Dragnea dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi Atli Ísleifsson skrifar 21. júní 2018 23:30 Liviu Dragnea er sagður vera valdamesti maður Rúmeníu. Vísir/epa Dómstóll i Rúmeníu dæmdi í dag Liviu Dragnea, formann stjórnarflokksins PSD, í þriggja og hálfs árs fangelsi. Dragnea var fundinn sekur að hafa tryggt tveimur konum launagreiðslur úr ríkissjóði á árunum 2006 til 2013, þrátt fyrir að þær hafi á þeim tíma verið starfsmenn PSD. Dragnea neitaði sök í málinu og mun áfram vera frjáls ferða sinna þar sem dómnum hefur verið áfrýjað. Í samræmi við rúmensk lög er honum ennfremur heimilt að starfa áfram sem talsmaður og formaður flokksins á meðan málið er fyrir dómstólum. Verði dómurinn staðfestur á æðra dómsstigi væri um mikið reiðarslag að ræða fyrir Dragnea og stjórnmálaferil hans, en hann hefur áður hlotið dóm fyrir kosningasvindl sem gerir það að verkum að honum er óheimilt að gegna embætti forsætisráðherra. Hann er þó sagður valdamesti maður landsins og stjórna á bakvið tjöldin. Rúmenum hefur gengið erfiðlega að berjast gegn víðtækri spillingu í landinu, en tugþúsundir Rúmena mótmæltu á götum úti á síðasta ári eftir að ríkisstjórn þar í landi gerði tilraunir til að gera breytingar á dómskerfi landsins. Breytingunum var ætlað að auka pólitísk afskipti af dómskerfinu og vildu mótmælendur meina að þær myndu torvelda baráttuna gegn spillingu í landinu. Ekkert varð að lokum úr fyrirhuguðum lagabreytingum stjórnarinnar. Evrópusambandið Rúmenía Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli í Rúmeníu Fólkið mótmælir fyrirhuguðum breytingum á dómskerfi landsins. 27. nóvember 2017 08:27 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Dómstóll i Rúmeníu dæmdi í dag Liviu Dragnea, formann stjórnarflokksins PSD, í þriggja og hálfs árs fangelsi. Dragnea var fundinn sekur að hafa tryggt tveimur konum launagreiðslur úr ríkissjóði á árunum 2006 til 2013, þrátt fyrir að þær hafi á þeim tíma verið starfsmenn PSD. Dragnea neitaði sök í málinu og mun áfram vera frjáls ferða sinna þar sem dómnum hefur verið áfrýjað. Í samræmi við rúmensk lög er honum ennfremur heimilt að starfa áfram sem talsmaður og formaður flokksins á meðan málið er fyrir dómstólum. Verði dómurinn staðfestur á æðra dómsstigi væri um mikið reiðarslag að ræða fyrir Dragnea og stjórnmálaferil hans, en hann hefur áður hlotið dóm fyrir kosningasvindl sem gerir það að verkum að honum er óheimilt að gegna embætti forsætisráðherra. Hann er þó sagður valdamesti maður landsins og stjórna á bakvið tjöldin. Rúmenum hefur gengið erfiðlega að berjast gegn víðtækri spillingu í landinu, en tugþúsundir Rúmena mótmæltu á götum úti á síðasta ári eftir að ríkisstjórn þar í landi gerði tilraunir til að gera breytingar á dómskerfi landsins. Breytingunum var ætlað að auka pólitísk afskipti af dómskerfinu og vildu mótmælendur meina að þær myndu torvelda baráttuna gegn spillingu í landinu. Ekkert varð að lokum úr fyrirhuguðum lagabreytingum stjórnarinnar.
Evrópusambandið Rúmenía Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli í Rúmeníu Fólkið mótmælir fyrirhuguðum breytingum á dómskerfi landsins. 27. nóvember 2017 08:27 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Fjölmenn mótmæli í Rúmeníu Fólkið mótmælir fyrirhuguðum breytingum á dómskerfi landsins. 27. nóvember 2017 08:27