Lewis Hamilton kom, sá og sigraði í Formúlu 1 kappakstri helgarinnar sem fram fór í Le Castellet í Frakklandi í dag.
Um var að ræða fyrstu Formúla 1 keppnina í Frakklandi í tíu ár.
Hamilton var á ráspól og hélt fyrsta sætinu frá upphafi til enda. Max Verstappen á Red Bull og Kimi Raikkonen á Ferrari komu í næstu sætum á eftir.
Valtteri Bottas, liðsfélagi Hamilton á Mercedes og Sebastian Vettel á Ferrari eru í baráttu við Hamilton í keppni ökumanna en þeir lentu í samstuði á fyrsta hring í Frakklandi í dag. Vettel náði að vinna sig upp og endaði í fimmta sæti
Hamilton er kominn með fjórtán stiga forystu í keppni ökumanna en Vettel er í öðru sæti.
Hamilton tók forystu með sigri í Frakklandi

Tengdar fréttir

Upphitun: Aðeins eitt stig skilur að fyrir endurkomuna til Frakklands
Eftir tíu ára hlé fer Formúla 1 aftur til Frakklands og nú á Paul Ricard brautinni í Marseille. Franski kappaksturinn var síðast haldinn á Magny-Cours brautinni árið 2008.