Iðnó opnað á ný Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 23. júní 2018 08:30 Iðnó við Tjörnina hefur verið vinsæll staður fyrir ýmis konar viðburði. Vísir/Vilhelm Iðnó hefur fengið rekstrarleyfi og opnað dyrnar á ný. René Boonekamp rekstraraðili er hæstánægður með að loks sé búið að leysa úr málum, en Iðnó neyddist til að skella í lás og hefur ekki getað tekið á móti viðburðum frá því að rekstrarleyfi var synjað í lok maí. „Þetta er búið að vera erfitt tímabil fyrir alla sem að málinu koma og við höfum öll unnið hörðum höndum við að koma þessu í lag. Luktar dyr er það versta sem getur komið fyrir svona perlu eins og Iðnó er,“ segir Boonekamp. „Þetta hefur sérstaklega bitnað á þeim sem voru með bókaða viðburði hér í húsi og hafa þurft að færa sig annað. Okkar frábæru nágrannar í Tjarnarbíói hafa verið þeim haukur í horni. En þetta er mikill léttir.“ Ástæðuna fyrir lokun Iðnó segir René vera þá að innra skipulag í húsinu hafi ekki uppfyllt byggingarreglugerðir. Því var fengið bráðabirgðaleyfi sem rann síðan út í byrjun árs. Á meðan umsóknin fyrir rekstrarleyfi var á flökti í kerfinu skapaðist óvissa sem endaði með synjun sem varð til þess að þurfti að loka. „Nú hafa þessi skilyrði verið uppfyllt og við höfum opnað á ný,“ segir René. „Þessi fallega bygging er listaverk út af fyrir sig. Hún hefur skipt um andlit nokkrum sinnum yfir sitt lífsskeið, en mun alltaf viðhalda ímynd sinni, líkt og hjá okkur. Við sjáum Iðnó sem nokkurs konar fjölmenningarsetur og viljum hafa gott jafnvægi milli einkasamkvæma og annarra samkvæma. Við hlökkum til að taka á móti fólki með frábærar hugmyndir og drauma og hjálpa þeim að vakna til lífsins í Iðnó.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Óánægja með nýjan bar í friðlýstu húsi Iðnó Breyting hefur verið gerð á innra skipulagi Iðnó sem fellur ekki í kramið hjá Minjastofnun og arkitekt. „Þetta er á mjög gráu svæði,“ segir arkitektinn. Skellt var í lás í Iðnó eftir að í ljós kom að starfsemi þar hefði ekki rekstrarleyfi. 5. júní 2018 08:00 Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Allt á misskilningi byggt segir rekstrarstjórinn sem fengið hefur leyfi til veitingahalds á ný. 25. maí 2018 14:36 Reka Iðnó án rekstrarleyfis Iðnó í Reykjavík er rekið án rekstrarleyfis samkvæmt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. 31. maí 2018 06:00 Ýmsir uggandi yfir framtíð Iðnó Iðnó er enn lokað eftir upp komst að staðurinn væri rekinn án rekstrarleyfis. Lista- og menningarfólk sem hefur verið viðriðið Iðnó í fleiri ár hefur lýst áhyggjum sínum við Fréttablaðið yfir ástandinu í Iðnó. 14. júní 2018 08:00 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira
Iðnó hefur fengið rekstrarleyfi og opnað dyrnar á ný. René Boonekamp rekstraraðili er hæstánægður með að loks sé búið að leysa úr málum, en Iðnó neyddist til að skella í lás og hefur ekki getað tekið á móti viðburðum frá því að rekstrarleyfi var synjað í lok maí. „Þetta er búið að vera erfitt tímabil fyrir alla sem að málinu koma og við höfum öll unnið hörðum höndum við að koma þessu í lag. Luktar dyr er það versta sem getur komið fyrir svona perlu eins og Iðnó er,“ segir Boonekamp. „Þetta hefur sérstaklega bitnað á þeim sem voru með bókaða viðburði hér í húsi og hafa þurft að færa sig annað. Okkar frábæru nágrannar í Tjarnarbíói hafa verið þeim haukur í horni. En þetta er mikill léttir.“ Ástæðuna fyrir lokun Iðnó segir René vera þá að innra skipulag í húsinu hafi ekki uppfyllt byggingarreglugerðir. Því var fengið bráðabirgðaleyfi sem rann síðan út í byrjun árs. Á meðan umsóknin fyrir rekstrarleyfi var á flökti í kerfinu skapaðist óvissa sem endaði með synjun sem varð til þess að þurfti að loka. „Nú hafa þessi skilyrði verið uppfyllt og við höfum opnað á ný,“ segir René. „Þessi fallega bygging er listaverk út af fyrir sig. Hún hefur skipt um andlit nokkrum sinnum yfir sitt lífsskeið, en mun alltaf viðhalda ímynd sinni, líkt og hjá okkur. Við sjáum Iðnó sem nokkurs konar fjölmenningarsetur og viljum hafa gott jafnvægi milli einkasamkvæma og annarra samkvæma. Við hlökkum til að taka á móti fólki með frábærar hugmyndir og drauma og hjálpa þeim að vakna til lífsins í Iðnó.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Óánægja með nýjan bar í friðlýstu húsi Iðnó Breyting hefur verið gerð á innra skipulagi Iðnó sem fellur ekki í kramið hjá Minjastofnun og arkitekt. „Þetta er á mjög gráu svæði,“ segir arkitektinn. Skellt var í lás í Iðnó eftir að í ljós kom að starfsemi þar hefði ekki rekstrarleyfi. 5. júní 2018 08:00 Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Allt á misskilningi byggt segir rekstrarstjórinn sem fengið hefur leyfi til veitingahalds á ný. 25. maí 2018 14:36 Reka Iðnó án rekstrarleyfis Iðnó í Reykjavík er rekið án rekstrarleyfis samkvæmt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. 31. maí 2018 06:00 Ýmsir uggandi yfir framtíð Iðnó Iðnó er enn lokað eftir upp komst að staðurinn væri rekinn án rekstrarleyfis. Lista- og menningarfólk sem hefur verið viðriðið Iðnó í fleiri ár hefur lýst áhyggjum sínum við Fréttablaðið yfir ástandinu í Iðnó. 14. júní 2018 08:00 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira
Óánægja með nýjan bar í friðlýstu húsi Iðnó Breyting hefur verið gerð á innra skipulagi Iðnó sem fellur ekki í kramið hjá Minjastofnun og arkitekt. „Þetta er á mjög gráu svæði,“ segir arkitektinn. Skellt var í lás í Iðnó eftir að í ljós kom að starfsemi þar hefði ekki rekstrarleyfi. 5. júní 2018 08:00
Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Allt á misskilningi byggt segir rekstrarstjórinn sem fengið hefur leyfi til veitingahalds á ný. 25. maí 2018 14:36
Reka Iðnó án rekstrarleyfis Iðnó í Reykjavík er rekið án rekstrarleyfis samkvæmt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. 31. maí 2018 06:00
Ýmsir uggandi yfir framtíð Iðnó Iðnó er enn lokað eftir upp komst að staðurinn væri rekinn án rekstrarleyfis. Lista- og menningarfólk sem hefur verið viðriðið Iðnó í fleiri ár hefur lýst áhyggjum sínum við Fréttablaðið yfir ástandinu í Iðnó. 14. júní 2018 08:00