ASÍ fordæmir „ólöglega hefndarráðstöfun“ Hvals Sigurður Mikael Jónsson skrifar 23. júní 2018 07:15 Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA. Fréttablaðið/Anton Brink „Ef Hvalur kemst upp með þetta, að skikka starfsmenn til að sniðganga tiltekið stéttarfélag, þá er um svo gróft brot að ræða að annað eins hefur ekki sést,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Alþýðusamband Íslands steig í gær fram og fordæmdi það sem sambandið kallar hefndaraðgerðir Hvals hf. gegn Verkalýðsfélagi Akraness. Eins og komið hefur fram tapaði Hvalur nýlega dómsmáli fyrir Hæstarétti sem Verkalýðsfélag Akraness rak fyrir félagsmann. Þar voru honum dæmdar, með dráttarvöxtum, 700 þúsund krónur vegna brota á ráðningarsamningi. Vilhjálmur bendir á að allir samningar starfsmanna Hvals séu nákvæmlega eins og félagið telji því fordæmisgildi dómsins algert og geta numið 300 milljónum króna, þegar tillit er tekið til fjölda starfsmanna og þriggja vertíða. Við upphaf hvalvertíðar á dögunum bárust síðan þau tíðindi að Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, krefði starfsmenn sína um að þeir ættu ekki aðild að Verkalýðsfélagi Akraness, heldur væru í Stéttarfélagi Vesturlands. ASÍ segir þetta klárt brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur þar sem kveðið sé á um að atvinnurekendum sé óheimilt að hafa áhrif á, meðal annars, félagsaðild starfsmanna sinna. „Þegar haft er í huga að Hvalur hf. tapaði nýlega dómsmáli fyrir Hæstarétti sem Verkalýðsfélag Akraness rak fyrir félagsmann sinn, blasir við að um grófa og alvarlega hefndarráðstöfun atvinnurekenda er að ræða gagnvart tilteknu stéttarfélagi og félagsmönnum þess,“ segir í yfirlýsingunni. Vilhjálmur segir að félagið hafi mótmælt framgöngu Hvals harðlega bæði við fyrirtækið og Samtök atvinnulífsins. Vilhjálmur kveðst ekkert hafa heyrt frá þeim. „Það á greinilega að svæfa málið, en fólk verður að átta sig á að þetta snýst ekki aðeins um félagið hér, einhver félagsgjöld eða félagssvæði, heldur allt launafólk. Að atvinnurekandi sé að refsa stéttarfélagi sem uppfyllir lagalega skyldu sína til að sækja réttindi félagsmanna sinna.“ Vilhjálmur bendir einnig á að svo virðist sem Kristján Loftsson sé fljótur að gleyma hvaða félag hafi staðið með honum í baráttunni fyrir því að hefja hvalveiðar á ný árið 2009 þegar til stóð að afturkalla veiðiheimildir. Ekki hefur náðst í Kristján Loftsson, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Kjaramál Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Sjá meira
„Ef Hvalur kemst upp með þetta, að skikka starfsmenn til að sniðganga tiltekið stéttarfélag, þá er um svo gróft brot að ræða að annað eins hefur ekki sést,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Alþýðusamband Íslands steig í gær fram og fordæmdi það sem sambandið kallar hefndaraðgerðir Hvals hf. gegn Verkalýðsfélagi Akraness. Eins og komið hefur fram tapaði Hvalur nýlega dómsmáli fyrir Hæstarétti sem Verkalýðsfélag Akraness rak fyrir félagsmann. Þar voru honum dæmdar, með dráttarvöxtum, 700 þúsund krónur vegna brota á ráðningarsamningi. Vilhjálmur bendir á að allir samningar starfsmanna Hvals séu nákvæmlega eins og félagið telji því fordæmisgildi dómsins algert og geta numið 300 milljónum króna, þegar tillit er tekið til fjölda starfsmanna og þriggja vertíða. Við upphaf hvalvertíðar á dögunum bárust síðan þau tíðindi að Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, krefði starfsmenn sína um að þeir ættu ekki aðild að Verkalýðsfélagi Akraness, heldur væru í Stéttarfélagi Vesturlands. ASÍ segir þetta klárt brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur þar sem kveðið sé á um að atvinnurekendum sé óheimilt að hafa áhrif á, meðal annars, félagsaðild starfsmanna sinna. „Þegar haft er í huga að Hvalur hf. tapaði nýlega dómsmáli fyrir Hæstarétti sem Verkalýðsfélag Akraness rak fyrir félagsmann sinn, blasir við að um grófa og alvarlega hefndarráðstöfun atvinnurekenda er að ræða gagnvart tilteknu stéttarfélagi og félagsmönnum þess,“ segir í yfirlýsingunni. Vilhjálmur segir að félagið hafi mótmælt framgöngu Hvals harðlega bæði við fyrirtækið og Samtök atvinnulífsins. Vilhjálmur kveðst ekkert hafa heyrt frá þeim. „Það á greinilega að svæfa málið, en fólk verður að átta sig á að þetta snýst ekki aðeins um félagið hér, einhver félagsgjöld eða félagssvæði, heldur allt launafólk. Að atvinnurekandi sé að refsa stéttarfélagi sem uppfyllir lagalega skyldu sína til að sækja réttindi félagsmanna sinna.“ Vilhjálmur bendir einnig á að svo virðist sem Kristján Loftsson sé fljótur að gleyma hvaða félag hafi staðið með honum í baráttunni fyrir því að hefja hvalveiðar á ný árið 2009 þegar til stóð að afturkalla veiðiheimildir. Ekki hefur náðst í Kristján Loftsson, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Kjaramál Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Sjá meira