Mikil fjölgun lyfjatengdra andláta Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 23. júní 2018 13:30 Þriðjungur þeirra sem létust af völdum lyfja í fyrra höfðu ekki fengið skrifað upp á þau. Vísir/Getty „Við í lyfjateymi embættisins fáum niðurstöður úr mælingum á þeim efnum sem finnast í látnum einstaklingum til skoðunar og eru komin 19 slík andlát á þessu ári. Í þessum andlátum er grunur um að andlát hafi átt sér stað vegna eitrunar en ekki er víst að þau flokkist sem slík í dánarmeinaskrá. Þessi andlát eru samt vísbending um það sem er að gerast hjá fólki í þessum vanda sem getur verið mikill fíknivandi af ýmsum toga og/eða sjálfsvíg,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnisstjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis, sem segir fjölda lyfjatengdra andláta mikið áhyggjuefni. Enda gerist það á sama tíma og dregur úr ávísunum á ópíóíða. Embættið hafi fengið ábendingar frá Tollstjóraembættinu um mikla aukningu á haldlagningu efna. „Áhyggjuefnið núna er þessi skyndilega aukning lyfjatengdra andláta í byrjun ársins sem við höfum fengið til skoðunar en það voru færri andlát í byrjun ársins í fyrra. Þetta gerist á sama tíma og dregur úr ávísunum ópíóíða en við sjáum að heildarmagn ávísaðra dagskammta af ópíóíðum dregst saman um sjö prósent á fyrsta ársfjórðungi 2018 miðað við sama tíma í fyrra. Þá höfum við verið að fá ábendingar frá Tollstjóraembættinu um að mikil aukning sé á haldlagningu lyfja sem einstaklingar eru að flytja til landsins. Það bætist ofan á það að meira er ávísað af þessum lyfjum hér á landi en í flestum öðrum löndum. Eins og þessar tölur yfir andlát sýna, þá getur fólk sem misnotar lyfin verið í mikilli hættu og fikt getur haft alvarlegar afleiðingar. Það er enn talsvert í land með að notkun ávanabindandi lyfja verði álíka og í nágrannalöndunum og það er mikið áunnið ef það tekst að fá notkunina í betra horf og draga úr fjölda þeirra sem ánetjast lyfjum,“ segir Ólafur.Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri hjá Landlækni.VísirÞegar lyfjatengd andlát síðasta árs eru greind kemur í ljós að þriðjungur þeirra sem létust hafði ekki fengið ávísað lyfjum 12 mánuðum fyrir andlát. En inni á milli eru andlát þar sem einstaklingum var ávísað stórum skömmtum af lyfjum frá einum eða fleiri læknum. „Árið 2017 voru andlátin 30 og var meðalaldur hinna látnu 48 ár. Þessir einstaklingar skiptust eftir aldri og því hvaða efni þeir höfðu verið að taka. Í flestum fundust mörg efni, þeir yngri (20-40 ára) höfðu margir tekið sterk verkjalyf ásamt ólöglegum efnum (kannabis, MDMA, amfetamín) en þeir eldri (40 ára og eldri) höfðu flestir tekið þunglyndislyf og neytt áfengis. Um þriðjungur hafði ekki fengið ávísað lyfjum 12 mánuðum fyrir andlát sem bendir til þess að þeir hafi átt gömul lyf eða fengið þau með öðrum hætti. Inni á milli eru andlát þar sem einstaklingar voru að fá ávísað stórum skömmtum af lyfjum frá einum eða fleiri læknum og þá er metið hvort ástæða er til að krefja lækni skýringa,“ segir Ólafur. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00 Vandmeðfarin lyf Yfirlæknir bráðateymis geðsviðs Landspítala segir bensódíazepínlyf almennt örugg en geti verið hættuleg í samspili við önnur efni eða lyf. 23. júní 2018 13:30 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
„Við í lyfjateymi embættisins fáum niðurstöður úr mælingum á þeim efnum sem finnast í látnum einstaklingum til skoðunar og eru komin 19 slík andlát á þessu ári. Í þessum andlátum er grunur um að andlát hafi átt sér stað vegna eitrunar en ekki er víst að þau flokkist sem slík í dánarmeinaskrá. Þessi andlát eru samt vísbending um það sem er að gerast hjá fólki í þessum vanda sem getur verið mikill fíknivandi af ýmsum toga og/eða sjálfsvíg,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnisstjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis, sem segir fjölda lyfjatengdra andláta mikið áhyggjuefni. Enda gerist það á sama tíma og dregur úr ávísunum á ópíóíða. Embættið hafi fengið ábendingar frá Tollstjóraembættinu um mikla aukningu á haldlagningu efna. „Áhyggjuefnið núna er þessi skyndilega aukning lyfjatengdra andláta í byrjun ársins sem við höfum fengið til skoðunar en það voru færri andlát í byrjun ársins í fyrra. Þetta gerist á sama tíma og dregur úr ávísunum ópíóíða en við sjáum að heildarmagn ávísaðra dagskammta af ópíóíðum dregst saman um sjö prósent á fyrsta ársfjórðungi 2018 miðað við sama tíma í fyrra. Þá höfum við verið að fá ábendingar frá Tollstjóraembættinu um að mikil aukning sé á haldlagningu lyfja sem einstaklingar eru að flytja til landsins. Það bætist ofan á það að meira er ávísað af þessum lyfjum hér á landi en í flestum öðrum löndum. Eins og þessar tölur yfir andlát sýna, þá getur fólk sem misnotar lyfin verið í mikilli hættu og fikt getur haft alvarlegar afleiðingar. Það er enn talsvert í land með að notkun ávanabindandi lyfja verði álíka og í nágrannalöndunum og það er mikið áunnið ef það tekst að fá notkunina í betra horf og draga úr fjölda þeirra sem ánetjast lyfjum,“ segir Ólafur.Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri hjá Landlækni.VísirÞegar lyfjatengd andlát síðasta árs eru greind kemur í ljós að þriðjungur þeirra sem létust hafði ekki fengið ávísað lyfjum 12 mánuðum fyrir andlát. En inni á milli eru andlát þar sem einstaklingum var ávísað stórum skömmtum af lyfjum frá einum eða fleiri læknum. „Árið 2017 voru andlátin 30 og var meðalaldur hinna látnu 48 ár. Þessir einstaklingar skiptust eftir aldri og því hvaða efni þeir höfðu verið að taka. Í flestum fundust mörg efni, þeir yngri (20-40 ára) höfðu margir tekið sterk verkjalyf ásamt ólöglegum efnum (kannabis, MDMA, amfetamín) en þeir eldri (40 ára og eldri) höfðu flestir tekið þunglyndislyf og neytt áfengis. Um þriðjungur hafði ekki fengið ávísað lyfjum 12 mánuðum fyrir andlát sem bendir til þess að þeir hafi átt gömul lyf eða fengið þau með öðrum hætti. Inni á milli eru andlát þar sem einstaklingar voru að fá ávísað stórum skömmtum af lyfjum frá einum eða fleiri læknum og þá er metið hvort ástæða er til að krefja lækni skýringa,“ segir Ólafur.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00 Vandmeðfarin lyf Yfirlæknir bráðateymis geðsviðs Landspítala segir bensódíazepínlyf almennt örugg en geti verið hættuleg í samspili við önnur efni eða lyf. 23. júní 2018 13:30 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
„Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00
Vandmeðfarin lyf Yfirlæknir bráðateymis geðsviðs Landspítala segir bensódíazepínlyf almennt örugg en geti verið hættuleg í samspili við önnur efni eða lyf. 23. júní 2018 13:30