Varaformaður ADHD-samtakanna: „Þetta er svakalega erfitt.” Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. júní 2018 20:00 Framkvæmdastjóra ADHD samtakanna hefur verið vikið frá störfum og kærður til lögreglu vegna gruns um fjármálamisferli. Varaformaður stjórnar samtakanna segir málið þyngra en tárum taki. Þröstur Emilsson var leystur frá störfum sem framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna á föstudaginn fyrir viku. Samkvæmt heimildum fréttastofu naut Þröstur ekki lengur trausts stjórnarinnar en RÚV greindi fyrst frá kærunni í dag. Vilhjálmur Hjálmarsson, varaformaður stjórnar samtakanna, segir málið litið grafalvarlegum augum en ákvörðunin um að víkja Þresti frá störfum var tekin í framhaldi af ábendingum frá endurskoðanda og var ekki tekin af léttúð að sögn Vilhjálms. „Við völdum ákveðna leið og við teljum að hún sé rétt og sú eina sem við gátum, með einhverri virðingu fyrir okkur sjálfum og málefninu, gert,” segir Vilhjálmur. „Þetta er svakalega erfitt.” Hann kveðst aðspurður ekki geta tjá sig um hversu miklar upphæðir sé að ræða en samkvæmt heimildum fréttastofu er Þröstur grunaður um bæði fjárdrátt og umboðssvik. „Við sem vinnum þarna, launalaust eða á launum, og brennum fyrir málefnið. Og ofan á það náttúrlega eru vinslit og samstarf til margra ára, þannig þetta er mjög flókið,” segir Vilhjálmur. Þröstur hafði gegnt starfinu síðan 2013 en Ellen Calmon hefur tekið við hlutverki framkvæmdastjóra tímabundið þar til auglýst verður eftir nýjum framkvæmdastjóra. ADHD samtökin halda ótrauð áfram starfi sínu að sögn Vilhjálms en ráðist verði í ítarlega skoðun ferla innan félagsins. „Það er einhver ástæða fyrir því að þetta var hægt og við þurfum að finna leiðir og gera hlutina í framtíðinni þannig að svona lagað geti ekki gerst.” Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna kærður til lögreglu fyrir fjármálamisferli Þröstur Emilsson, sem þar til á föstudag var framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna, hefur verið kærður til lögreglu fyrir fjármálamisferli. 22. júní 2018 12:42 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira
Framkvæmdastjóra ADHD samtakanna hefur verið vikið frá störfum og kærður til lögreglu vegna gruns um fjármálamisferli. Varaformaður stjórnar samtakanna segir málið þyngra en tárum taki. Þröstur Emilsson var leystur frá störfum sem framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna á föstudaginn fyrir viku. Samkvæmt heimildum fréttastofu naut Þröstur ekki lengur trausts stjórnarinnar en RÚV greindi fyrst frá kærunni í dag. Vilhjálmur Hjálmarsson, varaformaður stjórnar samtakanna, segir málið litið grafalvarlegum augum en ákvörðunin um að víkja Þresti frá störfum var tekin í framhaldi af ábendingum frá endurskoðanda og var ekki tekin af léttúð að sögn Vilhjálms. „Við völdum ákveðna leið og við teljum að hún sé rétt og sú eina sem við gátum, með einhverri virðingu fyrir okkur sjálfum og málefninu, gert,” segir Vilhjálmur. „Þetta er svakalega erfitt.” Hann kveðst aðspurður ekki geta tjá sig um hversu miklar upphæðir sé að ræða en samkvæmt heimildum fréttastofu er Þröstur grunaður um bæði fjárdrátt og umboðssvik. „Við sem vinnum þarna, launalaust eða á launum, og brennum fyrir málefnið. Og ofan á það náttúrlega eru vinslit og samstarf til margra ára, þannig þetta er mjög flókið,” segir Vilhjálmur. Þröstur hafði gegnt starfinu síðan 2013 en Ellen Calmon hefur tekið við hlutverki framkvæmdastjóra tímabundið þar til auglýst verður eftir nýjum framkvæmdastjóra. ADHD samtökin halda ótrauð áfram starfi sínu að sögn Vilhjálms en ráðist verði í ítarlega skoðun ferla innan félagsins. „Það er einhver ástæða fyrir því að þetta var hægt og við þurfum að finna leiðir og gera hlutina í framtíðinni þannig að svona lagað geti ekki gerst.”
Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna kærður til lögreglu fyrir fjármálamisferli Þröstur Emilsson, sem þar til á föstudag var framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna, hefur verið kærður til lögreglu fyrir fjármálamisferli. 22. júní 2018 12:42 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira
Framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna kærður til lögreglu fyrir fjármálamisferli Þröstur Emilsson, sem þar til á föstudag var framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna, hefur verið kærður til lögreglu fyrir fjármálamisferli. 22. júní 2018 12:42