið að gera smá heimildarmynd um Cancún,“ segir Stefán en bærinn er vinsæll ferðamannastaður.

„Mig langaði aðeins að skima fram hjá hinum augljósu einkennum Cancún og reyna að átta mig á því hvernig menning innfæddra væri.“

Í heimildarmyndinni er m.am. að finna viðtöl við heimamenn sem urðu á vegi Stefáns í útskriftarferðinni auk þess sem náttúruperlur á svæðinu fá að njóta sín. Hægt er að horfa á myndina í heild í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.