Íslenski boltinn

Elín Metta með tvö í fimmta deildarsigri Vals í röð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Elín skoraði tvö í kvöld.
Elín skoraði tvö í kvöld. vísir/ernir
Valur vann 4-2 sigur á FH í sjöundu umferð Pepsi-deildar kvenna en leikið var í Kapakrika í dag. Leikurinn var fjörugur.

Thelma Björk Einarsdóttir kom Val yfir á sextándu mínútu og fimm mínútum fyrir leikhlé tvöfaldaði framherjinn Crystal Thomas forystuna fyrir Val.

FH byrjaði síðari hálfleikinn ágætlega og Jasmín Erla Ingadóttir minnkaði muninn á 57. mínútu en Elín Metta Jensen kom Val í 3-1 níu mínútum síðar.

Varamaðurinn Hanne Marie Barker var ekki lengi að svara fyrir FH því mínútu síðar var staðan orðin 3-2. Elín Metta var svo aftur á ferðinni skömmu fyrir leikslok og tryggði Val sigurinn.

Eftir sigurinn er Valur í öðru sæti deildarinnar með 18 stig á meðan FH er í vandræðum. Liðið er í næst neðsta sæti deildarinnar með þrjú stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×